Maltverji fer með sjávarútvegsmál hjá Juncker Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2014 13:18 Í framkvæmdastjórninni sitja 28 framkvæmdastjórar og eru einungis níu þeirra konur. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti nýja framkvæmdastjórn sína til leiks fyrr í dag. Í framkvæmdastjórninni má finna sjö varaforseta þar sem hver og einn gegnir ákveðnu samræmingarhlutverki á skilgreindu málefnasviði. Konur munu skipa þrjár af sjö varaforsetastöðum. Mikið hefur verið skrafað síðustu vikurnar um hverjir fái valdamestu stöðurnar og hvaða málaflokk. Í framkvæmdastjórn Junckers er meðal annars að finna fimm fyrrverandi forsætisráðherra, fjóra fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra og sjö sem gegna framkvæmdastjórastöðu í núsitjandi framkvæmdastjórn José Manuel Barroso. Bretinn Jonathan Hill, fyrrverandi leiðtoga íhaldsmanna í Lávarðadeild breska þingsins, mun fara með málefni fjármálaþjónustu innan sambandsins, en í frétt BBC segir að David Cameron forsætisráðherra hafi fagnað þeirri niðurstöðu. Þá mun fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands, Pierre Moscovici, hafa umsjón með efnahagsstefnu sambandsins sem þykir eitt valdamesta embættið.Nýtt upphaf Juncker sagði þessa nýju framkvæmdastjórn vera staðráðna í að „veita Evrópu nýtt upphaf“. Framkvæmdastjórn ESB er álitin valdamesta stofnun sambandsins þar sem hún á frumkvæði að nýrri löggjöf, tryggir að aðildarríki fari að sáttmálum sambandsins og kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna við gerð viðskiptasamninga sambandsins. Andstæðingar ESB eru margir gagnrýnir á störf framkvæmdastjórnarinnar sem saka hana um að sóa skattfé og koma á svifaseinu regluverki sem hamli starfsemi fyrirtækja. Embættismenn ESB segja hins vegar að samræmt regluverk, sem framfylgt sé alls staðar á evrópska efnahagssvæðinu, geri innri markaðinn skilvirkari þar sem það dragi úr innlendum viðskiptahindrunum.Þörf á samþykki þingsins Sérhvert aðildarríki tilnefndi einn framkvæmdastjóra en samkvæmt hefð er farið fram á að þeir starfi í þágu Evrópusambandsins alls, en vinni ekki að hagsmunum einstakra aðildarríkja. Þrátt fyrir það skipta einstaka málaflokkar hverju aðildarríki meira máli en aðrir og sækja aðildarríki mörg hart að því að fá að gegna ákveðnum framkvæmdastjórastöðum. Ný framkvæmdastjórn mun taka við í byrjun nóvember og tekur þar með við af framkvæmdastjórn Portúgalans Barroso. Evrópuþingið þarf þó fyrst að samþykkja framkvæmdastjórnina í heild sinni en það ferli hefst í lok mánaðarins.Enginn sérstakur stækkunarstjóriEkki verður sérstakur framkvæmdastjóri stækkunarmála í framkvæmdastjórn Junckers en Austurríkismaðurinn Johannes Hahn mun fara með málefni „nágrannastefnu sambandsins og stækkunarviðræður“.Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni segir að framkvæmdastjórinn muni leggja áherslu á áframhald aðildarviðræðna, en að viðurkennt sé að ekki verði nein frekari stækkun sambandsins næstu fimm árin. Í tilkynningunni segir að nokkrir málaflokkar hafi verið hugsaðir upp á nýtt og straumlínulagaðir. Eigi það meðal annars um umhverfismál, málefni hafsins og sjávarútveg en Maltverjinn Karmenu Vella mun fara fyrir þeim málaflokki næstu fimm árin.Framkvæmdastjórn Jean-Claude Juncker.Mynd/Framkvæmdastjórn ESBMynd/Framkvæmdastjórn ESBMynd/Framkvæmdastjórn ESB Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Jean-Claude Juncker, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti nýja framkvæmdastjórn sína til leiks fyrr í dag. Í framkvæmdastjórninni má finna sjö varaforseta þar sem hver og einn gegnir ákveðnu samræmingarhlutverki á skilgreindu málefnasviði. Konur munu skipa þrjár af sjö varaforsetastöðum. Mikið hefur verið skrafað síðustu vikurnar um hverjir fái valdamestu stöðurnar og hvaða málaflokk. Í framkvæmdastjórn Junckers er meðal annars að finna fimm fyrrverandi forsætisráðherra, fjóra fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra og sjö sem gegna framkvæmdastjórastöðu í núsitjandi framkvæmdastjórn José Manuel Barroso. Bretinn Jonathan Hill, fyrrverandi leiðtoga íhaldsmanna í Lávarðadeild breska þingsins, mun fara með málefni fjármálaþjónustu innan sambandsins, en í frétt BBC segir að David Cameron forsætisráðherra hafi fagnað þeirri niðurstöðu. Þá mun fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands, Pierre Moscovici, hafa umsjón með efnahagsstefnu sambandsins sem þykir eitt valdamesta embættið.Nýtt upphaf Juncker sagði þessa nýju framkvæmdastjórn vera staðráðna í að „veita Evrópu nýtt upphaf“. Framkvæmdastjórn ESB er álitin valdamesta stofnun sambandsins þar sem hún á frumkvæði að nýrri löggjöf, tryggir að aðildarríki fari að sáttmálum sambandsins og kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna við gerð viðskiptasamninga sambandsins. Andstæðingar ESB eru margir gagnrýnir á störf framkvæmdastjórnarinnar sem saka hana um að sóa skattfé og koma á svifaseinu regluverki sem hamli starfsemi fyrirtækja. Embættismenn ESB segja hins vegar að samræmt regluverk, sem framfylgt sé alls staðar á evrópska efnahagssvæðinu, geri innri markaðinn skilvirkari þar sem það dragi úr innlendum viðskiptahindrunum.Þörf á samþykki þingsins Sérhvert aðildarríki tilnefndi einn framkvæmdastjóra en samkvæmt hefð er farið fram á að þeir starfi í þágu Evrópusambandsins alls, en vinni ekki að hagsmunum einstakra aðildarríkja. Þrátt fyrir það skipta einstaka málaflokkar hverju aðildarríki meira máli en aðrir og sækja aðildarríki mörg hart að því að fá að gegna ákveðnum framkvæmdastjórastöðum. Ný framkvæmdastjórn mun taka við í byrjun nóvember og tekur þar með við af framkvæmdastjórn Portúgalans Barroso. Evrópuþingið þarf þó fyrst að samþykkja framkvæmdastjórnina í heild sinni en það ferli hefst í lok mánaðarins.Enginn sérstakur stækkunarstjóriEkki verður sérstakur framkvæmdastjóri stækkunarmála í framkvæmdastjórn Junckers en Austurríkismaðurinn Johannes Hahn mun fara með málefni „nágrannastefnu sambandsins og stækkunarviðræður“.Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni segir að framkvæmdastjórinn muni leggja áherslu á áframhald aðildarviðræðna, en að viðurkennt sé að ekki verði nein frekari stækkun sambandsins næstu fimm árin. Í tilkynningunni segir að nokkrir málaflokkar hafi verið hugsaðir upp á nýtt og straumlínulagaðir. Eigi það meðal annars um umhverfismál, málefni hafsins og sjávarútveg en Maltverjinn Karmenu Vella mun fara fyrir þeim málaflokki næstu fimm árin.Framkvæmdastjórn Jean-Claude Juncker.Mynd/Framkvæmdastjórn ESBMynd/Framkvæmdastjórn ESBMynd/Framkvæmdastjórn ESB
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira