Innlent

Sautján metra hvalur strandaði við Stykkishólm

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hvalurinn liggur nú skammt utan við Stykkishólm.
Hvalurinn liggur nú skammt utan við Stykkishólm. MYnd/sumarliði Ásgeirsson
Gríðarstóran hval rak að landi við Stakksey á Breiðafirði en dýrið er um 17 metrar á lengd. Líklegt er að hvalurinn hafi strandað og drepist inni í víkinni í morgun.

Skessuhorn greindi fyrst frá strandinu en á vef blaðsins segir að félagar úr björgunarsveitinni Berserkjum í Stykkishólmi hafi farið í kvöld ásamt starfsfólki Náttúrustofu Vesturlands til að skoða hvalinn.

Þá hafði verið búið að flæða yfir bakugga skepnunnar og því ekki verið hægt að skera úr um það með góðu móti um hvaða tegund sé að ræða. Talið er þó að um annað hvort sé að ræða steypireyði eða langreyði.

Tegundirnar eru stærstu sjávardýrin og þá er jafnvel talið að steypireiðar séu stærstu spendýr sem nokkru sinni hafi lifað á jörðinni. Ráðgert er að fara í eyjuna annað kvöld til að ná hræinu af strandstað

Fleiri myndir má nálgast á vef Skessuhorns en þær tók Sumarliði Ásgeirsson, ljósmyndari blaðsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×