Lífið

Langar að hætta að leika

Ritstjórn Lífsins skrifar
Gæti lagt leiklistina á hilluna.
Gæti lagt leiklistina á hilluna. Vísir/AFP
Leikkonan Lena Dunham gæti hætt að leika um leið og hætt verður að framleiða þættina Girls.

Þetta kemur fram í viðtali leikkonunnar við bandaríska Glamour.

Dunham leikur, skrifar og leikstýrir þáttunum vinsælu um vinkvennahópinn í New York og viðurkennir að það freisti að leggja leiklistina á hilluna. 

"Ég veit ekki hvort mig langi til að leika lengur og er í raun fegin þá daga sem ég þarf ekki að fara í karakter."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.