Lítil saga um mosku og gott fólk Laufey Steingrímsdóttir skrifar 26. júní 2014 07:00 Fyrir um 15 árum síðan var byggð moska í grónu íbúahverfi í norðurhluta Seattle. Í þessu hverfi bjó m.a. vinafólk mitt frá háskólaárunum, aldraðir Vestur-Íslendingar, Ray og Doris Olason, sem urðu mér nokkurs konar fósturfjölskylda á námsárunum – og eru raunar enn. Nokkrum árum eftir að moskan reis á götuhorninu þeirra var ráðist á tvíburaturnana í New York. Nágrannar moskunnar, undir forystu þeirra Dorisar og Rays, hópuðust það sama kvöld til moskunnar með blóm, kerti og mat, og skiptust á um að standa vörð um moskuna alla nóttina. Þau héldu uppteknum hætti vikum saman, sannkristnir nágrannarnir, og gættu þess að bænahúsið í hverfinu þeirra og þeir sem þar komu saman, yrðu ekki fyrir aðkasti eða skaða vegna þess haturs og ótta sem greip víða um sig í tengslum við þessa voðaatburði. Þetta er falleg saga, en henni er ekki lokið. Nokkrum árum síðar var Ray Olason, þá háaldraður, að slá blettinn fyrir framan húsið sitt. Grasbletturinn var við götuna og óvarinn fyrir umferð. Þá gerist það að stór trukkur kemur á fleygiferð og keyrir gamla manninn niður. Hann slasaðist mikið, náði sér aldrei fyllilega eftir þetta slys og er nú látinn. Þegar Doris kona hans kom heim frá sjúkrahúsinu seint um kvöldið eftir slysið var hins vegar búið að hreinsa allt blóð og önnur ummerki við húsið þeirra. Þar höfðu nágrannarnir úr moskunni verið að verki og vildu þar með sýna vinum sínum og velgjörðarmönnum þakklæti fyrir umhyggjuna um árið. Í mörg ár þar á eftir, raunar allt þar til Doris og Ray fluttu á öldrunarheimili, sáu svo múslimarnir úr moskunni um að slá þennan blett þegjandi og hljóðalaust, svo aldraðir íbúarnir þyrftu ekki að stofna sér í hættu við garðsláttinn. Mér fannst ég þurfa að deila þessari sögu einmitt núna. Flest fólk er nefnilega gott fólk, hvaða trúarbrögð sem það annars aðhyllist, en við getum fyrst og fremst búist við vináttu og velvild þess ef við sýnum hana sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um 15 árum síðan var byggð moska í grónu íbúahverfi í norðurhluta Seattle. Í þessu hverfi bjó m.a. vinafólk mitt frá háskólaárunum, aldraðir Vestur-Íslendingar, Ray og Doris Olason, sem urðu mér nokkurs konar fósturfjölskylda á námsárunum – og eru raunar enn. Nokkrum árum eftir að moskan reis á götuhorninu þeirra var ráðist á tvíburaturnana í New York. Nágrannar moskunnar, undir forystu þeirra Dorisar og Rays, hópuðust það sama kvöld til moskunnar með blóm, kerti og mat, og skiptust á um að standa vörð um moskuna alla nóttina. Þau héldu uppteknum hætti vikum saman, sannkristnir nágrannarnir, og gættu þess að bænahúsið í hverfinu þeirra og þeir sem þar komu saman, yrðu ekki fyrir aðkasti eða skaða vegna þess haturs og ótta sem greip víða um sig í tengslum við þessa voðaatburði. Þetta er falleg saga, en henni er ekki lokið. Nokkrum árum síðar var Ray Olason, þá háaldraður, að slá blettinn fyrir framan húsið sitt. Grasbletturinn var við götuna og óvarinn fyrir umferð. Þá gerist það að stór trukkur kemur á fleygiferð og keyrir gamla manninn niður. Hann slasaðist mikið, náði sér aldrei fyllilega eftir þetta slys og er nú látinn. Þegar Doris kona hans kom heim frá sjúkrahúsinu seint um kvöldið eftir slysið var hins vegar búið að hreinsa allt blóð og önnur ummerki við húsið þeirra. Þar höfðu nágrannarnir úr moskunni verið að verki og vildu þar með sýna vinum sínum og velgjörðarmönnum þakklæti fyrir umhyggjuna um árið. Í mörg ár þar á eftir, raunar allt þar til Doris og Ray fluttu á öldrunarheimili, sáu svo múslimarnir úr moskunni um að slá þennan blett þegjandi og hljóðalaust, svo aldraðir íbúarnir þyrftu ekki að stofna sér í hættu við garðsláttinn. Mér fannst ég þurfa að deila þessari sögu einmitt núna. Flest fólk er nefnilega gott fólk, hvaða trúarbrögð sem það annars aðhyllist, en við getum fyrst og fremst búist við vináttu og velvild þess ef við sýnum hana sjálf.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun