Vond vinnubrögð Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2014 07:00 Ekki hefur starfsfólk Fiskistofu stokkið hæð sína af fögnuði þegar sjávarútvegsráðherra tilkynnti að störf þess myndu flytjast frá Hafnarfirði til Akureyrar í einu vetfangi, enda bárust fréttir af því að starfsfólki hefði verið boðin áfallahjálp í framhaldinu. Hugmyndin með flutningi Fiskistofu er að færa störf út á landsbyggðina – jákvætt og mikilvægt markmið – en í ljósi frétta af því hvernig staðið er að flutningnum hljóta allir að velta því fyrir sér hvort ríkisstjórnin vinni hér meiri skaða en gagn. Um langt árabil var litið á það sem eins konar náttúrulögmál að opinberar stofnanir væru á höfuðborgarsvæðinu, helst í Reykjavík. Vissulega eru það úrelt sjónarmið, ekki síst nú á tímum þegar tækniþróun gerir fólki mögulegt að sinna margs konar vinnu hvar sem er í heiminum. Það er líka eðlileg krafa að opinber störf dreifist um landið allt. Flutningur opinberra starfa út á land hefur oft gengið vel, bæði með flutningi stofnana en líka þegar svokölluð „störf án staðsetningar“ eru auglýst, en þá velur starfsfólk sjálft hvar á landinu það kýs að sinna vinnu sinni. Í ljósi þessarar góðu reynslu má spyrja hvort ekki hefði verið hægt að bera sig öðruvísi að í tilfelli Fiskistofu. Í stað þess að tilkynna starfsfólki að stofnunin yrði flutt á einu bretti hefði mátt starfrækja áfram starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði þar sem þeir starfsmenn sem svo kjósa gætu unnið áfram samhliða því að starfsstöð Fiskistofu á Akureyri yrði efld stig af stigi með það í huga að höfuðstöðvarnar yrðu þar til framtíðar. Vinnubrögðin eru svo kapítuli út af fyrir sig en í þessu tilfelli ætti að vinna með starfsfólki en ekki tilkynna ákvarðanir ráðherra einhliða. Alþingi þarf líka að hafa aðkomu að málinu, til að mynda virðist vanta lagastoð fyrir flutningnum og að sjálfsögðu þarf að liggja fyrir kostnaðarmat. Þá þyrfti Alþingi að marka heildstæða stefnu um flutning opinberra starfa þannig að starfsfólk hinna ýmsu stofnana þurfi ekki að lifa í sífelldum ótta um að störf þess verði flutt til fyrirvaralaust. Góð vinnubrögð frá upphafi myndu skila betri árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki hefur starfsfólk Fiskistofu stokkið hæð sína af fögnuði þegar sjávarútvegsráðherra tilkynnti að störf þess myndu flytjast frá Hafnarfirði til Akureyrar í einu vetfangi, enda bárust fréttir af því að starfsfólki hefði verið boðin áfallahjálp í framhaldinu. Hugmyndin með flutningi Fiskistofu er að færa störf út á landsbyggðina – jákvætt og mikilvægt markmið – en í ljósi frétta af því hvernig staðið er að flutningnum hljóta allir að velta því fyrir sér hvort ríkisstjórnin vinni hér meiri skaða en gagn. Um langt árabil var litið á það sem eins konar náttúrulögmál að opinberar stofnanir væru á höfuðborgarsvæðinu, helst í Reykjavík. Vissulega eru það úrelt sjónarmið, ekki síst nú á tímum þegar tækniþróun gerir fólki mögulegt að sinna margs konar vinnu hvar sem er í heiminum. Það er líka eðlileg krafa að opinber störf dreifist um landið allt. Flutningur opinberra starfa út á land hefur oft gengið vel, bæði með flutningi stofnana en líka þegar svokölluð „störf án staðsetningar“ eru auglýst, en þá velur starfsfólk sjálft hvar á landinu það kýs að sinna vinnu sinni. Í ljósi þessarar góðu reynslu má spyrja hvort ekki hefði verið hægt að bera sig öðruvísi að í tilfelli Fiskistofu. Í stað þess að tilkynna starfsfólki að stofnunin yrði flutt á einu bretti hefði mátt starfrækja áfram starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði þar sem þeir starfsmenn sem svo kjósa gætu unnið áfram samhliða því að starfsstöð Fiskistofu á Akureyri yrði efld stig af stigi með það í huga að höfuðstöðvarnar yrðu þar til framtíðar. Vinnubrögðin eru svo kapítuli út af fyrir sig en í þessu tilfelli ætti að vinna með starfsfólki en ekki tilkynna ákvarðanir ráðherra einhliða. Alþingi þarf líka að hafa aðkomu að málinu, til að mynda virðist vanta lagastoð fyrir flutningnum og að sjálfsögðu þarf að liggja fyrir kostnaðarmat. Þá þyrfti Alþingi að marka heildstæða stefnu um flutning opinberra starfa þannig að starfsfólk hinna ýmsu stofnana þurfi ekki að lifa í sífelldum ótta um að störf þess verði flutt til fyrirvaralaust. Góð vinnubrögð frá upphafi myndu skila betri árangri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar