„Störukeppni“ um LbhÍ Sveinn Hallgrímsson skrifar 8. október 2014 07:00 Í Fréttablaðinu 26. september 2014 er grein eftir Ólaf Arnalds prófessor um málefni LbhÍ. Ég starði lengi á fyrirsögn greinarinnar áður en ég áttaði mig á fyrirsögninni „störukeppni“. Hélt að hér hlyti að vera „fagorð“ sem prófessorinn notaði. Svo reyndist ekki vera. Ég verð að fá að birta athugasemdir og leiðréttingu við greinina, svo margt er missagt eða rangt með farið. Ólafur er að gera athugasemdir við pistil Haraldar Benediktssonar á vef Skessuhorns.1. Ólafur segir að Haraldur telji að málefni LbhÍ séu komin í störukeppni „…menntamálaráðherra, sem vill sameina LbhÍ og Háskóla Íslands, og yfirstjórnar og akademískra starfsmanna skólans“. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt mínum heimildum er háskólaráð LbhÍ ekki sammála því að sameina þessar stofnanir, enda átti ekki að sameina, heldur átti að leggja LbhÍ niður. Kennslu á háskólastigi átti að færa suður, fara undir verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Það átti því að leggja LbhÍ niður, að minnsta kosti kennslu á háskólastigi.2. Alls ekki allir „akademískir starfsmenn“ skólans eru sammála því að flytja starfsemina til Reykjavíkur. Meirihluti akademískra starfsmanna á Keldnaholti í Reykjavík vill flytja starfsemina undir HÍ. Á það má einnig benda að aðrir starfsmenn skólans á Hvanneyri eru andvígir flutningi til Reykjavíkur. Líklega er það fyrir tilverknað sumra „akademískra“ starfsmanna skólans að hluti af kennslu hefur verið fluttur suður á Keldnaholt! Sem sagt, stofnuð enn ein háskóladeildin. Ekki sameinað, heldur sundrað!3. Sjálfstæður skóli segir þú, Ólafur, ef við sameinumst? Eins og ég sagði áður verður enginn skóli, háskólakennsla á Hvanneyri, ef LbhÍ verður sameinaður HÍ. Kennsla á háskólastigi verður færð til Reykjavíkur, samkvæmt tillögum menntamálaráðherra. Á Hvanneyri yrði áfram bændadeild, framhaldsskólastig, fjós með kúm og fjárhús á Hesti. Tilraunir yrðu framkvæmdar og fjarstýrt úr Reykjavík. Það yrði framkvæmt á sama hátt og í Sovétríkjunum forðum. Sennilega yrðir þú, Ólafur, yfir jarðræktartilraunum, sætir á Keldnaholti og hringdir upp eftir til að gefa fyrirskipanir um að bera á, eða slá, eins og Moskvuvaldið gerði í Sovét. Hvanneyringar, velunnarar samfélagsins á Hvanneyri og skólans, vilja samstarf við HÍ, sem er báðum til gagns og ánægju. Við viljum ekki leggja niður starfsemi á Hvanneyri eftir 125 ára farsælt skólastarf. Minni einnig á að kennsla á háskólastigi hefur farið fram á Hvanneyri í 67 ár! HÍ átti kost á að hefja kennslu í búvísindum um 1950, en hvorki vildi né gat það! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 26. september 2014 er grein eftir Ólaf Arnalds prófessor um málefni LbhÍ. Ég starði lengi á fyrirsögn greinarinnar áður en ég áttaði mig á fyrirsögninni „störukeppni“. Hélt að hér hlyti að vera „fagorð“ sem prófessorinn notaði. Svo reyndist ekki vera. Ég verð að fá að birta athugasemdir og leiðréttingu við greinina, svo margt er missagt eða rangt með farið. Ólafur er að gera athugasemdir við pistil Haraldar Benediktssonar á vef Skessuhorns.1. Ólafur segir að Haraldur telji að málefni LbhÍ séu komin í störukeppni „…menntamálaráðherra, sem vill sameina LbhÍ og Háskóla Íslands, og yfirstjórnar og akademískra starfsmanna skólans“. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt mínum heimildum er háskólaráð LbhÍ ekki sammála því að sameina þessar stofnanir, enda átti ekki að sameina, heldur átti að leggja LbhÍ niður. Kennslu á háskólastigi átti að færa suður, fara undir verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Það átti því að leggja LbhÍ niður, að minnsta kosti kennslu á háskólastigi.2. Alls ekki allir „akademískir starfsmenn“ skólans eru sammála því að flytja starfsemina til Reykjavíkur. Meirihluti akademískra starfsmanna á Keldnaholti í Reykjavík vill flytja starfsemina undir HÍ. Á það má einnig benda að aðrir starfsmenn skólans á Hvanneyri eru andvígir flutningi til Reykjavíkur. Líklega er það fyrir tilverknað sumra „akademískra“ starfsmanna skólans að hluti af kennslu hefur verið fluttur suður á Keldnaholt! Sem sagt, stofnuð enn ein háskóladeildin. Ekki sameinað, heldur sundrað!3. Sjálfstæður skóli segir þú, Ólafur, ef við sameinumst? Eins og ég sagði áður verður enginn skóli, háskólakennsla á Hvanneyri, ef LbhÍ verður sameinaður HÍ. Kennsla á háskólastigi verður færð til Reykjavíkur, samkvæmt tillögum menntamálaráðherra. Á Hvanneyri yrði áfram bændadeild, framhaldsskólastig, fjós með kúm og fjárhús á Hesti. Tilraunir yrðu framkvæmdar og fjarstýrt úr Reykjavík. Það yrði framkvæmt á sama hátt og í Sovétríkjunum forðum. Sennilega yrðir þú, Ólafur, yfir jarðræktartilraunum, sætir á Keldnaholti og hringdir upp eftir til að gefa fyrirskipanir um að bera á, eða slá, eins og Moskvuvaldið gerði í Sovét. Hvanneyringar, velunnarar samfélagsins á Hvanneyri og skólans, vilja samstarf við HÍ, sem er báðum til gagns og ánægju. Við viljum ekki leggja niður starfsemi á Hvanneyri eftir 125 ára farsælt skólastarf. Minni einnig á að kennsla á háskólastigi hefur farið fram á Hvanneyri í 67 ár! HÍ átti kost á að hefja kennslu í búvísindum um 1950, en hvorki vildi né gat það!
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar