Vilja verk sem Jónas frá Hriflu færði MA Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Menntaskólinn er sú stofnun utan safna sem á hvað ríkulegasta safn listmuna. Um þrjú hundruð listaverk eru í eigu skólans, þar af um eitt hundrað málverk. Mynd/Kristján J. Kristjánsson Óvíst er um eignarhald á málverkinu Baulu eftir Ásgrím Jónsson listmálara sem hefur verið til sýnis í Menntaskólanum á Akureyri allt frá árinu 1927. Listasafn Íslands telur sig eiga málverkið en forsvarsmenn MA telja skólann vera réttmætan eiganda. Málið á rætur að rekja til 29. október árið 1927. Þá var menntaskólanum, sem þá hét Gagnfræðaskólinn á Akureyri, veitt heimild til að útskrifa stúdenta. Við þau tímamót gaf Jónas Jónsson frá Hriflu, og þáverandi kennslumálaráðherra, skólanum málverkið Baulu eftir Ásgrím Jónsson að gjöf. Málverkið var keypt til Listasafns Íslands þetta sama ár og eru áhöld um það hvort Jónas frá Hriflu hafi haft heimild til að ráðstafa því einn síns liðs. Fyrrverandi safnstjóri Listasafns Íslands, Selma Jónsdóttir, reyndi að fá verkið aftur til safnsins. MA neitaði að afhenda verkið og benti á skjal þess efnis að um gjöf hefði verið að ræða frá Jónasi.Halldór Björn RunólfssonHalldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, segir málið hálfgerða sorgarsögu. „Verkið er með réttu keypt inn til Listasafnsins árið 1927. Að mínum dómi tók Jónas verkið norður ófrjálsri hendi. Þarna fór hann með ríkiseigu eins og persónulegt góss. Ég tel samt sem áður ekkert hægt að gera í þessum efnum úr því sem komið er.“ „Þarna mætist kannski nýi og gamli tíminn,“ segir Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri. „Hér takast á sjónarmið hvernig ráðamenn þess tíma litu á umboð sitt. Með höfðingsskap veitti Jónas þessa gjöf í tilefni þess að skólinn fékk leyfi til að útskrifa stúdenta. Jónas var merkur maður og einn sá mesti framfarasinni á sviði menntunar á Íslandi. Hann útskrifaðist frá skólanum með mjög hátt próf,“ segir Jón Már. Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari, segist tvívegis hafa fengið bréf frá Listasafninu á þeim þremur áratugum sem hann var skólameistari við skólann. Hann þekki vel til sögunnar. „Ég neitaði því að skila málverkinu og fékk tvær beiðnir þess efnis. Benti ég á gjafabréf sem til er í skjalasafni skólans, undirritað af Jónasi Jónassyni.“„Ögraði embættismannakerfinu.“ Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur skrifað þrjár bækur um Jónas frá Hriflu. Hann telur söguna um málverkið skólabókardæmi um embættisfærslur Jónasar. „Hann fór sínu fram og ráðskaðist með mál án þess að tala við nokkurn mann. Hann var ávallt í stríði við embættismenn og gerði oft á tíðum hluti upp á eigin spýtur. Með því að veita gagnfræðaskólanum leyfi til að útskrifa stúdenta var hann að ögra embættismannakerfinu í Reykjavík og takmarkaði í leiðinni fjöldann sem MR mátti útskrifa á ári hverju niður í 25 stúdenta. Þetta var hans leið til að setja ofan í við gamla kerfið,“ segir Guðjón Friðriksson.“Baula eftir Ásgrím Jónsson Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Óvíst er um eignarhald á málverkinu Baulu eftir Ásgrím Jónsson listmálara sem hefur verið til sýnis í Menntaskólanum á Akureyri allt frá árinu 1927. Listasafn Íslands telur sig eiga málverkið en forsvarsmenn MA telja skólann vera réttmætan eiganda. Málið á rætur að rekja til 29. október árið 1927. Þá var menntaskólanum, sem þá hét Gagnfræðaskólinn á Akureyri, veitt heimild til að útskrifa stúdenta. Við þau tímamót gaf Jónas Jónsson frá Hriflu, og þáverandi kennslumálaráðherra, skólanum málverkið Baulu eftir Ásgrím Jónsson að gjöf. Málverkið var keypt til Listasafns Íslands þetta sama ár og eru áhöld um það hvort Jónas frá Hriflu hafi haft heimild til að ráðstafa því einn síns liðs. Fyrrverandi safnstjóri Listasafns Íslands, Selma Jónsdóttir, reyndi að fá verkið aftur til safnsins. MA neitaði að afhenda verkið og benti á skjal þess efnis að um gjöf hefði verið að ræða frá Jónasi.Halldór Björn RunólfssonHalldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, segir málið hálfgerða sorgarsögu. „Verkið er með réttu keypt inn til Listasafnsins árið 1927. Að mínum dómi tók Jónas verkið norður ófrjálsri hendi. Þarna fór hann með ríkiseigu eins og persónulegt góss. Ég tel samt sem áður ekkert hægt að gera í þessum efnum úr því sem komið er.“ „Þarna mætist kannski nýi og gamli tíminn,“ segir Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri. „Hér takast á sjónarmið hvernig ráðamenn þess tíma litu á umboð sitt. Með höfðingsskap veitti Jónas þessa gjöf í tilefni þess að skólinn fékk leyfi til að útskrifa stúdenta. Jónas var merkur maður og einn sá mesti framfarasinni á sviði menntunar á Íslandi. Hann útskrifaðist frá skólanum með mjög hátt próf,“ segir Jón Már. Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari, segist tvívegis hafa fengið bréf frá Listasafninu á þeim þremur áratugum sem hann var skólameistari við skólann. Hann þekki vel til sögunnar. „Ég neitaði því að skila málverkinu og fékk tvær beiðnir þess efnis. Benti ég á gjafabréf sem til er í skjalasafni skólans, undirritað af Jónasi Jónassyni.“„Ögraði embættismannakerfinu.“ Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur skrifað þrjár bækur um Jónas frá Hriflu. Hann telur söguna um málverkið skólabókardæmi um embættisfærslur Jónasar. „Hann fór sínu fram og ráðskaðist með mál án þess að tala við nokkurn mann. Hann var ávallt í stríði við embættismenn og gerði oft á tíðum hluti upp á eigin spýtur. Með því að veita gagnfræðaskólanum leyfi til að útskrifa stúdenta var hann að ögra embættismannakerfinu í Reykjavík og takmarkaði í leiðinni fjöldann sem MR mátti útskrifa á ári hverju niður í 25 stúdenta. Þetta var hans leið til að setja ofan í við gamla kerfið,“ segir Guðjón Friðriksson.“Baula eftir Ásgrím Jónsson
Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira