Pálmi Gestsson sættist við organistann Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2015 12:25 Pálmi ásamt félögum við hundaþjálfun. Hann telur mikinn misskilning búa að baki þeim ákúrum sem Pálmi hefur mátt sæta vegna þjálfunarinnar. Pétur Alan Eins og Vísir greindi frá í morgun mátti Pálmi Gestsson, leikari og veiðimaður, sitja undir ásökunum um hrottaskap við þjálfun hunds síns. Eyþór Ingi Jónsson organisti á Akureyri greindi frá því að hann stundaði það að skjóta máva og henda svo út í á til að kenna hundinum að sækja. Málið hefur þróast út í athyglisverð skoðanaskipti um hvað siðlegt má teljast í tengslum við skotveiðar. Þeir Pálmi og Eyþór hafa nú rætt saman og sæst. Eyþór Ingi greinir ítarlega frá því á Facebooksíðu sinni. Viðurkennir að hann hefði ekki átt að draga nafn Pálma inn í umræðuna, segir það fljótfærni. En, Eyþór Ingi segist standa við það annað sem fram komi, svo sem það að við berum ábyrgð á velferð fuglastofna og sumir stofnar sem skotnir eru að ástæðulausu, eru komnir á válista og er t.d. svartbakur nánast útdauður við Eyjafjörð, amk sunnanverðan.“Versta að missa frá sér særðan fuglEyþór greinir svo frá því að hann hafi átt afar gott spjall við Pálma og birtir, með leyfi hans, svar leikarans. Þar útskýrir Pálmi hvers vegna þessi háttur er hafður á. „Það versta sem fyrir veiðimann getur komið á veiðum er að missa frá sér særðan fugl, eða týna fugli sem búið er að veiða. Þess vegna þjálfum við upp hunda til að finna særða eða týnda fugla. Í öllum siðsömum þjóðfélögum (eins og til dæmis á Norðurlöndunum) fær engin að fara til fuglaveiða nema vera með veiðihund sem hefur staðist þau próf sem við vorum einmitt að taka þátt í þarna á Melgerðismelum. Til þess að þjálfa þetta verðum við að hafa raunverulega fugla. Fyrir sunnan er yfirleitt leitað til meindýraeyða borgarinnar um fugla. Ekki veit ég reyndar hvernig þessir fuglar sem við notuðum fyrir norðan voru tilkomnir enda kannski aukaatriði. Sjálfur hef ég stundum haldið eftir 2-3 svarfuglum í hamnum til að þjálfa minn hund, en að öðru leyti borða ég allt sem ég veiði,“ segir Pálmi.Rétt að beina hneykslan sinni í aðrar áttir Pálmi segir jafnframt að ef Eyþór sé viðkvæmur fyrir veiðum yfirleitt þá sé það hans mál og lítið sem hann geti gert í því. „En með þessu brölti okkar erum við að stunda fuglaveiðar á eins siðsaman hátt og kostur er. En eins og ég segi ef þú ert yfirleitt á móti veiðum eða dýradrápi myndi ég ráðleggja þér (í fullri vinsemd) að huga frekar að aðbúnaði og svokölluðu "uppeldi" sláturdýra s.s kjúklinga, alianda gæsa osfrv osfrv.. heldur en að vera abbast uppá þá sem eru þó að reyna að hafa sem mest siðferði í veiðunum. Þar er virkilega þörf á að hneykslast og taka til hendinni.“ Eyþór Ingi lætur þess getið að hann sé með byssuleyfi, stundi fuglaveiðar og sé alls ekki viðkvæmur fyrir veiðum á sterkum stofnum. „Svo framarlega að þær séu til eigin nota, ekki sölu og þá sjaldan að fuglar valdi virkilega stórum eignaspjöllum. Ég er ósammála því að veiða megi fugla til annars.“Fylgist með Pálma Gestssyni og öðrum köllum á N4 að monta sig í Eyjafirði yfir veiðihundunum sínum sem þeir þjálfa með a...Posted by Eyþór Ingi Jónsson on 2. júlí 2015 Tengdar fréttir Pálmi vændur um óþokkahátt við þjálfun hunds síns Holskefla svívirðinga hvolfast yfir Pálma Gestsson á Facebook. 3. júlí 2015 09:44 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun mátti Pálmi Gestsson, leikari og veiðimaður, sitja undir ásökunum um hrottaskap við þjálfun hunds síns. Eyþór Ingi Jónsson organisti á Akureyri greindi frá því að hann stundaði það að skjóta máva og henda svo út í á til að kenna hundinum að sækja. Málið hefur þróast út í athyglisverð skoðanaskipti um hvað siðlegt má teljast í tengslum við skotveiðar. Þeir Pálmi og Eyþór hafa nú rætt saman og sæst. Eyþór Ingi greinir ítarlega frá því á Facebooksíðu sinni. Viðurkennir að hann hefði ekki átt að draga nafn Pálma inn í umræðuna, segir það fljótfærni. En, Eyþór Ingi segist standa við það annað sem fram komi, svo sem það að við berum ábyrgð á velferð fuglastofna og sumir stofnar sem skotnir eru að ástæðulausu, eru komnir á válista og er t.d. svartbakur nánast útdauður við Eyjafjörð, amk sunnanverðan.“Versta að missa frá sér særðan fuglEyþór greinir svo frá því að hann hafi átt afar gott spjall við Pálma og birtir, með leyfi hans, svar leikarans. Þar útskýrir Pálmi hvers vegna þessi háttur er hafður á. „Það versta sem fyrir veiðimann getur komið á veiðum er að missa frá sér særðan fugl, eða týna fugli sem búið er að veiða. Þess vegna þjálfum við upp hunda til að finna særða eða týnda fugla. Í öllum siðsömum þjóðfélögum (eins og til dæmis á Norðurlöndunum) fær engin að fara til fuglaveiða nema vera með veiðihund sem hefur staðist þau próf sem við vorum einmitt að taka þátt í þarna á Melgerðismelum. Til þess að þjálfa þetta verðum við að hafa raunverulega fugla. Fyrir sunnan er yfirleitt leitað til meindýraeyða borgarinnar um fugla. Ekki veit ég reyndar hvernig þessir fuglar sem við notuðum fyrir norðan voru tilkomnir enda kannski aukaatriði. Sjálfur hef ég stundum haldið eftir 2-3 svarfuglum í hamnum til að þjálfa minn hund, en að öðru leyti borða ég allt sem ég veiði,“ segir Pálmi.Rétt að beina hneykslan sinni í aðrar áttir Pálmi segir jafnframt að ef Eyþór sé viðkvæmur fyrir veiðum yfirleitt þá sé það hans mál og lítið sem hann geti gert í því. „En með þessu brölti okkar erum við að stunda fuglaveiðar á eins siðsaman hátt og kostur er. En eins og ég segi ef þú ert yfirleitt á móti veiðum eða dýradrápi myndi ég ráðleggja þér (í fullri vinsemd) að huga frekar að aðbúnaði og svokölluðu "uppeldi" sláturdýra s.s kjúklinga, alianda gæsa osfrv osfrv.. heldur en að vera abbast uppá þá sem eru þó að reyna að hafa sem mest siðferði í veiðunum. Þar er virkilega þörf á að hneykslast og taka til hendinni.“ Eyþór Ingi lætur þess getið að hann sé með byssuleyfi, stundi fuglaveiðar og sé alls ekki viðkvæmur fyrir veiðum á sterkum stofnum. „Svo framarlega að þær séu til eigin nota, ekki sölu og þá sjaldan að fuglar valdi virkilega stórum eignaspjöllum. Ég er ósammála því að veiða megi fugla til annars.“Fylgist með Pálma Gestssyni og öðrum köllum á N4 að monta sig í Eyjafirði yfir veiðihundunum sínum sem þeir þjálfa með a...Posted by Eyþór Ingi Jónsson on 2. júlí 2015
Tengdar fréttir Pálmi vændur um óþokkahátt við þjálfun hunds síns Holskefla svívirðinga hvolfast yfir Pálma Gestsson á Facebook. 3. júlí 2015 09:44 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Pálmi vændur um óþokkahátt við þjálfun hunds síns Holskefla svívirðinga hvolfast yfir Pálma Gestsson á Facebook. 3. júlí 2015 09:44