Átta mánaða skilorð fyrir fjárdrátt og umboðssvik Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2015 19:21 Álverið Reyðarfirði. vísir/valli Karlmaður á fertugsaldri, Eyjólfur Rúnar Þráinsson, var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Sex mánuðir refsingarinnar eru bundnir skilorði til tveggja ára. Að auki er manninum gert að endurgreiða Starfsmannafélaginu Sóma tæpar sex milljónir króna og rúmar 1,3 milljónir í málskostnað. Maðurinn var gjaldkeri starfsmannafélagsins en í félaginu eru starfsmenn álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði. Hann tók við stöðunni í maí 2013 og hófst fjárdrátturinn strax í næsta mánuði. Stóð fjárdrátturinn yfir í tæpt ár eða fram í apríl 2014. Hann játaði sök í þeim ákæruliðum er sneru að fjárdrætti en neitaði sök þegar kom að umboðssvikum. Var hann ákærður í alls sextán liðum en hann var sakfelldur í fjórtán. Hinn sakfelldi hóf störf hjá Alcoa árið 2012 en hann er menntaður rafvirki. Fyrir dómi kom fram að hann hefði verið í djúpri holu „andlega, líkamlega og fjárhagslega“ í kjölfar atburða í sínu lífi. Frá síðasta hausti hafi hann sótt reglulega tíma hjá sálfræðingi. Hann hefði enga reynslu haft af félagsstörfum og taldi að hann væri í fullum rétti til að ráðstafa fé félagsins án aðkomu stjórnar þess. Við ákvörðunar var litið til þess að hann hafi misnotað trúnaðaraðstöðu sem hann gegndi sem stjórnarmaður og gjaldkeri félagsins. Ekki var miðað við að ásetningur hans hafi verið mikill þar sem hann hafi ekki lagt mikla vinnu í að leyna brotum sínum. Tengdar fréttir Brotist inn í starfsmannafélag Alcoa Brotist var inn í Sómasetrið, starfsmannafélag Alcoa-Fjarðaráls á Reyðarfirði í nótt. 29. apríl 2014 16:25 Gjaldkeri starfsmannafélags ákærður fyrir fjárdrátt Brotin nema tæplega átta milljónum króna. 24. mars 2015 11:16 Tölva, snjallsími, bíll og rúm upp í fjárdráttinn hjá Sóma „Rétt skal vera rétt,“ segir gjaldkerinn fyrrverandi sem segir stjórn Sóma reyna að klína á sig hærri upphæð en hann hafi í raun stolið. 2. maí 2014 13:35 Gjaldkeri starfsmannafélags viðurkennir fjárdrátt Upphæðin sem er til rannsóknar hjá lögreglu er átta milljónir króna. 29. apríl 2014 16:06 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri, Eyjólfur Rúnar Þráinsson, var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Sex mánuðir refsingarinnar eru bundnir skilorði til tveggja ára. Að auki er manninum gert að endurgreiða Starfsmannafélaginu Sóma tæpar sex milljónir króna og rúmar 1,3 milljónir í málskostnað. Maðurinn var gjaldkeri starfsmannafélagsins en í félaginu eru starfsmenn álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði. Hann tók við stöðunni í maí 2013 og hófst fjárdrátturinn strax í næsta mánuði. Stóð fjárdrátturinn yfir í tæpt ár eða fram í apríl 2014. Hann játaði sök í þeim ákæruliðum er sneru að fjárdrætti en neitaði sök þegar kom að umboðssvikum. Var hann ákærður í alls sextán liðum en hann var sakfelldur í fjórtán. Hinn sakfelldi hóf störf hjá Alcoa árið 2012 en hann er menntaður rafvirki. Fyrir dómi kom fram að hann hefði verið í djúpri holu „andlega, líkamlega og fjárhagslega“ í kjölfar atburða í sínu lífi. Frá síðasta hausti hafi hann sótt reglulega tíma hjá sálfræðingi. Hann hefði enga reynslu haft af félagsstörfum og taldi að hann væri í fullum rétti til að ráðstafa fé félagsins án aðkomu stjórnar þess. Við ákvörðunar var litið til þess að hann hafi misnotað trúnaðaraðstöðu sem hann gegndi sem stjórnarmaður og gjaldkeri félagsins. Ekki var miðað við að ásetningur hans hafi verið mikill þar sem hann hafi ekki lagt mikla vinnu í að leyna brotum sínum.
Tengdar fréttir Brotist inn í starfsmannafélag Alcoa Brotist var inn í Sómasetrið, starfsmannafélag Alcoa-Fjarðaráls á Reyðarfirði í nótt. 29. apríl 2014 16:25 Gjaldkeri starfsmannafélags ákærður fyrir fjárdrátt Brotin nema tæplega átta milljónum króna. 24. mars 2015 11:16 Tölva, snjallsími, bíll og rúm upp í fjárdráttinn hjá Sóma „Rétt skal vera rétt,“ segir gjaldkerinn fyrrverandi sem segir stjórn Sóma reyna að klína á sig hærri upphæð en hann hafi í raun stolið. 2. maí 2014 13:35 Gjaldkeri starfsmannafélags viðurkennir fjárdrátt Upphæðin sem er til rannsóknar hjá lögreglu er átta milljónir króna. 29. apríl 2014 16:06 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Brotist inn í starfsmannafélag Alcoa Brotist var inn í Sómasetrið, starfsmannafélag Alcoa-Fjarðaráls á Reyðarfirði í nótt. 29. apríl 2014 16:25
Gjaldkeri starfsmannafélags ákærður fyrir fjárdrátt Brotin nema tæplega átta milljónum króna. 24. mars 2015 11:16
Tölva, snjallsími, bíll og rúm upp í fjárdráttinn hjá Sóma „Rétt skal vera rétt,“ segir gjaldkerinn fyrrverandi sem segir stjórn Sóma reyna að klína á sig hærri upphæð en hann hafi í raun stolið. 2. maí 2014 13:35
Gjaldkeri starfsmannafélags viðurkennir fjárdrátt Upphæðin sem er til rannsóknar hjá lögreglu er átta milljónir króna. 29. apríl 2014 16:06