Lífið

Cara og Kate sitja fyrir saman

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Kate Moss og Cara Delevingne auglýsa nýtt ilmvatn Burberry.
Kate Moss og Cara Delevingne auglýsa nýtt ilmvatn Burberry. Vísir/Gettyimages
Fyrirsæturnar vinsælu Cara Delevingne og Kate Moss eru í fyrsta sinn saman í auglýsingaherferð. 

Moss og Delevingne eiga það sameiginlegt að vera einar vinsælustu fyrirsætur seinni tíma þrátt fyrir að 19 ár skilji þær að. Báðar hafa þær prýtt hverja forsíðuna á fætur annarri sem og auglýsingaherferð en engum hefur tekist að sameina dömurnar fyrr en nú. 

Saman leika þær í auglýsingaherferð Burberry-tískuhússins fyrir nýtt ilmvatn sem er að koma á markaðinn.

Delevingne birti mynd frá tökustað af sér og Moss en það er enginn annar en stjörnuljósmyndarinn Mario Testino sem er á bakvið linsuna. 

Útkoman getur því varla klikkað en herferðin fer í loftið seinna á þessu ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.