Innlent

Nagladekk bönnuð í Reykjavík

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Nagladekk eru ekki leyfilega á götum Reykjavíkurborgar eftir 15. apríl. Borgin telur þau vera óþörf á götum borgarinnar, enda eyði þau götum borgarinnar margfalt hraðar en önnur dekk. Þá eiga þau hlut í svifryks- og hávaðamengun.

Við talningu 3. mars síðastliðinn, reyndist hlutfall nagladekkja vera 34 prósent, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Það er ívið hærri tala en í fyrra, en þá voru 28 prósent bíla á nagladekkjum. Árið 2013 var hlutfalli 35 prósent og árið 2012 var það 36 prósent.

Reykjavíkurborg hvetur ökumenn til að skipta um hjólbarða. Þrátt fyrir hátt hlutfall nagladekkja hefur styrkur svifryks aðeins einu sinni farið yfir heilsuverndarmörk á árinu. Ástæða þess er sögð vera að fremur úrkomusamt hefur verið í borginni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist þó ekki ætla að sekta fólk þar sem vetraraðstæður séu enn ríkjandi. Sektir munu byrja þegar aðstæður batna.

Á morgun lýkur formlegum tíma nagladekkja, en þau eru almennt leyfð til 15 apríl vetur hvern. Þar sem vetraraðstæður eru...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Tuesday, April 14, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×