Innlent

Atvinnulaus kona á besta aldri vann 60 milljónir í lóttói

Birgir Olgeirsson skrifar
Þessi vinningsupphæð kemur sér heldur betur vel þar sem vinningshafinn er atvinnulaus eftir að hafa misst vinnuna.
Þessi vinningsupphæð kemur sér heldur betur vel þar sem vinningshafinn er atvinnulaus eftir að hafa misst vinnuna. Vísir/Valli
Það var kona á besta aldri sem kom á skrifstofu Íslenskrar getspár í morgun í hálfgerðu áfalli með vinningsmiða upp á 60 milljónir króna frá Lottóútdrætti helgarinnar, en vinningsmiðinn var keyptur í Skalla Hraunbæ.

Aðspurð sagðist hún yfirleitt kaupa Lottó miða með völdum afmælisdögum en í þetta skipti hafi hún ákveðið að kaupa 10 raða sjálfvalsmiða sem var heldur betur happamiði. Hún áttaði sig ekki á því að hún væri með vinningsmiða í höndunum fyrr en hún kíkti á netið á sunnudeginum og ákvað að fara yfir tölurnar. Konan var ekki búin að segja eiginmanninum sínum þessi gleðitíðindi, því hún vildi fullvissa sig um að þetta væri örugglega raunveruleikinn að hún hefði unnið þessar 60 milljónir.

Þessi vinningsupphæð kemur sér heldur betur vel þar sem vinningshafinn er atvinnulaus eftir að hafa misst vinnuna.

Íslensk getspá óskar henni og fjölskyldu hennar hjartanlega til hamingju!




Fleiri fréttir

Sjá meira


×