„Störukeppni“ um LbhÍ Sveinn Hallgrímsson skrifar 8. október 2014 07:00 Í Fréttablaðinu 26. september 2014 er grein eftir Ólaf Arnalds prófessor um málefni LbhÍ. Ég starði lengi á fyrirsögn greinarinnar áður en ég áttaði mig á fyrirsögninni „störukeppni“. Hélt að hér hlyti að vera „fagorð“ sem prófessorinn notaði. Svo reyndist ekki vera. Ég verð að fá að birta athugasemdir og leiðréttingu við greinina, svo margt er missagt eða rangt með farið. Ólafur er að gera athugasemdir við pistil Haraldar Benediktssonar á vef Skessuhorns.1. Ólafur segir að Haraldur telji að málefni LbhÍ séu komin í störukeppni „…menntamálaráðherra, sem vill sameina LbhÍ og Háskóla Íslands, og yfirstjórnar og akademískra starfsmanna skólans“. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt mínum heimildum er háskólaráð LbhÍ ekki sammála því að sameina þessar stofnanir, enda átti ekki að sameina, heldur átti að leggja LbhÍ niður. Kennslu á háskólastigi átti að færa suður, fara undir verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Það átti því að leggja LbhÍ niður, að minnsta kosti kennslu á háskólastigi.2. Alls ekki allir „akademískir starfsmenn“ skólans eru sammála því að flytja starfsemina til Reykjavíkur. Meirihluti akademískra starfsmanna á Keldnaholti í Reykjavík vill flytja starfsemina undir HÍ. Á það má einnig benda að aðrir starfsmenn skólans á Hvanneyri eru andvígir flutningi til Reykjavíkur. Líklega er það fyrir tilverknað sumra „akademískra“ starfsmanna skólans að hluti af kennslu hefur verið fluttur suður á Keldnaholt! Sem sagt, stofnuð enn ein háskóladeildin. Ekki sameinað, heldur sundrað!3. Sjálfstæður skóli segir þú, Ólafur, ef við sameinumst? Eins og ég sagði áður verður enginn skóli, háskólakennsla á Hvanneyri, ef LbhÍ verður sameinaður HÍ. Kennsla á háskólastigi verður færð til Reykjavíkur, samkvæmt tillögum menntamálaráðherra. Á Hvanneyri yrði áfram bændadeild, framhaldsskólastig, fjós með kúm og fjárhús á Hesti. Tilraunir yrðu framkvæmdar og fjarstýrt úr Reykjavík. Það yrði framkvæmt á sama hátt og í Sovétríkjunum forðum. Sennilega yrðir þú, Ólafur, yfir jarðræktartilraunum, sætir á Keldnaholti og hringdir upp eftir til að gefa fyrirskipanir um að bera á, eða slá, eins og Moskvuvaldið gerði í Sovét. Hvanneyringar, velunnarar samfélagsins á Hvanneyri og skólans, vilja samstarf við HÍ, sem er báðum til gagns og ánægju. Við viljum ekki leggja niður starfsemi á Hvanneyri eftir 125 ára farsælt skólastarf. Minni einnig á að kennsla á háskólastigi hefur farið fram á Hvanneyri í 67 ár! HÍ átti kost á að hefja kennslu í búvísindum um 1950, en hvorki vildi né gat það! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 26. september 2014 er grein eftir Ólaf Arnalds prófessor um málefni LbhÍ. Ég starði lengi á fyrirsögn greinarinnar áður en ég áttaði mig á fyrirsögninni „störukeppni“. Hélt að hér hlyti að vera „fagorð“ sem prófessorinn notaði. Svo reyndist ekki vera. Ég verð að fá að birta athugasemdir og leiðréttingu við greinina, svo margt er missagt eða rangt með farið. Ólafur er að gera athugasemdir við pistil Haraldar Benediktssonar á vef Skessuhorns.1. Ólafur segir að Haraldur telji að málefni LbhÍ séu komin í störukeppni „…menntamálaráðherra, sem vill sameina LbhÍ og Háskóla Íslands, og yfirstjórnar og akademískra starfsmanna skólans“. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt mínum heimildum er háskólaráð LbhÍ ekki sammála því að sameina þessar stofnanir, enda átti ekki að sameina, heldur átti að leggja LbhÍ niður. Kennslu á háskólastigi átti að færa suður, fara undir verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Það átti því að leggja LbhÍ niður, að minnsta kosti kennslu á háskólastigi.2. Alls ekki allir „akademískir starfsmenn“ skólans eru sammála því að flytja starfsemina til Reykjavíkur. Meirihluti akademískra starfsmanna á Keldnaholti í Reykjavík vill flytja starfsemina undir HÍ. Á það má einnig benda að aðrir starfsmenn skólans á Hvanneyri eru andvígir flutningi til Reykjavíkur. Líklega er það fyrir tilverknað sumra „akademískra“ starfsmanna skólans að hluti af kennslu hefur verið fluttur suður á Keldnaholt! Sem sagt, stofnuð enn ein háskóladeildin. Ekki sameinað, heldur sundrað!3. Sjálfstæður skóli segir þú, Ólafur, ef við sameinumst? Eins og ég sagði áður verður enginn skóli, háskólakennsla á Hvanneyri, ef LbhÍ verður sameinaður HÍ. Kennsla á háskólastigi verður færð til Reykjavíkur, samkvæmt tillögum menntamálaráðherra. Á Hvanneyri yrði áfram bændadeild, framhaldsskólastig, fjós með kúm og fjárhús á Hesti. Tilraunir yrðu framkvæmdar og fjarstýrt úr Reykjavík. Það yrði framkvæmt á sama hátt og í Sovétríkjunum forðum. Sennilega yrðir þú, Ólafur, yfir jarðræktartilraunum, sætir á Keldnaholti og hringdir upp eftir til að gefa fyrirskipanir um að bera á, eða slá, eins og Moskvuvaldið gerði í Sovét. Hvanneyringar, velunnarar samfélagsins á Hvanneyri og skólans, vilja samstarf við HÍ, sem er báðum til gagns og ánægju. Við viljum ekki leggja niður starfsemi á Hvanneyri eftir 125 ára farsælt skólastarf. Minni einnig á að kennsla á háskólastigi hefur farið fram á Hvanneyri í 67 ár! HÍ átti kost á að hefja kennslu í búvísindum um 1950, en hvorki vildi né gat það!
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar