Ekki hægt að safna fyrir hverju sem er Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. september 2014 10:30 Ingi Rafn Sigurðsson einn af stofnendum Karolina Fund. Hópfjármögnun verður sífellt vinsælli meðal Íslendinga. Mikil aukning síðustu mánuði. „Það hafa verið margar umsóknir undanfarið. Við erum að fá inn 1-5 umsóknir á dag. Fólk er kannski að átta sig á því að líkurnar á að ná að klára fjármögnun séu meiri en annars staðar eða það er bara orðið meðvitað um þessa leið. Þetta er orðið þekkt og viðurkennt,“ segir Ingi Rafn Sigurðsson, einn af stofnendum hópfjármögnunarsíðunnar Karolina Fund. Þeim fer sífellt fjölgandi sem nýta sér síðuna til að fjármagna skapandi verkefni og segir Ingi Rafn mikla aukningu hafa verið undanfarnar vikur og mánuði. Vefsíðan verður tveggja ára í október og hafa 59 verkefni verið fjármögnuð að fullu í gegnum síðuna frá því hún var stofnuð. Verkefnin inni á síðunni eru öll íslensk eða með íslenska tengingu. Fjármagnið kemur þó víða að. „Það koma um 25 prósent fjármögnunarinnar frá öðrum löndum,“ segir Ingi. Hann segir erlenda aðila sérstaklega hafa mikinn áhuga á því að setja pening í íslenska tónlist. Karolina Fund er í samstarfi við önnur hópfjármögnunarfyrirtæki á Norðurlöndunum og segir Ingi að Íslendingar notfæri sér hópfjármögnun í mun meiri mæli en nágrannaþjóðir okkar. Öll verkefni sem fara í gegnum síðuna verða að vera skapandi á einhvern hátt. „Ástæðan er margþætt. Við erum ekki góðgerðarsamtök og erum ekki í beinum góðgerðarverkefnum. Það er ekki hægt að setja inn hvað sem er heldur verður verkefnið að höfða til fólks. Almenningur hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á að taka þátt í að fjármagna það að einhver vilji kaupa sér ný dekk.“Stærsta verkefnið sem hefur hlotið fjármögnun í gegnum síðuna eru kaup á sirkustjaldi fyrir Sirkus Íslands en fyrir því söfnuðust sjö milljónir króna. Meðal annarra verkefna sem safnast hefur fyrir eru Grænmetis-Bulsur, Heilshugar millimál, Dyggðarpúðinn, plata Péturs Ben og margt fleira og því ljóst að mörg verkefni hafa komist á koppinn fyrir tilstilli síðunnar. Eftir að verkefnið hefur hlotið fjármögnun má svo fylgjast með gangi mála á vefnum. "Við erum að reyna með þessu að laga ákveðið vandamál í hópfjármögnunarheiminum þar sem það líður oft langur tími frá því að fjármögnun fæst þar til verkefnið er tilbúið. Á meðan vita fjárfestarnir ekki hver staðan er. Það er líka ákveðin hvatning fyrir þá sem standa að verkefninu." Fjölmörg verkefni eru í gangi inni á síðunni núna. Meðal annars safnar tónlistarmaðurinn Skúli mennski fyrir fimmtu breiðskífu sinni og býður í staðinn áskrift að tónlist sinni. Flestir sem safna fyrir verkefnum sínum bjóða þeim sem styrkja eitthvað í staðinn. „Sumir bjóða kærar þakkir, aðrir árituð verk eða að fá verkefnið í einhverri mynd,“ segir Ingi. Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira
Hópfjármögnun verður sífellt vinsælli meðal Íslendinga. Mikil aukning síðustu mánuði. „Það hafa verið margar umsóknir undanfarið. Við erum að fá inn 1-5 umsóknir á dag. Fólk er kannski að átta sig á því að líkurnar á að ná að klára fjármögnun séu meiri en annars staðar eða það er bara orðið meðvitað um þessa leið. Þetta er orðið þekkt og viðurkennt,“ segir Ingi Rafn Sigurðsson, einn af stofnendum hópfjármögnunarsíðunnar Karolina Fund. Þeim fer sífellt fjölgandi sem nýta sér síðuna til að fjármagna skapandi verkefni og segir Ingi Rafn mikla aukningu hafa verið undanfarnar vikur og mánuði. Vefsíðan verður tveggja ára í október og hafa 59 verkefni verið fjármögnuð að fullu í gegnum síðuna frá því hún var stofnuð. Verkefnin inni á síðunni eru öll íslensk eða með íslenska tengingu. Fjármagnið kemur þó víða að. „Það koma um 25 prósent fjármögnunarinnar frá öðrum löndum,“ segir Ingi. Hann segir erlenda aðila sérstaklega hafa mikinn áhuga á því að setja pening í íslenska tónlist. Karolina Fund er í samstarfi við önnur hópfjármögnunarfyrirtæki á Norðurlöndunum og segir Ingi að Íslendingar notfæri sér hópfjármögnun í mun meiri mæli en nágrannaþjóðir okkar. Öll verkefni sem fara í gegnum síðuna verða að vera skapandi á einhvern hátt. „Ástæðan er margþætt. Við erum ekki góðgerðarsamtök og erum ekki í beinum góðgerðarverkefnum. Það er ekki hægt að setja inn hvað sem er heldur verður verkefnið að höfða til fólks. Almenningur hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á að taka þátt í að fjármagna það að einhver vilji kaupa sér ný dekk.“Stærsta verkefnið sem hefur hlotið fjármögnun í gegnum síðuna eru kaup á sirkustjaldi fyrir Sirkus Íslands en fyrir því söfnuðust sjö milljónir króna. Meðal annarra verkefna sem safnast hefur fyrir eru Grænmetis-Bulsur, Heilshugar millimál, Dyggðarpúðinn, plata Péturs Ben og margt fleira og því ljóst að mörg verkefni hafa komist á koppinn fyrir tilstilli síðunnar. Eftir að verkefnið hefur hlotið fjármögnun má svo fylgjast með gangi mála á vefnum. "Við erum að reyna með þessu að laga ákveðið vandamál í hópfjármögnunarheiminum þar sem það líður oft langur tími frá því að fjármögnun fæst þar til verkefnið er tilbúið. Á meðan vita fjárfestarnir ekki hver staðan er. Það er líka ákveðin hvatning fyrir þá sem standa að verkefninu." Fjölmörg verkefni eru í gangi inni á síðunni núna. Meðal annars safnar tónlistarmaðurinn Skúli mennski fyrir fimmtu breiðskífu sinni og býður í staðinn áskrift að tónlist sinni. Flestir sem safna fyrir verkefnum sínum bjóða þeim sem styrkja eitthvað í staðinn. „Sumir bjóða kærar þakkir, aðrir árituð verk eða að fá verkefnið í einhverri mynd,“ segir Ingi.
Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira