Stendur ekki undir rekstri að öllu jöfnu Sveinn Arnarsson skrifar 16. júní 2015 07:00 Oddvitar meirihluta- og minnihlutaflokkanna eru ósammála um fjárhagsstöðu bæjarins. Núverandi meirihluti telur þetta ákveðinn fortíðarvanda en fyrrverandi meirihluti telur óvarlegt að leggja út frá þessum tölum. vísir/valli Rekstur Hafnarfjarðarkaupstaðar stendur ekki undir sér ef marka má skýrslu Íslandsbanka um fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélagið sé yfirskuldsett og daglegur rekstur þess standi ekki undir skuldaálaginu að öllu jöfnu. Er Hafnarfjörður í sömu stöðu og Breiðdalshreppur og Reykjanesbær hvað þetta varðar. Athygli vekur að Íslandsbanki gerði sams konar úttekt á stöðu sveitarfélaganna í apríl í fyrra. Þá lágu til grundvallar ársreikningar fyrir árið 2013 og var þá Hafnarfjarðarkaupstaður talinn geta staðið vel undir öllum sínum skuldbindingum. Nú, þegar ársreikningar ársins 2014 eru teknir til skoðunar, kemur í ljós að staðan hefur versnað og samkvæmt sérfræðingum bankans lendir sveitarfélagið í erfiðleikum verði ekki tekið í taumana.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir þessa niðurstöðu Íslandsbanka staðfesta það sem sjálfstæðismenn hafi sagt á síðasta kjörtímabili um fjárhagsástand bæjarins. „Þetta kemur okkur ekki á óvart og staðfestir það sem við höfum verið að segja um fjárhagsstöðu bæjarins. Hér erum við að eiga við þann fortíðarvanda sem blasir við okkur og hefði ég svo sannarlega viljað taka við betra búi frá fyrrverandi meirihluta. En við munum leggja allt kapp á að haga málum þannig næstu misserin og árin að fjárhagsstaðan styrkist,“ segir Rósa.Gunnar Axel Axelsson Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar í minnihluta bæjarstjórnar, telur óvarlegt að draga of miklar ályktanir af þessari greiningu einni og sér og segir ástandið betra en skýrslan gefi til kynna. „Þetta er mæling á stöðunni eins og hún var í árslok 2014 sem er ekki endilega lýsandi fyrir getu sveitarfélagsins til að standa undir skuldum og skuldbindingum til lengri tíma litið. Í því samhengi er rétt að benda á að skuldaviðmiðið var 176 prósent í lok árs 2014 samanborðið við 221 prósent 2012 og afkoman árið 2013 var mjög góð,“ segir Gunnar Axel. „Það sem þarna ræður mestu eru áhrif dóms Hæstaréttar í mars sl. sem þýddi að 333 milljónir króna voru gjaldfærðar á árinu 2014 og um 500 milljóna króna viðbótarhækkun á lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins. Undirliggjandi rekstur Hafnarfjarðar er eftir sem áður mjög sterkur og málaflokkar innan áætlana,“ segir Gunnar Axel. Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Rekstur Hafnarfjarðarkaupstaðar stendur ekki undir sér ef marka má skýrslu Íslandsbanka um fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélagið sé yfirskuldsett og daglegur rekstur þess standi ekki undir skuldaálaginu að öllu jöfnu. Er Hafnarfjörður í sömu stöðu og Breiðdalshreppur og Reykjanesbær hvað þetta varðar. Athygli vekur að Íslandsbanki gerði sams konar úttekt á stöðu sveitarfélaganna í apríl í fyrra. Þá lágu til grundvallar ársreikningar fyrir árið 2013 og var þá Hafnarfjarðarkaupstaður talinn geta staðið vel undir öllum sínum skuldbindingum. Nú, þegar ársreikningar ársins 2014 eru teknir til skoðunar, kemur í ljós að staðan hefur versnað og samkvæmt sérfræðingum bankans lendir sveitarfélagið í erfiðleikum verði ekki tekið í taumana.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir þessa niðurstöðu Íslandsbanka staðfesta það sem sjálfstæðismenn hafi sagt á síðasta kjörtímabili um fjárhagsástand bæjarins. „Þetta kemur okkur ekki á óvart og staðfestir það sem við höfum verið að segja um fjárhagsstöðu bæjarins. Hér erum við að eiga við þann fortíðarvanda sem blasir við okkur og hefði ég svo sannarlega viljað taka við betra búi frá fyrrverandi meirihluta. En við munum leggja allt kapp á að haga málum þannig næstu misserin og árin að fjárhagsstaðan styrkist,“ segir Rósa.Gunnar Axel Axelsson Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar í minnihluta bæjarstjórnar, telur óvarlegt að draga of miklar ályktanir af þessari greiningu einni og sér og segir ástandið betra en skýrslan gefi til kynna. „Þetta er mæling á stöðunni eins og hún var í árslok 2014 sem er ekki endilega lýsandi fyrir getu sveitarfélagsins til að standa undir skuldum og skuldbindingum til lengri tíma litið. Í því samhengi er rétt að benda á að skuldaviðmiðið var 176 prósent í lok árs 2014 samanborðið við 221 prósent 2012 og afkoman árið 2013 var mjög góð,“ segir Gunnar Axel. „Það sem þarna ræður mestu eru áhrif dóms Hæstaréttar í mars sl. sem þýddi að 333 milljónir króna voru gjaldfærðar á árinu 2014 og um 500 milljóna króna viðbótarhækkun á lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins. Undirliggjandi rekstur Hafnarfjarðar er eftir sem áður mjög sterkur og málaflokkar innan áætlana,“ segir Gunnar Axel.
Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira