Innlent

Hundrað bílar sektaðir við Laugardalshöllina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Útskrift Háskóla Íslands fór fram í Laugardalshöll í dag.
Útskrift Háskóla Íslands fór fram í Laugardalshöll í dag. vísir/stefán
Um hundrað bílar voru sektaðir við Laugardalshöllina í dag en þar fór fram útskrift frá Háskóla Íslands.

Aldrei hafa fleiri verið útskrifast frá skólanum en alls var 2081 kandídat brautskráður frá skólanum í dag af öllum fræðasviðum.

Kristín Ingólfsdóttir, fráfarandi rektor, kom víða við í síðustu brautskráningarræðu og minnti meðal annars á mikilvægi nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×