Fyrrverandi starfsmaður MP banka dæmdur í fangelsi fyrir tugmilljóna fjárdrátt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2015 11:40 Konan var ákærð fyrir að hafa dregið sér um 60 milljónir króna en hún millifærði tæpar 50 milljónir á bankareikninga móður sinnar í 110 færslum. vísir/valli Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Guðlaugu Sigríði Arnórsdóttur, fyrrverandi starfsmann MP banka, í tveggja ára fangelsi fyrir tugmilljóna króna fjárdrátt á tímabilinu 13. desember 2012 til 18. febrúar 2015. Tuttugu og tveir mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir og hún þarf því að sitja inni í tvo mánuði. Auk þessa var konunni gert að greiða MP banka rúmar 60 milljónir króna með vöxtum. Konan var ákærð fyrir að hafa dregið sér um 60 milljónir króna en hún millifærði tæpar 50 milljónir á bankareikninga móður sinnar í 110 færslum.Millifærði á reikninga Íbúðalánasjóðs og Landsbankans Þá millifærði hún rúmar 5 milljónir á reikning Íbúðalánasjóðs „til uppgreiðslu og til greiðslu á eftirstöðvum áfallinga gjalddaga og kostnaðar, veðskuldabréfs nr. [...], sem upphaflega var útgefið af hálfu ákærðu til Frjálsa fjárfestingarbankans [...],“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Auk þessa millifærði konan um 5,5 milljónir króna á reikning Landsbankans, einnig vegna uppgreiðslu og greiðslu á eftirstöðvum áfallinna gjalddaga og veðskuldabréfs. Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en hún hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Var litið til þess við ákvörðun refsingar að hún játaði auk þess sem hún hefur greitt til baka rúma hálfa milljón króna. Til refsiþyngingar komi hins vegar hversu stórfellt brot hennar sé en það náði yfir 26 mánaða tímabil.Tekur tillit til aðstæðna konunnar Fyrir dómi var lagt fram læknisvottorð vegna veikinda konunnar og tekur dómurinn tillit til aðstæðna konunnar og veikinda hennar. Þó er tekið fram að þetta réttlæti ekki háttsemi hennar. Verjandi konunnar vísaði meðal annars til dóms Hæstaréttar frá árinu 2011 þegar kona var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt en 22 mánuðir refsingarinnar voru þá skilorðsbundnir. Var það að hluta til vegna sérstakra aðstæðna konunnar. Héraðsdómur dregur ekki í efa nú að aðstæður konunnar sem starfaði hjá MP banka séu erfiðar „en að virtu öllu því sem að framan greinir, en með hliðsjón af því hversu stórfellt brot ákærðu var og á hve löngum tíma það var framið þykir ekki unnt að skilorðsbinda refsingu ákærðu að öllu leyti, heldur skal fresta fullnustu 22 mánaða refsingarinnar og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.“ Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt í MP banka Misfellur sáust þegar starfsmaður í bakvinnslu reyndi að láta uppgjör stemma 18. mars 2015 07:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Guðlaugu Sigríði Arnórsdóttur, fyrrverandi starfsmann MP banka, í tveggja ára fangelsi fyrir tugmilljóna króna fjárdrátt á tímabilinu 13. desember 2012 til 18. febrúar 2015. Tuttugu og tveir mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir og hún þarf því að sitja inni í tvo mánuði. Auk þessa var konunni gert að greiða MP banka rúmar 60 milljónir króna með vöxtum. Konan var ákærð fyrir að hafa dregið sér um 60 milljónir króna en hún millifærði tæpar 50 milljónir á bankareikninga móður sinnar í 110 færslum.Millifærði á reikninga Íbúðalánasjóðs og Landsbankans Þá millifærði hún rúmar 5 milljónir á reikning Íbúðalánasjóðs „til uppgreiðslu og til greiðslu á eftirstöðvum áfallinga gjalddaga og kostnaðar, veðskuldabréfs nr. [...], sem upphaflega var útgefið af hálfu ákærðu til Frjálsa fjárfestingarbankans [...],“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Auk þessa millifærði konan um 5,5 milljónir króna á reikning Landsbankans, einnig vegna uppgreiðslu og greiðslu á eftirstöðvum áfallinna gjalddaga og veðskuldabréfs. Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en hún hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Var litið til þess við ákvörðun refsingar að hún játaði auk þess sem hún hefur greitt til baka rúma hálfa milljón króna. Til refsiþyngingar komi hins vegar hversu stórfellt brot hennar sé en það náði yfir 26 mánaða tímabil.Tekur tillit til aðstæðna konunnar Fyrir dómi var lagt fram læknisvottorð vegna veikinda konunnar og tekur dómurinn tillit til aðstæðna konunnar og veikinda hennar. Þó er tekið fram að þetta réttlæti ekki háttsemi hennar. Verjandi konunnar vísaði meðal annars til dóms Hæstaréttar frá árinu 2011 þegar kona var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt en 22 mánuðir refsingarinnar voru þá skilorðsbundnir. Var það að hluta til vegna sérstakra aðstæðna konunnar. Héraðsdómur dregur ekki í efa nú að aðstæður konunnar sem starfaði hjá MP banka séu erfiðar „en að virtu öllu því sem að framan greinir, en með hliðsjón af því hversu stórfellt brot ákærðu var og á hve löngum tíma það var framið þykir ekki unnt að skilorðsbinda refsingu ákærðu að öllu leyti, heldur skal fresta fullnustu 22 mánaða refsingarinnar og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.“
Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt í MP banka Misfellur sáust þegar starfsmaður í bakvinnslu reyndi að láta uppgjör stemma 18. mars 2015 07:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Rannsaka fjárdrátt í MP banka Misfellur sáust þegar starfsmaður í bakvinnslu reyndi að láta uppgjör stemma 18. mars 2015 07:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði