Lífið

Rökuðu af sér hárið fyrir veika vinkonu sína

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/SKJÁSKOT
Ellefu vinkonur Gerdi McKenna sem greindist með krabbamein komu henni á óvart þegar hún safnaði þeim saman í myndatöku.

McKenna sem er frá Suður-afríku vildi fá mynd af sér með bestu vinkonum sínum nú í febrúar. Vegna meðferðar við krabbameininu hefur McKenna misst allt hárið. Þegar vinkonurnar mættu í myndatökuna höfðu þær rakað af sér hárið til að sýna henni stuðning.

Á myndbandinu hér að neðan má sjá viðbrögð McKenna þegar hún hitti vinkonur sínar nauða sköllóttar. Hér má sjá ljósmyndirnar sem teknar voru af þeim vinkonunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.