Magna Carta í 800 ár Stuart Gill skrifar 16. júní 2015 07:00 Í þessari viku eru réttar átta aldir liðnar frá því Magna Carta var samið, eitt mikilvægasta lagaskjal allra tíma. Það er mikið í það vitnað (reyndar oft á rangan hátt) og því haldið á lofti sem einum af hornsteinunum í þróun hins vestræna réttarríkis. Nelson Mandela, Thomas Jefferson, Winston Churchill og ótal aðrir hafa sótt innblástur í þennan merka miðaldatexta. Magna Carta var innsiglað hinn 15. júní 1215. Markaði sá atburður fyrsta áfangann að þróun þingræðis í Bretlandi og skjalfestum réttindum einstaklingsins, sem er grunnurinn að gildum okkar og mörgum þeirra stjórnarskrárbundnu réttinda sem breskir borgarar njóta nú á dögum. En hvað er svona merkilegt við skjal, sem ritað var nærri þremur öldum eftir að Alþingi Íslendinga var stofnað? Hvað átti sér stað þegar Jóhann I., þáverandi Englandskonungur, og nokkrir óstýrilátir aðalsmenn söfnuðust saman á afskekktum grasvelli í Suður-Englandi? Í stuttu máli sagt voru þeir að reyna að útkljá ágreiningsmál sín. Barónarnir voru reiðir konungi vegna þess sem þeir töldu ósvífna skattheimtu og hneigð konungs til að stela landi þeirra og drepa óvini sína. Jóhann konungur var ekki þekktur fyrir löghlýðni. Reyndar taldi hann sig sjálfan standa ofar lögunum. Einmitt þarna lá vandinn. Í augum barónanna hafði konungurinn gengið endalaust á rétt þeirra árum saman og nú vildu þeir sjá breytingar. Magna Carta – eða „Samningurinn mikli“ – var um 3.500 orða langur latneskur texti sem setti völdum konungs skorður. Sumir sagnfræðingar hafa skemmt sér við að gera lítið úr ýmsum ákvæðum Magna Carta, en fáein ákvæði hafa sannarlega staðist tímans tönn, ekki síst þetta: „Engan frjálsan mann má handtaka, fangelsa, svipta eigum sínum eða gera útlægan, né eyðileggja á nokkurn hátt, […] nema að undangengnu réttarhaldi jafningja sinna eða hann sé dæmdur að landslögum.“ Og: „Engum munum vér selja né neita um rétt eða réttmætt réttarhald.“ Með nokkrum pennastrikum höfðu hinar hatrömmu deilur konungs og landeignaraðals Englands fætt af sér grundvallarreglu réttarríkisins og þá meginreglu að enginn væri ofar lögunum – ekki einu sinni konungurinn. Átta öldum síðar er ánægjulegt að geta haldið því til haga að þessar meginreglur eru í heiðri hafðar enn í dag í löndum okkar. Við deilum þessum gildum og vinnum saman að því að viðhalda þeim. Um leið og ég óska lesendum til hamingju með afmælisviku Magna Carta vil ég hvetja þá til að kynna sér ítarefni á samfélagsmiðlagáttum sendiráðsins á Facebook og Twitter, UkinIceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í þessari viku eru réttar átta aldir liðnar frá því Magna Carta var samið, eitt mikilvægasta lagaskjal allra tíma. Það er mikið í það vitnað (reyndar oft á rangan hátt) og því haldið á lofti sem einum af hornsteinunum í þróun hins vestræna réttarríkis. Nelson Mandela, Thomas Jefferson, Winston Churchill og ótal aðrir hafa sótt innblástur í þennan merka miðaldatexta. Magna Carta var innsiglað hinn 15. júní 1215. Markaði sá atburður fyrsta áfangann að þróun þingræðis í Bretlandi og skjalfestum réttindum einstaklingsins, sem er grunnurinn að gildum okkar og mörgum þeirra stjórnarskrárbundnu réttinda sem breskir borgarar njóta nú á dögum. En hvað er svona merkilegt við skjal, sem ritað var nærri þremur öldum eftir að Alþingi Íslendinga var stofnað? Hvað átti sér stað þegar Jóhann I., þáverandi Englandskonungur, og nokkrir óstýrilátir aðalsmenn söfnuðust saman á afskekktum grasvelli í Suður-Englandi? Í stuttu máli sagt voru þeir að reyna að útkljá ágreiningsmál sín. Barónarnir voru reiðir konungi vegna þess sem þeir töldu ósvífna skattheimtu og hneigð konungs til að stela landi þeirra og drepa óvini sína. Jóhann konungur var ekki þekktur fyrir löghlýðni. Reyndar taldi hann sig sjálfan standa ofar lögunum. Einmitt þarna lá vandinn. Í augum barónanna hafði konungurinn gengið endalaust á rétt þeirra árum saman og nú vildu þeir sjá breytingar. Magna Carta – eða „Samningurinn mikli“ – var um 3.500 orða langur latneskur texti sem setti völdum konungs skorður. Sumir sagnfræðingar hafa skemmt sér við að gera lítið úr ýmsum ákvæðum Magna Carta, en fáein ákvæði hafa sannarlega staðist tímans tönn, ekki síst þetta: „Engan frjálsan mann má handtaka, fangelsa, svipta eigum sínum eða gera útlægan, né eyðileggja á nokkurn hátt, […] nema að undangengnu réttarhaldi jafningja sinna eða hann sé dæmdur að landslögum.“ Og: „Engum munum vér selja né neita um rétt eða réttmætt réttarhald.“ Með nokkrum pennastrikum höfðu hinar hatrömmu deilur konungs og landeignaraðals Englands fætt af sér grundvallarreglu réttarríkisins og þá meginreglu að enginn væri ofar lögunum – ekki einu sinni konungurinn. Átta öldum síðar er ánægjulegt að geta haldið því til haga að þessar meginreglur eru í heiðri hafðar enn í dag í löndum okkar. Við deilum þessum gildum og vinnum saman að því að viðhalda þeim. Um leið og ég óska lesendum til hamingju með afmælisviku Magna Carta vil ég hvetja þá til að kynna sér ítarefni á samfélagsmiðlagáttum sendiráðsins á Facebook og Twitter, UkinIceland.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun