Að beita fyrir sig bæn Sunna Dóra Möller og Sigurvin Jónsson skrifar 30. september 2014 00:00 Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er „að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. Markmiðið er virðingarvert en líkt og fyrir ári ber umgjörð þess með sér valdbeitingu sem vekur ugg meðal þjóðarinnar. Í margumræddu bænaskjali hátíðarinnar er ekki einungis að finna bænir fyrir landi og þjóð heldur biblíufestu og siðferðisboðun, sem íslenska Þjóðkirkjan má ekki setja nafn sitt við. Þær bænir sem bornar eru fram af skipuleggjendum hátíðarinnar eru ekki almennt orðaðar heldur bera með sér trúarlegan og pólitískan boðskap, sem vekur upp ótal siðferðislegar spurningar. Í bænaskjalinu er meðal annars játað að við séum kristin þjóð, sem gefur til kynna að aðrir tilheyri ekki þjóð okkar, það orðað að uppgræðsla landsins og hagvöxtur séu undir trúarafstöðu okkar komin, það gefið í skyn að kennarastéttin vaði í villu og lögð blessun yfir auðlindakerfi forréttindahóps. Alvarlegust er þó sú bæn sem orðuð er svo: „Biðjum um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu.“ Sú bæn sem fordæmir fóstureyðingar er beðin á kostnað ákvörðunarrétts kvenna og á kostnað þeirra sem staðið hafa í þeim sporum.Fordómar yfirfærðir á Guð Fóstureyðingar eru veruleiki sem fátítt er að sé ræddur opinberlega. Ákvörðuninni fylgir oft skömm og konur sem standa í þeim sporum mæta fordómum á borð við að konur noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn og að hún sé tengd skorti á ábyrgðarkennd. Sá málflutningur gerir lítið úr trúverðugleika kvenna og ber keim af því þegar rætt er um að konur sem mæta kynferðisofbeldi bjóði upp á það með klæðaburði eða að heimilisofbeldi eigi sér stað af því að konur hafi reitt maka sinn til reiði. Fóstureyðing er aldrei auðveld ákvörðun. Það er ákvörðun sem fylgir konum lífið á enda og getur haft varanleg áhrif á sálarlíf þeirra. Í þeim sporum getur verið erfitt að trúa því að það sé kærleiksríkur Guð sem horfir á konu í erfiðum aðstæðum, heldur dæmi það sem hafi átt sér stað líkt og þeir sem tala gegn fóstureyðingum gera svo sterkt. Fordómar þessa hóps eru yfirfærðir á Guð. Fréttastofa RÚV hefur verið gagnrýnd fyrir að fréttaflutningar hennar beri vott um fordóma í garð kristinna og því hefur verið haldið á lofti að ekki hafi verið rætt um eða beðið fyrir fóstureyðingum á deginum sjálfum. Fyrir ári var hið sama fullyrt og bent á að Franklin Graham hefði ekki barið á hinsegin fólki á Hátíð vonar.Bæn í formi stjórntækis Það er afstaða okkar að bænamál eigi að heyrast víða í hinu opinbera rými og það má til sanns vegar færa að trúariðkun mæti fordómum í fjölmiðlum. En þegar bæn birtist í formi stjórntækis stendur okkur ógn af trúnni. Bæn sem borin er fram af nærgætni blessar þann sem við henni tekur en sú biblíufesta sem birtist í bænaskjali Kristsdagsins, er í besta falli móðgandi og í versta falli skaðleg. Þjóðkirkjan hefur nú þegar rætt mörg siðferðisleg álitamál, tekist á um þau og komið þeim heim til hafnar. Breiðfylking eins og Þjóðkirkjan er, sem segist hafa rými fyrir alla og lækkar þröskulda sína til þess að taka á móti þeim sem eiga ekki annars staðar skjól, á að hafa kjark og þor til að hafna því sem er meiðandi. Þannig starfar kirkja sem vill vinna í anda Jesú Krists í heiminum, með því að samþykkja ekki mismunum í Jesú nafni. Þegar Þjóðkirkjan tekur þátt í samkirkjulegum viðburðum þurfa leikreglur að vera skýrar og tryggt að ekki sé verið að samþykkja áherslur sem eru henni framandi. Annað árið í röð kemur íslenska Þjóðkirkjan með beinum hætti að viðburði sem beitir fyrir sig bæn til að boða útilokandi trú, biblíufestu og íhaldssöm siðferðisviðmið. Jesús var óþreytandi við að benda trúarlegum yfirvöldum síns tíma á að hafna slíkri framgöngu. Það er bæn okkar að sú Þjóðkirkja sem við þjónum reynist þjóðinni „biðjandi, boðandi og þjónandi“ án þess að gera það á kostnað þeirra sem