Segir breytingartillögu vegna makríls ekki vænlega til sátta Heimir Már Pétursson skrifar 16. júní 2015 15:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/gva Þingfundi sem hefjast átti klukkan ellefu í morgun hefur ítrekað verið frestað og er nú áætlað að hann hefjist klukkan 17. Ástæða seinkunarinnar er breytingtillaga frá meirihluta atvinnuveganefndar við frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn makrílveiða. Tillagan gerir ráð fyrir að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til þriggja ára í stað sex eins og gert var ráð fyrir í frumvarpi ráðherra og kvótinn verði ekki framseljanlegur, þótt menn geti skipt á honum og öðrum fisktegundum innan fiskveiðiársins. Þá geti menn ekki selt aflaheimildirnar varanlega frá sér. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, fundaði með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna vegna málsins fyrr í dag og segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna að þessi tillaga sé ekki leið til sátta. „Því miður tel ég það ekki vera. Þarna er verið að leggja fram þá tillögu að makríllinn verði núna hluti af hinu almenna kvótakerfi sem er auðvitað stórmál. Þetta er verið að leggja til núna meira en tveimur vikum eftir að starfsáætlun þingsins er lokið. Það hefur öllum verið ljóst að þetta er eitt af stóru, umdeildu málunum í þinginu. Það að leggja til með þessum hætti að makríllinn verði hluti af almenna kvótakerfinu, án þess að það sé komið neitt auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá, án þess að við höfum hugmynd um hvaða hugmyndir menn hafa um framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunarkerfisins, þetta er auðvitað ekki vænlegt til sátta.“ Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að staðfesta ekki lög um makrílveiðar sem byggðu á frumvarpi sjávarútvegsráðherra og stjórnarandstaðan vill að málið verði geymt til haustsins og verði þá hluti af heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Þorsteinn Sæmundsson fulltrúi Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd segir tillöguna koma til móts við stjórnarandstöðuna. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Þingfundi sem hefjast átti klukkan ellefu í morgun hefur ítrekað verið frestað og er nú áætlað að hann hefjist klukkan 17. Ástæða seinkunarinnar er breytingtillaga frá meirihluta atvinnuveganefndar við frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn makrílveiða. Tillagan gerir ráð fyrir að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til þriggja ára í stað sex eins og gert var ráð fyrir í frumvarpi ráðherra og kvótinn verði ekki framseljanlegur, þótt menn geti skipt á honum og öðrum fisktegundum innan fiskveiðiársins. Þá geti menn ekki selt aflaheimildirnar varanlega frá sér. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, fundaði með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna vegna málsins fyrr í dag og segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna að þessi tillaga sé ekki leið til sátta. „Því miður tel ég það ekki vera. Þarna er verið að leggja fram þá tillögu að makríllinn verði núna hluti af hinu almenna kvótakerfi sem er auðvitað stórmál. Þetta er verið að leggja til núna meira en tveimur vikum eftir að starfsáætlun þingsins er lokið. Það hefur öllum verið ljóst að þetta er eitt af stóru, umdeildu málunum í þinginu. Það að leggja til með þessum hætti að makríllinn verði hluti af almenna kvótakerfinu, án þess að það sé komið neitt auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá, án þess að við höfum hugmynd um hvaða hugmyndir menn hafa um framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunarkerfisins, þetta er auðvitað ekki vænlegt til sátta.“ Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að staðfesta ekki lög um makrílveiðar sem byggðu á frumvarpi sjávarútvegsráðherra og stjórnarandstaðan vill að málið verði geymt til haustsins og verði þá hluti af heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Þorsteinn Sæmundsson fulltrúi Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd segir tillöguna koma til móts við stjórnarandstöðuna.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira