Gæsluvarðhald misalgengt eftir málaflokkum Snærós Sindradóttir skrifar 12. nóvember 2015 08:00 Á síðasta ári sátu 72 í einangrun á meðan gæsluvarðhaldi stóð. Ísland þykir nota einangrunarvist gríðarlega mikið og óvarlega. vísir/heiðahelgadóttir „Verknaður, jafnvel þó að hann sé alvarlegur og geti varðað þunga refsingu, þarf ekki að þýða að það réttlæti gæsluvarðhald,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Í lögum um meðferð sakamála segir að til að hneppa einstakling í gæsluvarðhald þurfi rökstuddan grun um saknæmt athæfi en einnig að eitthvað bendi til þess að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins. Krafa um gæsluvarðhald er mjög ólík eftir málaflokkum, þannig fer lögreglan gjarnan fram á gæsluvarðhald vegna innflutnings fíkniefna en það er nærri óþekkt að farið sé fram á gæsluvarðhald vegna umferðarlagabrots. Í manndrápsmálum er nærri alltaf farið fram á gæsluvarðhald þar til dómur fellur. „Það er hegðun sem gengur svo langt að það er ekki talið réttlætanlegt annað en að beita gæsluvarðhaldi til þess að skoða hvernig geðheilbrigði viðkomandi er háttað. Í raun og veru er algjör sérstaða með manndrápsmálin,“ segir Svala. Hún segir að einkenni kynferðisbrota sé að kæra berist löngu eftir að verknaður hefur verið framinn, þó það sé ekki algilt. Þá þjóni engum tilgangi að beita gæsluvarðhaldi því ekki þurfi til dæmis að tryggja vettvang glæpsins. „Gæsluvarðhald þarf að skoða algjörlega sjálfstætt í hverju tilviki fyrir sig. Ef ekki er talin stafa hætta af manni, hann hefur til dæmis játað og málið er þannig séð að mestu leyti upplýst þá er ekki talin ástæða til að beita gæsluvarðhaldi. Þannig að gæsluvarðhald, handtaka og refsidómur lýtur allt ólíkum skilyrðum og ólíkum forsendum.“ Þegar smygl á fíkniefnum er annars vegar er aftur á móti mikil hætta á að sönnunargögn fari forgörðum. „Það þarf að koma í veg fyrir að sá sem grunaður er um að hafa framið brot af því tagi geti sett sig í samband við þá sem standa að því með honum. Það er sjaldnast einn maður frá upphafi til enda í því broti á meðan það er oftast einn maður frá upphafi til enda í kynferðisbroti.“vísir/valli Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
„Verknaður, jafnvel þó að hann sé alvarlegur og geti varðað þunga refsingu, þarf ekki að þýða að það réttlæti gæsluvarðhald,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Í lögum um meðferð sakamála segir að til að hneppa einstakling í gæsluvarðhald þurfi rökstuddan grun um saknæmt athæfi en einnig að eitthvað bendi til þess að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins. Krafa um gæsluvarðhald er mjög ólík eftir málaflokkum, þannig fer lögreglan gjarnan fram á gæsluvarðhald vegna innflutnings fíkniefna en það er nærri óþekkt að farið sé fram á gæsluvarðhald vegna umferðarlagabrots. Í manndrápsmálum er nærri alltaf farið fram á gæsluvarðhald þar til dómur fellur. „Það er hegðun sem gengur svo langt að það er ekki talið réttlætanlegt annað en að beita gæsluvarðhaldi til þess að skoða hvernig geðheilbrigði viðkomandi er háttað. Í raun og veru er algjör sérstaða með manndrápsmálin,“ segir Svala. Hún segir að einkenni kynferðisbrota sé að kæra berist löngu eftir að verknaður hefur verið framinn, þó það sé ekki algilt. Þá þjóni engum tilgangi að beita gæsluvarðhaldi því ekki þurfi til dæmis að tryggja vettvang glæpsins. „Gæsluvarðhald þarf að skoða algjörlega sjálfstætt í hverju tilviki fyrir sig. Ef ekki er talin stafa hætta af manni, hann hefur til dæmis játað og málið er þannig séð að mestu leyti upplýst þá er ekki talin ástæða til að beita gæsluvarðhaldi. Þannig að gæsluvarðhald, handtaka og refsidómur lýtur allt ólíkum skilyrðum og ólíkum forsendum.“ Þegar smygl á fíkniefnum er annars vegar er aftur á móti mikil hætta á að sönnunargögn fari forgörðum. „Það þarf að koma í veg fyrir að sá sem grunaður er um að hafa framið brot af því tagi geti sett sig í samband við þá sem standa að því með honum. Það er sjaldnast einn maður frá upphafi til enda í því broti á meðan það er oftast einn maður frá upphafi til enda í kynferðisbroti.“vísir/valli
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira