Innlent

Makríll verður ekki framseljanlegur

Heimir Már Pétursson skrifar
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm
Þorsteinn Sæmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd Alþingis, segir ekki rétt eins og sagt var í hádegisfréttum Bylgjunnar, að samkvæmt breytingartillögu meirihluta nefndarinnar á makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra verði makríll framseljanlegur.

Samkvæmt breytingartillögunni verði makríl úthlutað til eins árs með reglugerð og úthlutunin stytt úr sex árum í þrjú.

Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að staðfesta ekki lög um makrílveiðar sem byggðu á frumvarpi sjávarútvegsráðherra og stjórnarandstaðan vill að málið verði geymt til haustsins og verði þá hluti af heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.

Þorsteinn segist telja að með breytingatillögunni sé verið að koma til móts við stjórnarandstöðuna og fólkið sem mótmælt hefur frumvarpinu.

„Við vonumst til þess að það skapist sátt um þetta,“ segir Þorsteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×