Innlent

Lífsgæðin best í Sviss: Ísland í fjórtánda sæti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ísland er talið öruggt á alþjóðlegan mælikvarða.
Ísland er talið öruggt á alþjóðlegan mælikvarða. vísir/gva
Ísland er í 14. sæti í nýrri úttekt á því hvar lífsgæði eru best í heiminum. Sviss er í efsta sæti listans, Danmörk tekur silfrið og Þýskaland bronsið. Lífsgæðin eru hins vegar verst á Kúbu, í Venesúela og Ghana.

Tölfræðin byggir á gögnum frá Numbeo sem safnað hefur saman upplýsingum um ýmsa þætti sem talið er að hafi áhrif á lífsgæði. Þar á meðal eru heilbrigðisþjónusta, öryggi, mengun og verðlag.

Vefsíðan MoveHub tók svo saman grafík út frá tölfræði Numbeo. Í umfjöllun MoveHub um Ísland segir að í samanburði við önnur vestræn ríki sé verðlag á Íslandi hátt. Hins vegar sé landið öruggt og heilbrigðisþjónusta góð auk þess sem hér sé lítil mengun á alþjóðlegan mælikvarða.

Courtesy of MoveHub: Quality of Life Around the World

Living Costs World Map




Fleiri fréttir

Sjá meira


×