falla utan rammans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er „að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. Markmiðið er virðingarvert en líkt og fyrir ári ber umgjörð þess með sér valdbeitingu sem vekur ugg meðal þjóðarinnar. Í margumræddu bænaskjali hátíðarinnar er ekki einungis að finna bænir fyrir landi og þjóð heldur biblíufestu og siðferðisboðun, sem íslenska Þjóðkirkjan má ekki setja nafn sitt við. Þær bænir sem bornar eru fram af skipuleggjendum hátíðarinnar eru ekki almennt orðaðar heldur bera með sér trúarlegan og pólitískan boðskap, sem vekur upp ótal siðferðislegar spurningar. Í bænaskjalinu er meðal annars játað að við séum kristin þjóð, sem gefur til kynna að aðrir tilheyri ekki þjóð okkar, það orðað að uppgræðsla landsins og hagvöxtur séu undir trúarafstöðu okkar komin, það gefið í skyn að kennarastéttin vaði í villu og lögð blessun yfir auðlindakerfi forréttindahóps. Alvarlegust er þó sú bæn sem orðuð er svo: „Biðjum um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu.“ Sú bæn sem fordæmir fóstureyðingar er beðin á kostnað ákvörðunarrétts kvenna og á kostnað þeirra sem staðið hafa í þeim sporum.Fordómar yfirfærðir á Guð Fóstureyðingar eru veruleiki sem fátítt er að sé ræddur opinberlega. Ákvörðuninni fylgir oft skömm og konur sem standa í þeim sporum mæta fordómum á borð við að konur noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn og að hún sé tengd skorti á ábyrgðarkennd. Sá málflutningur gerir lítið úr trúverðugleika kvenna og ber keim af því þegar rætt er um að konur sem mæta kynferðisofbeldi bjóði upp á það með klæðaburði eða að heimilisofbeldi eigi sér stað af því að konur hafi reitt maka sinn til reiði. Fóstureyðing er aldrei auðveld ákvörðun. Það er ákvörðun sem fylgir konum lífið á enda og getur haft varanleg áhrif á sálarlíf þeirra. Í þeim sporum getur verið erfitt að trúa því að það sé kærleiksríkur Guð sem horfir á konu í erfiðum aðstæðum, heldur dæmi það sem hafi átt sér stað líkt og þeir sem tala gegn fóstureyðingum gera svo sterkt. Fordómar þessa hóps eru yfirfærðir á Guð. Fréttastofa RÚV hefur verið gagnrýnd fyrir að fréttaflutningar hennar beri vott um fordóma í garð kristinna og því hefur verið haldið á lofti að ekki hafi verið rætt um eða beðið fyrir fóstureyðingum á deginum sjálfum. Fyrir ári var hið sama fullyrt og bent á að Franklin Graham hefði ekki barið á hinsegin fólki á Hátíð vonar.Bæn í formi stjórntækis Það er afstaða okkar að bænamál eigi að heyrast víða í hinu opinbera rými og það má til sanns vegar færa að trúariðkun mæti fordómum í fjölmiðlum. En þegar bæn birtist í formi stjórntækis stendur okkur ógn af trúnni. Bæn sem borin er fram af nærgætni blessar þann sem við henni tekur en sú biblíufesta sem birtist í bænaskjali Kristsdagsins, er í besta falli móðgandi og í versta falli skaðleg. Þjóðkirkjan hefur nú þegar rætt mörg siðferðisleg álitamál, tekist á um þau og komið þeim heim til hafnar. Breiðfylking eins og Þjóðkirkjan er, sem segist hafa rými fyrir alla og lækkar þröskulda sína til þess að taka á móti þeim sem eiga ekki annars staðar skjól, á að hafa kjark og þor til að hafna því sem er meiðandi. Þannig starfar kirkja sem vill vinna í anda Jesú Krists í heiminum, með því að samþykkja ekki mismunum í Jesú nafni. Þegar Þjóðkirkjan tekur þátt í samkirkjulegum viðburðum þurfa leikreglur að vera skýrar og tryggt að ekki sé verið að samþykkja áherslur sem eru henni framandi. Annað árið í röð kemur íslenska Þjóðkirkjan með beinum hætti að viðburði sem beitir fyrir sig bæn til að boða útilokandi trú, biblíufestu og íhaldssöm siðferðisviðmið. Jesús var óþreytandi við að benda trúarlegum yfirvöldum síns tíma á að hafna slíkri framgöngu. Það er bæn okkar að sú Þjóðkirkja sem við þjónum reynist þjóðinni „biðjandi, boðandi og þjónandi“ án þess að gera það á kostnað þeirra sem falla utan rammans.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun