Fyrrverandi starfsmaður MP banka dæmdur í fangelsi fyrir tugmilljóna fjárdrátt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2015 11:40 Konan var ákærð fyrir að hafa dregið sér um 60 milljónir króna en hún millifærði tæpar 50 milljónir á bankareikninga móður sinnar í 110 færslum. vísir/valli Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Guðlaugu Sigríði Arnórsdóttur, fyrrverandi starfsmann MP banka, í tveggja ára fangelsi fyrir tugmilljóna króna fjárdrátt á tímabilinu 13. desember 2012 til 18. febrúar 2015. Tuttugu og tveir mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir og hún þarf því að sitja inni í tvo mánuði. Auk þessa var konunni gert að greiða MP banka rúmar 60 milljónir króna með vöxtum. Konan var ákærð fyrir að hafa dregið sér um 60 milljónir króna en hún millifærði tæpar 50 milljónir á bankareikninga móður sinnar í 110 færslum.Millifærði á reikninga Íbúðalánasjóðs og Landsbankans Þá millifærði hún rúmar 5 milljónir á reikning Íbúðalánasjóðs „til uppgreiðslu og til greiðslu á eftirstöðvum áfallinga gjalddaga og kostnaðar, veðskuldabréfs nr. [...], sem upphaflega var útgefið af hálfu ákærðu til Frjálsa fjárfestingarbankans [...],“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Auk þessa millifærði konan um 5,5 milljónir króna á reikning Landsbankans, einnig vegna uppgreiðslu og greiðslu á eftirstöðvum áfallinna gjalddaga og veðskuldabréfs. Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en hún hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Var litið til þess við ákvörðun refsingar að hún játaði auk þess sem hún hefur greitt til baka rúma hálfa milljón króna. Til refsiþyngingar komi hins vegar hversu stórfellt brot hennar sé en það náði yfir 26 mánaða tímabil.Tekur tillit til aðstæðna konunnar Fyrir dómi var lagt fram læknisvottorð vegna veikinda konunnar og tekur dómurinn tillit til aðstæðna konunnar og veikinda hennar. Þó er tekið fram að þetta réttlæti ekki háttsemi hennar. Verjandi konunnar vísaði meðal annars til dóms Hæstaréttar frá árinu 2011 þegar kona var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt en 22 mánuðir refsingarinnar voru þá skilorðsbundnir. Var það að hluta til vegna sérstakra aðstæðna konunnar. Héraðsdómur dregur ekki í efa nú að aðstæður konunnar sem starfaði hjá MP banka séu erfiðar „en að virtu öllu því sem að framan greinir, en með hliðsjón af því hversu stórfellt brot ákærðu var og á hve löngum tíma það var framið þykir ekki unnt að skilorðsbinda refsingu ákærðu að öllu leyti, heldur skal fresta fullnustu 22 mánaða refsingarinnar og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.“ Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt í MP banka Misfellur sáust þegar starfsmaður í bakvinnslu reyndi að láta uppgjör stemma 18. mars 2015 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Guðlaugu Sigríði Arnórsdóttur, fyrrverandi starfsmann MP banka, í tveggja ára fangelsi fyrir tugmilljóna króna fjárdrátt á tímabilinu 13. desember 2012 til 18. febrúar 2015. Tuttugu og tveir mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir og hún þarf því að sitja inni í tvo mánuði. Auk þessa var konunni gert að greiða MP banka rúmar 60 milljónir króna með vöxtum. Konan var ákærð fyrir að hafa dregið sér um 60 milljónir króna en hún millifærði tæpar 50 milljónir á bankareikninga móður sinnar í 110 færslum.Millifærði á reikninga Íbúðalánasjóðs og Landsbankans Þá millifærði hún rúmar 5 milljónir á reikning Íbúðalánasjóðs „til uppgreiðslu og til greiðslu á eftirstöðvum áfallinga gjalddaga og kostnaðar, veðskuldabréfs nr. [...], sem upphaflega var útgefið af hálfu ákærðu til Frjálsa fjárfestingarbankans [...],“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Auk þessa millifærði konan um 5,5 milljónir króna á reikning Landsbankans, einnig vegna uppgreiðslu og greiðslu á eftirstöðvum áfallinna gjalddaga og veðskuldabréfs. Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en hún hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Var litið til þess við ákvörðun refsingar að hún játaði auk þess sem hún hefur greitt til baka rúma hálfa milljón króna. Til refsiþyngingar komi hins vegar hversu stórfellt brot hennar sé en það náði yfir 26 mánaða tímabil.Tekur tillit til aðstæðna konunnar Fyrir dómi var lagt fram læknisvottorð vegna veikinda konunnar og tekur dómurinn tillit til aðstæðna konunnar og veikinda hennar. Þó er tekið fram að þetta réttlæti ekki háttsemi hennar. Verjandi konunnar vísaði meðal annars til dóms Hæstaréttar frá árinu 2011 þegar kona var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt en 22 mánuðir refsingarinnar voru þá skilorðsbundnir. Var það að hluta til vegna sérstakra aðstæðna konunnar. Héraðsdómur dregur ekki í efa nú að aðstæður konunnar sem starfaði hjá MP banka séu erfiðar „en að virtu öllu því sem að framan greinir, en með hliðsjón af því hversu stórfellt brot ákærðu var og á hve löngum tíma það var framið þykir ekki unnt að skilorðsbinda refsingu ákærðu að öllu leyti, heldur skal fresta fullnustu 22 mánaða refsingarinnar og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.“
Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt í MP banka Misfellur sáust þegar starfsmaður í bakvinnslu reyndi að láta uppgjör stemma 18. mars 2015 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Rannsaka fjárdrátt í MP banka Misfellur sáust þegar starfsmaður í bakvinnslu reyndi að láta uppgjör stemma 18. mars 2015 07:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent