Lífið

Á stefnumóti í New York

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Jennifer Aniston og hennar heittelskaði, Justin Theroux, skelltu sér á stefnumót í New York í gærkvöldi.

Parið fékk sér kvöldverð á ítalska veitingastaðnum Locanda Verde sem staðsettur er á hóteli í eigu Roberto DeNiro á Manhattan.

Jennifer og Justin trúlofuðu sig árið 2012 en hafa ekki gefið upp hvenær þau ætli að láta pússa sig saman.

Justin er sem stendur í New York að leika í HBO-þættinum The Leftovers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.