Sjötíu hjúkrunarfræðingar útskrifast frá HÍ: Bera svartar slaufur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2015 09:56 Útskriftarhópurinn í hjúkrun í ár. Þeir sjötíu hjúkrunarfræðingar sem útskrifast frá Háskóla Íslands í dag munu bera svartar slaufur í tilefni dagsins. Þeir gera það til að „sýna stuðning og sem virðingarvott fyrir þeirri depurð og togstreitu sem margir hjúkrunarfræðingar upplifa í sinni kjarabaráttu [....]“, eins og segir í yfirlýsingu sem útskriftarnemarnir hafa sent frá sér. Þeir segja daginn markast af baráttunni sem hjúkrunarfræðingar þurfa nú að há „við forneskjulegar hugmyndir um að réttlætanlegt sé að laun „kvennastétta“ séu lægri en annarra stétta með sambærilegt nám að baki.“ Svarta slaufan er jafnfram tákn endaloka: „Endaloka þess tíma sem konur sætta sig við kynbundinn launamun og mismunun. Okkur finnst viðeigandi á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi að bjóða íslenskum stjórnvöldum að stíga þetta mikilvæga skref inn í framtíðina með okkur, það er kominn tími til.“ Yfirlýsingu útskriftarnema í hjúkrunarfræði má sjá í heild sinni hér að neðan:Í dag, 20. júní 2015 erum við 70 nemar sem útskrifumst sem hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Íslands eftir fjögurra ára nám sem hefur hefur verið krefjandi og gefandi í senn. Námið okkar veitir okkur starfsréttindi í heilbrigðisstétt sem myndar ásamt öðrum grunnstoðir heilbrigðiskerfisins, en flestir eru sammála um að góð þjónusta þess leikur lykilhlutverk í velferðarsamfélagi.Dagurinn í dag einkennist af stolti og gleði yfir því að hafa staðið undir þeim væntingum sem gerðar eru til þeirra sem vilja fá að kalla sig hjúkrunarfræðing á Íslandi. Þakklæti er okkur einnig í huga, fyrir að búa í landi þar sem við höfum færi á að hljóta háskólamenntun sem gefur okkur byr undir báða vængi. Möguleikarnir að námi loknu eru fjölbreyttir og spennandi og veitir okkur farveg fyrir hæfileika okkar og áhuga sem liggja bæði í klínískri færni og fræðimennsku á okkar sviði. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að námið okkar kostar samfélagið mikið, það er dýrt að mennta hvern hjúkrunarfræðing. Við vonumst þess vegna flest til þess að Íslendingar njóti starfskrafta okkar, að við sjáum okkur fjárhagslega fært að starfa í þágu almennings á Íslandi.Þessi dagur markast þó óneitanlega af þeirri baráttu sem hjúkrunarfræðingar þurfa að há við forneskjulegar hugmyndir um að réttlætanlegt sé að laun „kvennastétta“ séu lægri en annarra stétta með sambærilegt nám að baki. Til að sýna stuðning og sem virðingarvott fyrir þeirri depurð og togstreitu sem margir hjúkrunarfræðingar upplifa í sinni kjarabaráttu, berum við í dag svarta slaufu.Slaufan er þó ekki síður tákn endaloka, endaloka þess tíma sem konur sætta sig við kynjabundin launamun og mismunun. Okkur finnst viðeigandi á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi að bjóða íslenskum stjórnvöldum að stíga þetta mikilvæga skref inn í framtíðina með okkur, það er kominn tími til. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Þeir sjötíu hjúkrunarfræðingar sem útskrifast frá Háskóla Íslands í dag munu bera svartar slaufur í tilefni dagsins. Þeir gera það til að „sýna stuðning og sem virðingarvott fyrir þeirri depurð og togstreitu sem margir hjúkrunarfræðingar upplifa í sinni kjarabaráttu [....]“, eins og segir í yfirlýsingu sem útskriftarnemarnir hafa sent frá sér. Þeir segja daginn markast af baráttunni sem hjúkrunarfræðingar þurfa nú að há „við forneskjulegar hugmyndir um að réttlætanlegt sé að laun „kvennastétta“ séu lægri en annarra stétta með sambærilegt nám að baki.“ Svarta slaufan er jafnfram tákn endaloka: „Endaloka þess tíma sem konur sætta sig við kynbundinn launamun og mismunun. Okkur finnst viðeigandi á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi að bjóða íslenskum stjórnvöldum að stíga þetta mikilvæga skref inn í framtíðina með okkur, það er kominn tími til.“ Yfirlýsingu útskriftarnema í hjúkrunarfræði má sjá í heild sinni hér að neðan:Í dag, 20. júní 2015 erum við 70 nemar sem útskrifumst sem hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Íslands eftir fjögurra ára nám sem hefur hefur verið krefjandi og gefandi í senn. Námið okkar veitir okkur starfsréttindi í heilbrigðisstétt sem myndar ásamt öðrum grunnstoðir heilbrigðiskerfisins, en flestir eru sammála um að góð þjónusta þess leikur lykilhlutverk í velferðarsamfélagi.Dagurinn í dag einkennist af stolti og gleði yfir því að hafa staðið undir þeim væntingum sem gerðar eru til þeirra sem vilja fá að kalla sig hjúkrunarfræðing á Íslandi. Þakklæti er okkur einnig í huga, fyrir að búa í landi þar sem við höfum færi á að hljóta háskólamenntun sem gefur okkur byr undir báða vængi. Möguleikarnir að námi loknu eru fjölbreyttir og spennandi og veitir okkur farveg fyrir hæfileika okkar og áhuga sem liggja bæði í klínískri færni og fræðimennsku á okkar sviði. Við gerum okkur jafnframt grein fyrir því að námið okkar kostar samfélagið mikið, það er dýrt að mennta hvern hjúkrunarfræðing. Við vonumst þess vegna flest til þess að Íslendingar njóti starfskrafta okkar, að við sjáum okkur fjárhagslega fært að starfa í þágu almennings á Íslandi.Þessi dagur markast þó óneitanlega af þeirri baráttu sem hjúkrunarfræðingar þurfa að há við forneskjulegar hugmyndir um að réttlætanlegt sé að laun „kvennastétta“ séu lægri en annarra stétta með sambærilegt nám að baki. Til að sýna stuðning og sem virðingarvott fyrir þeirri depurð og togstreitu sem margir hjúkrunarfræðingar upplifa í sinni kjarabaráttu, berum við í dag svarta slaufu.Slaufan er þó ekki síður tákn endaloka, endaloka þess tíma sem konur sætta sig við kynjabundin launamun og mismunun. Okkur finnst viðeigandi á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi að bjóða íslenskum stjórnvöldum að stíga þetta mikilvæga skref inn í framtíðina með okkur, það er kominn tími til.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira