Ekki bara strákastarf Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 9. október 2014 10:00 Stelpurnar stilltu sér upp í Hörpunni Vísir/Vilhelm „Fólk er mjög jákvætt fyrir stelpum í þessu starfi, en þetta er samt rosalegur karlaheimur ennþá. Ætli við séum ekki að reyna að koma af stað smá byltingu með þessu,“ segir Þuríður K. Kristleifsdóttir, eða Þura Stína plötusnúður og nemi. Hún og tíu aðrar plötusnúðastelpur ætla að tileinka októbermánuð stelpum sem eru plötusnúðar. „Við ætlum að vera öll miðvikudagskvöld á Boston að spila, ein til tvær saman. Með því viljum við bara styðja við bakið á þeim stelpum sem eru í þessum geira og hvetja stelpur til þess að byrja að spila. Þetta er ekki bara strákastarf,“ segir Þura. „Þetta byrjaði með því að við stofnuðum Facebook-síðu sem hét Stelpusnúðar Íslands. Við vildum bara sjá hverjar væru í þessu og þarna vildum við bara efla hver aðra og byggja upp þennan hóp“, segir Þura. „Við gerðum þetta líka í fyrra og vorum mikið að spá hvort við ættum að gera þetta aftur, því það á ekki að þurfa að hafa heilan mánuð tileinkaðan plötusnúðastelpum. Þetta á bara að vera sjálfsagt,“ segir Þura. Hún segir að þær fái oft að heyra að þær séu ekki nógu duglegar að troða sér að og suða og að þetta sé mikið hark. „Við heyrum oft að það sé verið að leita að stelpum til að spila. Auðvitað er litla Ísland svolítið þannig að þú þarft að þekkja einhvern sem þekkir einhvern, en svo eru þetta oftast bara fasta dj-ar og það eru alltaf strákar. Við erum samt að vona að það sé að breytast,“ segir Þura. Hún hvetur þær stelpur sem hafa áhuga á starfinu að setja sig í samband við sig. „Þetta er ein skemmtilegasta vinna í heimi, þetta er svo óvænt og maður veit aldrei í hverju maður lendir.“ Sjálf byrjaði hún að spila fyrir tveimur árum. Það var fyrir algjöra tilviljun, en hún var að vinna á skemmtistað þegar yfirmenn hennar báðu hana að spila gamla íslenska tónlist eitt kvöldið. „Mér datt aldrei í hug að þetta væri eitthvað sem ég gæti. Það þurfti að sannfæra mig um það, en mín fyrstu dj-kvöld hétu Fjólublátt ljós við barinn. Það vatt upp á sig því áhuginn kviknaði um leið og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Þura.Á föstudagskvöldið ætla þær að spila allar saman á skemmtistaðnum Húrra. „Við erum alveg ellefu svo það má búast við fjölbreyttri tónlist, eins mismunandi og við erum margar,“ segir Þura. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Sjá meira
„Fólk er mjög jákvætt fyrir stelpum í þessu starfi, en þetta er samt rosalegur karlaheimur ennþá. Ætli við séum ekki að reyna að koma af stað smá byltingu með þessu,“ segir Þuríður K. Kristleifsdóttir, eða Þura Stína plötusnúður og nemi. Hún og tíu aðrar plötusnúðastelpur ætla að tileinka októbermánuð stelpum sem eru plötusnúðar. „Við ætlum að vera öll miðvikudagskvöld á Boston að spila, ein til tvær saman. Með því viljum við bara styðja við bakið á þeim stelpum sem eru í þessum geira og hvetja stelpur til þess að byrja að spila. Þetta er ekki bara strákastarf,“ segir Þura. „Þetta byrjaði með því að við stofnuðum Facebook-síðu sem hét Stelpusnúðar Íslands. Við vildum bara sjá hverjar væru í þessu og þarna vildum við bara efla hver aðra og byggja upp þennan hóp“, segir Þura. „Við gerðum þetta líka í fyrra og vorum mikið að spá hvort við ættum að gera þetta aftur, því það á ekki að þurfa að hafa heilan mánuð tileinkaðan plötusnúðastelpum. Þetta á bara að vera sjálfsagt,“ segir Þura. Hún segir að þær fái oft að heyra að þær séu ekki nógu duglegar að troða sér að og suða og að þetta sé mikið hark. „Við heyrum oft að það sé verið að leita að stelpum til að spila. Auðvitað er litla Ísland svolítið þannig að þú þarft að þekkja einhvern sem þekkir einhvern, en svo eru þetta oftast bara fasta dj-ar og það eru alltaf strákar. Við erum samt að vona að það sé að breytast,“ segir Þura. Hún hvetur þær stelpur sem hafa áhuga á starfinu að setja sig í samband við sig. „Þetta er ein skemmtilegasta vinna í heimi, þetta er svo óvænt og maður veit aldrei í hverju maður lendir.“ Sjálf byrjaði hún að spila fyrir tveimur árum. Það var fyrir algjöra tilviljun, en hún var að vinna á skemmtistað þegar yfirmenn hennar báðu hana að spila gamla íslenska tónlist eitt kvöldið. „Mér datt aldrei í hug að þetta væri eitthvað sem ég gæti. Það þurfti að sannfæra mig um það, en mín fyrstu dj-kvöld hétu Fjólublátt ljós við barinn. Það vatt upp á sig því áhuginn kviknaði um leið og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Þura.Á föstudagskvöldið ætla þær að spila allar saman á skemmtistaðnum Húrra. „Við erum alveg ellefu svo það má búast við fjölbreyttri tónlist, eins mismunandi og við erum margar,“ segir Þura.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Sjá meira