Metur möguleika metárganga mikla Ingvar Haraldsson skrifar 20. júní 2015 07:00 Atvinnumöguleikar háskólanema eru sagðir vera á uppleið. fréttablaðið/ernir Katrín Oddsdóttir Tæplega 2.800 manns munu útskrifast úr Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands í dag. Í Laugardalshöllinni mun Háskóli Íslands brautskrá 2.098 nemendur og í Hörpu mun Háskólinn í Reykjavík útskrifa 553 nemendur. Í báðum tilfellum er um metfjölda að ræða. Katrín Óladóttir, framkvæmdastjóri ráðninga- og ráðgjafarfyrirtækisins Hagvangs, segir að atvinnuhorfur ungs fólks séu að batna. „Okkur finnst þetta hafa verið að breytast á þessu ári í jákvæða átt. Það er að aukast eftirspurn eftir fólki almennt,“ segir Katrín. Úr viðskiptadeildum HÍ og HR munu útskrifast 362 manns í dag. Atvinnuleysi meðal viðskiptafræðimenntaðra hefur verið á hraðri niðurleið. Í maí 2011 voru 315 manns með viðskiptafræðimenntun atvinnulausir en 184 í maí síðastliðnum. Atvinnulausum með lögfræðimenntun hefur aftur á móti fjölgað að undanförnu. Í maí árið 2011 voru 58 með lögfræðimenntun atvinnulausir en 95 í maí síðastliðnum. Katrín segist engu að síður finna fyrir því að atvinnuhorfur þessara stétta séu að batna. „Það var meira framboð í þessum tveimur deildum heldur en vinnumarkaðurinn var í þörf fyrir,“ segir Katrín. Á síðustu árum hafi vinnumarkaðurinn helst kallað eftir fólki með menntun á sviði upplýsinga- og tölvutækni en það sé að breytast. „Það er byrjað að spyrja aftur um viðskiptafræðinga sem voru svo margir að það var í raun ekki þörf á að bæta fleiri viðskiptafræðingum við í fyrirtækin,“ segir hún. Katrín telur að möguleikar fólks með afar fjölbreytta menntun séu að batna. „Við erum að sjá þessa fjölbreytni í eftirspurninni. Við höfum t.d. ekki heyrt í nokkur ár að einhver fyrirtæki væru að huga að vöruþróun í miklum mæli. Nú finnst okkur fyrirtækin vera farin að leita aftur að fólki sem er skapandi, hefur unnið við slíka hluti og sér sjálft sig koma inn með nýjar hugmyndir fyrir fyrirtækin og þá sér maður að það er einhver bati í gangi,“ segir Katrín að lokum. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Katrín Oddsdóttir Tæplega 2.800 manns munu útskrifast úr Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands í dag. Í Laugardalshöllinni mun Háskóli Íslands brautskrá 2.098 nemendur og í Hörpu mun Háskólinn í Reykjavík útskrifa 553 nemendur. Í báðum tilfellum er um metfjölda að ræða. Katrín Óladóttir, framkvæmdastjóri ráðninga- og ráðgjafarfyrirtækisins Hagvangs, segir að atvinnuhorfur ungs fólks séu að batna. „Okkur finnst þetta hafa verið að breytast á þessu ári í jákvæða átt. Það er að aukast eftirspurn eftir fólki almennt,“ segir Katrín. Úr viðskiptadeildum HÍ og HR munu útskrifast 362 manns í dag. Atvinnuleysi meðal viðskiptafræðimenntaðra hefur verið á hraðri niðurleið. Í maí 2011 voru 315 manns með viðskiptafræðimenntun atvinnulausir en 184 í maí síðastliðnum. Atvinnulausum með lögfræðimenntun hefur aftur á móti fjölgað að undanförnu. Í maí árið 2011 voru 58 með lögfræðimenntun atvinnulausir en 95 í maí síðastliðnum. Katrín segist engu að síður finna fyrir því að atvinnuhorfur þessara stétta séu að batna. „Það var meira framboð í þessum tveimur deildum heldur en vinnumarkaðurinn var í þörf fyrir,“ segir Katrín. Á síðustu árum hafi vinnumarkaðurinn helst kallað eftir fólki með menntun á sviði upplýsinga- og tölvutækni en það sé að breytast. „Það er byrjað að spyrja aftur um viðskiptafræðinga sem voru svo margir að það var í raun ekki þörf á að bæta fleiri viðskiptafræðingum við í fyrirtækin,“ segir hún. Katrín telur að möguleikar fólks með afar fjölbreytta menntun séu að batna. „Við erum að sjá þessa fjölbreytni í eftirspurninni. Við höfum t.d. ekki heyrt í nokkur ár að einhver fyrirtæki væru að huga að vöruþróun í miklum mæli. Nú finnst okkur fyrirtækin vera farin að leita aftur að fólki sem er skapandi, hefur unnið við slíka hluti og sér sjálft sig koma inn með nýjar hugmyndir fyrir fyrirtækin og þá sér maður að það er einhver bati í gangi,“ segir Katrín að lokum.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira