Pálmi vændur um óþokkahátt við þjálfun hunds síns Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2015 09:44 Pálmi Gestsson og félagar hans við þjálfun hunda sinna. Pálmi hefur lagt mikið í þjálfun hunds síns en er nú vændur um hrottafengnar aðferðir við að ná fram því besta í honum. Pétur Alan Hljóðið í Pálma Gestssyni, leikaranum kunna og veiðimanni, er þungt þegar hann svarar ávirðingum sem á hann eru bornar á Facebook. „Það er oft gott að kynna sér málin áður en maður fer að gaspra með tilfinningaklámi út í loftið um eitthvað sem maður hefur enga þekkingu á,“ segir Pálmi. Það sem um ræðir er Facebookfærsla sem Eyþór Ingi Jónsson organisti við Akureyrarkirkju og fuglavinur, skrifar. Þar fordæmir hann Pálma og hans aðferðir við þjálfun hunds síns. „Fylgist með Pálma Gestssyni og öðrum köllum á N4 að monta sig í Eyjafirði yfir veiðihundunum sínum sem þeir þjálfa með því að skjóta máfa og svartfugl. Er virðingarleysi fyrir náttúrunni orðið algjört? Sér enginn siðleysi í því að drepa fugla til að henda þeim út í Eyjafjarðará svo hundar þeirra geti synt eftir þeim? Það er ekki „veiðiskapur“ að drepa fugl til að þjálfa hunda. Það er heldur ekki réttlætanlegt dráp til að koma í veg fyrir skaða.“ Pálmi segir að þarna skrifi „Einhver Akureyringur sem virðist hafa takmarkaða þekkingu á þjálfun veiðihunda og veiðiprófa. Kommentin sem á eftir fylgja kæri ég mig ekki um að lesa oft,“ segir Pálmi. Hann segir jafnframt að velkomið sé að rökræða vði Eyþór Inga en til þess þurfi hann að vera vinur hans á fb, sem hann er ekki. Þeir sem fylgjast með Pálma á Facebook vita að hann hefur lagt gríðarlega mikið í þjálfun hunds síns, tekið þátt í námsskeiðum og er stoltur af hundi sínum – og má vera það. Athugsemdirnar á fb-vegg Eyþórs Inga eru afdráttarlausar, ein svohljóðandi: „Þvílíkir óþokkar sem þetta eru, þeir ættu skilið að bæði byssur og hundar væru tekin af þeim og þeim sjálfum stungið inn fyrir svona athæfi.“Fylgist með Pálma Gestssyni og öðrum köllum á N4 að monta sig í Eyjafirði yfir veiðihundunum sínum sem þeir þjálfa með a...Posted by Eyþór Ingi Jónsson on Thursday, July 2, 2015 Þetta skrifar einhver Akureyringur sem virðist hafa takmarkaða þekkingu á þjálfun veiðihunda og veiðiprófa. Kommentin...Posted by Pálmi Gestsson on Thursday, July 2, 2015 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Hljóðið í Pálma Gestssyni, leikaranum kunna og veiðimanni, er þungt þegar hann svarar ávirðingum sem á hann eru bornar á Facebook. „Það er oft gott að kynna sér málin áður en maður fer að gaspra með tilfinningaklámi út í loftið um eitthvað sem maður hefur enga þekkingu á,“ segir Pálmi. Það sem um ræðir er Facebookfærsla sem Eyþór Ingi Jónsson organisti við Akureyrarkirkju og fuglavinur, skrifar. Þar fordæmir hann Pálma og hans aðferðir við þjálfun hunds síns. „Fylgist með Pálma Gestssyni og öðrum köllum á N4 að monta sig í Eyjafirði yfir veiðihundunum sínum sem þeir þjálfa með því að skjóta máfa og svartfugl. Er virðingarleysi fyrir náttúrunni orðið algjört? Sér enginn siðleysi í því að drepa fugla til að henda þeim út í Eyjafjarðará svo hundar þeirra geti synt eftir þeim? Það er ekki „veiðiskapur“ að drepa fugl til að þjálfa hunda. Það er heldur ekki réttlætanlegt dráp til að koma í veg fyrir skaða.“ Pálmi segir að þarna skrifi „Einhver Akureyringur sem virðist hafa takmarkaða þekkingu á þjálfun veiðihunda og veiðiprófa. Kommentin sem á eftir fylgja kæri ég mig ekki um að lesa oft,“ segir Pálmi. Hann segir jafnframt að velkomið sé að rökræða vði Eyþór Inga en til þess þurfi hann að vera vinur hans á fb, sem hann er ekki. Þeir sem fylgjast með Pálma á Facebook vita að hann hefur lagt gríðarlega mikið í þjálfun hunds síns, tekið þátt í námsskeiðum og er stoltur af hundi sínum – og má vera það. Athugsemdirnar á fb-vegg Eyþórs Inga eru afdráttarlausar, ein svohljóðandi: „Þvílíkir óþokkar sem þetta eru, þeir ættu skilið að bæði byssur og hundar væru tekin af þeim og þeim sjálfum stungið inn fyrir svona athæfi.“Fylgist með Pálma Gestssyni og öðrum köllum á N4 að monta sig í Eyjafirði yfir veiðihundunum sínum sem þeir þjálfa með a...Posted by Eyþór Ingi Jónsson on Thursday, July 2, 2015 Þetta skrifar einhver Akureyringur sem virðist hafa takmarkaða þekkingu á þjálfun veiðihunda og veiðiprófa. Kommentin...Posted by Pálmi Gestsson on Thursday, July 2, 2015
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira