Grunur leikur á að verksmiðja á Akureyri hafi framleitt lyfjablöndu til lækninga án tilskilinna leyfa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 16:26 Umrædd verksmiðja er á Akureyri. vísir/pjetur Grunur leikur á að fyrirtæki sem rekur nokkurs konar efnaverksmiðju á Akureyri hafi brotið lög um matvæli og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir en húsleit var gerð í verksmiðjunni í gær. Samkvæmt heimildum RÚV heitir fyrirtækið sem um ræðir Gæðafóður en þetta herma heimildir Vísis einnig. Enginn var handtekinn vegna málsins en það er nú í rannsókn. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hald hafi verið lagt á nokkra tugi lítra af natríumklóríði, minniháttar magn af sítrónusýru og lyfjaglös undir vökva í verksmiðjunni. Var húsleitin gerð í kjölfar þess að kæra barst um málið frá Heilbrigðsieftirliti Norðurlands þess efnis að verið væri að framleiða lyfjablöndu í húsnæðinu án tilskilinna leyfa. Gunnar Jóhannsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Akureyri, segir að það sé meðal annars lögbrot að framleiða lyf án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, til að mynda frá heilbrigðiseftirlitinu. Lyfjablandan sem verið var að framleiða í verksmiðjunni kallast MMS, að því er fram kemur í frétt Stundarinnar. Árið 2010 varaði landlæknisembættið við þessari lyfjablöndu sem kölluð hefur verið „kraftaverkalausn.“ Í tilkynningu frá embættinu á sínum tíma kom fram að blandan geti valdið „alvarlegum veikindum og jafnvel dauða. Í þessari lausn er 28% natríum klórít (NaClO2 ) sem er ætlað að lækna marga sjúkdóma, allt frá alnæmi til berkla. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem styðja notkun þessarar lausnar við sjúkdómum. Natríum klórít er eitur sem valdið getur metrauðablæði (methemoglobulinemia), skemmdum á rauðum blóðkornum og nýrnabilun. Eindregið er varað við notkun þessarar kraftaverkalausnar. Mikilvægt er að tilfelli þar sem grunur leikur á eitrun af völdum MMS séu tilkynnt til yfirvalda.“ Á vefsíðu Gæðafóðurs er því haldið fram að lyfjablandan geti meðal annars reynst vel á almennar bólgur, vefja- og liðagigt, malaríu, HIV og lifrarbólgu. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Grunur leikur á að fyrirtæki sem rekur nokkurs konar efnaverksmiðju á Akureyri hafi brotið lög um matvæli og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir en húsleit var gerð í verksmiðjunni í gær. Samkvæmt heimildum RÚV heitir fyrirtækið sem um ræðir Gæðafóður en þetta herma heimildir Vísis einnig. Enginn var handtekinn vegna málsins en það er nú í rannsókn. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hald hafi verið lagt á nokkra tugi lítra af natríumklóríði, minniháttar magn af sítrónusýru og lyfjaglös undir vökva í verksmiðjunni. Var húsleitin gerð í kjölfar þess að kæra barst um málið frá Heilbrigðsieftirliti Norðurlands þess efnis að verið væri að framleiða lyfjablöndu í húsnæðinu án tilskilinna leyfa. Gunnar Jóhannsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Akureyri, segir að það sé meðal annars lögbrot að framleiða lyf án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, til að mynda frá heilbrigðiseftirlitinu. Lyfjablandan sem verið var að framleiða í verksmiðjunni kallast MMS, að því er fram kemur í frétt Stundarinnar. Árið 2010 varaði landlæknisembættið við þessari lyfjablöndu sem kölluð hefur verið „kraftaverkalausn.“ Í tilkynningu frá embættinu á sínum tíma kom fram að blandan geti valdið „alvarlegum veikindum og jafnvel dauða. Í þessari lausn er 28% natríum klórít (NaClO2 ) sem er ætlað að lækna marga sjúkdóma, allt frá alnæmi til berkla. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem styðja notkun þessarar lausnar við sjúkdómum. Natríum klórít er eitur sem valdið getur metrauðablæði (methemoglobulinemia), skemmdum á rauðum blóðkornum og nýrnabilun. Eindregið er varað við notkun þessarar kraftaverkalausnar. Mikilvægt er að tilfelli þar sem grunur leikur á eitrun af völdum MMS séu tilkynnt til yfirvalda.“ Á vefsíðu Gæðafóðurs er því haldið fram að lyfjablandan geti meðal annars reynst vel á almennar bólgur, vefja- og liðagigt, malaríu, HIV og lifrarbólgu.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira