Sú tala mun fara ört stækkandi næstu daga þar sem ljóst er að mikil vinna er fyrir höndum.
Ekki þurfa hátíðargestir að hafa áhyggjur af því að svelta á hátíðinni þar sem að veitingar að allra skapi verða seldar hvaðanæva um hátíðarsvæðið í þar til gerðum vögnum.
Þeir veitingastaðir sem þegar hafa bókað sig eru til dæmis Prikið, Súpuvagninn, Domino’s, Lobster Hut, Hamborgarafabrikkan, Lemon, Kaffitár, Valdís, Hafið, Vöffluvagninn, Kigali Snacks og SS Pylsur.
Dagskráin er komin inn á heimasíðu Secret Solstice. Síðustu forvöð að tryggja sér miða eru á næstu klukkustundum þar sem nánast uppselt er á hátíðina.

Kopar - 15% af mat
Geysir bistro - 10% af mat og drykk
Grillhúsið - 10% af mat og drykk
American Bar - 15% af drykk
KEX - 10% af mat
Hverfisgata 12 - 10% af mat
Public House - 15% af mat og drykk
Aðstandendur hátíðarinnar hvetja alla gesti til þess að sækja armböndin sín á fimmtudeginum til þess að forðast raðir. Hægt verður að sækja þau frá klukkan 14:00 til 22:00 við inngang svæðisins.
Hátíðarhliðin opna klukkan 12:00 á föstudaginn.


