Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. maí 2015 18:17 Á meðal þeirra sem taka þátt í ráðstefnunni eru Christine Lagarde og Geena Davis. Vísir/Getty/GVA Ekki verður á allra færi að sækja ráðstefnu í Hörpu í sumar þar sem fjallað verður um kynjamisrétti því á hana kostar 750 evrur sem jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Þetta verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt eins og fram hefur komið. Ráðstefnan er að sögn Höllu Tómasdóttur, ráðstefnustjóra, alþjóðlegt samtal um bestu leiðirnar til að brúa kynjamuninn. Hún ræddi við Fréttatímann í apríl. Þetta kemur fram á vefsíðu ráðstefnunnar. Innifalið í verðinu er tveggja daga ráðstefna, kvöldverður með íslenskum sjávarréttum og „bright ideas lunch“. Á síðunni er möguleiki gefinn á því að leggja einstaklingum lið sem eiga ekki næga fjármuni til að greiða þátttökugjaldið með því að leggja til 50 evrur eða tæplega 7500 krónur. Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í ráðstefnunni meðal annarra. Einnig verða nokkrir íslenskir stjórnmálamenn meðal þátttakenda. Þar má nefna Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, utanríkisráðherra, Jón Gnarr fyrrum borgarstjóra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem starfar um þessar mundir hjá UN Women. Ráðstefnan verður dagana 18. - 19. júní. Ekki náðist í Höllu Tómasdóttur, ráðstefnustjóra í dag. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ekki verður á allra færi að sækja ráðstefnu í Hörpu í sumar þar sem fjallað verður um kynjamisrétti því á hana kostar 750 evrur sem jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Þetta verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt eins og fram hefur komið. Ráðstefnan er að sögn Höllu Tómasdóttur, ráðstefnustjóra, alþjóðlegt samtal um bestu leiðirnar til að brúa kynjamuninn. Hún ræddi við Fréttatímann í apríl. Þetta kemur fram á vefsíðu ráðstefnunnar. Innifalið í verðinu er tveggja daga ráðstefna, kvöldverður með íslenskum sjávarréttum og „bright ideas lunch“. Á síðunni er möguleiki gefinn á því að leggja einstaklingum lið sem eiga ekki næga fjármuni til að greiða þátttökugjaldið með því að leggja til 50 evrur eða tæplega 7500 krónur. Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í ráðstefnunni meðal annarra. Einnig verða nokkrir íslenskir stjórnmálamenn meðal þátttakenda. Þar má nefna Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, utanríkisráðherra, Jón Gnarr fyrrum borgarstjóra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem starfar um þessar mundir hjá UN Women. Ráðstefnan verður dagana 18. - 19. júní. Ekki náðist í Höllu Tómasdóttur, ráðstefnustjóra í dag.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira