Erlent

Talíbanar handteknir í Pakistan

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Talíbanar stóðu fyrir árás á Karachi-flugvöll í Pakistan, en þar voru 34 myrtir.
Talíbanar stóðu fyrir árás á Karachi-flugvöll í Pakistan, en þar voru 34 myrtir. Vísir/AFP
Pakistanskir lögreglumenn standa vörð um handtekna menn, grunaða um að hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum talíbana á Karachi-flugvelli þar sem fleiri tugum var grandað.

Árásarmennirnir, sem voru að alla nóttina, notuðust við flugskeytabyssur og hríðskotabyssur.

Herskáir talíbanar vöruðu útlend fyrirtæki og stofnanir við því að yfirgæfu þau ekki Pakistan myndu þau sæta eins konar refsingu.

Einnig lofaði hreyfingin því að hún myndi gera gagnárás á hersveitir pakistönsku ríkisstjórnarinnar, sem sendi þúsundir hermanna til að friða ófriðarsvæði í landinu, sem hefur verið undir stjórn talíbana og al-Qaeda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×