Grundvallarniðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna eru rangar Árni H. Kristjánsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Eins og kunnugt er tók Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna ófrjálsri hendi texta úr bók minni Hugsjónir, fjármál og pólitík. Saga Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í sjötíu og sjö ár. Vegna þessa sökkti ég mér niður í skýrsluna og rak þá augun í að grundvallarniðurstöður nefndarinnar eru rangar. Sú niðurstaða byggir meðal annars á ítarlegri rannsóknarvinnu minni við ritun bókar minnar sem Sögufélag gaf út fyrir síðustu jól. Í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar fer tvennum sögum af heildarkostnaði sem þegar hafi fallið til vegna erfiðleika og falls þeirra. Í bindi 1, bls. 31, segir að kostnaðurinn sé tæplega 35 milljarðar króna. Í sama bindi á bls. 44 segir að kostnaðurinn sé rúmlega 33 milljarðar króna. Þetta misræmi í einni af grundvallarniðurstöðum skýrslunnar er sérkennilegt að sjá og ekki til þess fallið að vekja traust á skýrslunni. Þetta eru þó smámunir miðað við þá niðurstöðu að fall sparisjóðanna muni kosta skattgreiðendur allt að 300 milljarða króna – tala sem slegið hefur verið upp í fjölmiðlum eftir að skýrslan var kynnt. Til grundvallar þessari niðurstöðu nefndarinnar er fyrrnefndur kostnaður sem þegar hefur fallið til og 215 milljarða króna krafa Seðlabanka Íslands í þrotabú Sparisjóðabankans (SPB/Icebank; hér eftir SPB), eins og greint er frá í bindi 1, bls. 44.Notaður sem milliliður Eitt lykilatriði verður að vera á hreinu: Kröfugerð Seðlabankans upp á 215 milljarða króna er sparisjóðunum með öllu óviðkomandi og niðurstaða rannsóknarnefndarinnar því röng. Seðlabankinn veitti lánin að formi til SPB sem endurlánaði þau til viðskiptabankanna þriggja í aðdraganda hrunsins. Seðlabankanum var ekki heimilt að lána bönkunum beint samkvæmt lögum og eigin reglum nema sem „neyðarlán“. Þegar lánin voru veitt voru aðeins fáir sparisjóðir í hópi eigenda SPB sem hafði þá reyndar skipt um nafn og hét Icebank. Aðrir aðilar áttu þá verulegan hlut í bankanum eða 30–40%. Staðreyndir málsins voru þáverandi stjórnendum Seðlabankans að sjálfsögðu ljósar enda var eigið fé SPB ekki nema lítið brot af lánsfjárhæðunum. Öllum hlutaðeigendum var auðvitað fullkunnugt um að lánin voru ekki til nota fyrir SPB og að sparisjóðirnir fengu enga hlutdeild í þeim. SPB var einfaldlega notaður sem milliliður í fálmkenndum tilraunum Seðlabankans til að bjarga viðskiptabönkunum þremur.„Gjaldþrot“ Seðlabankans Fall sparisjóðanna hefur því ekkert með uppgjör Seðlabankans og slitastjórnar SPB að gera. Það er furðulegt, að rannsóknarnefnd á vegum Alþingis, sem hafði mjög rúman tíma og gríðarlegt fjármagn til ráðstöfunar, skuli komast að svo rangri niðurstöðu. Málið allt gefur hins vegar tilefni til að spyrja hvers vegna hefur aðkoma Seðlabanka Íslands að þessu máli og „gjaldþrot“ hans ekki verið rannsakað? Kostnaður sem „þegar hefur fallið til“ vegna erfiðleika og falls sparisjóðanna, 33 eða 35 milljarðar króna eftir því hvar er stungið niður í skýrslunni, er að langmestu leyti tilkominn vegna sparisjóðsins í Keflavík og umdeildra aðgerða ríkisvaldsins til að halda honum á lífi. Þetta hefði auðvitað átt að koma fram með skýrum hætti í niðurstöðukafla skýrslunnar. Við þetta má bæta sem dæmi um afleit vinnubrögð að talan 215 milljarðar króna, sem nefndin telur svo ranglega til tjóns vegna sparisjóðanna, er einnig röng. Til frádráttar hefði nefnilega átt að telja lögfræðikostnað, dráttarvexti, andvirði veða, endurgjald samkvæmt kröfulýsingu og andvirði eigna, samtals hvorki meira né minna en um 125 milljarðar króna. Það er mjög bagalegt að grundvallarniðurstöður nefndarinnar skuli vera svo rangar sem raun ber vitni. Það er því hægt að fullyrða að þessi kostnaðarsama „rannsóknarvinna“ nefndarinnar dragi upp rammskakka mynd af stöðu sparisjóða í kjölfar hrunsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er tók Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna ófrjálsri hendi texta úr bók minni Hugsjónir, fjármál og pólitík. Saga Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í sjötíu og sjö ár. Vegna þessa sökkti ég mér niður í skýrsluna og rak þá augun í að grundvallarniðurstöður nefndarinnar eru rangar. Sú niðurstaða byggir meðal annars á ítarlegri rannsóknarvinnu minni við ritun bókar minnar sem Sögufélag gaf út fyrir síðustu jól. Í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar fer tvennum sögum af heildarkostnaði sem þegar hafi fallið til vegna erfiðleika og falls þeirra. Í bindi 1, bls. 31, segir að kostnaðurinn sé tæplega 35 milljarðar króna. Í sama bindi á bls. 44 segir að kostnaðurinn sé rúmlega 33 milljarðar króna. Þetta misræmi í einni af grundvallarniðurstöðum skýrslunnar er sérkennilegt að sjá og ekki til þess fallið að vekja traust á skýrslunni. Þetta eru þó smámunir miðað við þá niðurstöðu að fall sparisjóðanna muni kosta skattgreiðendur allt að 300 milljarða króna – tala sem slegið hefur verið upp í fjölmiðlum eftir að skýrslan var kynnt. Til grundvallar þessari niðurstöðu nefndarinnar er fyrrnefndur kostnaður sem þegar hefur fallið til og 215 milljarða króna krafa Seðlabanka Íslands í þrotabú Sparisjóðabankans (SPB/Icebank; hér eftir SPB), eins og greint er frá í bindi 1, bls. 44.Notaður sem milliliður Eitt lykilatriði verður að vera á hreinu: Kröfugerð Seðlabankans upp á 215 milljarða króna er sparisjóðunum með öllu óviðkomandi og niðurstaða rannsóknarnefndarinnar því röng. Seðlabankinn veitti lánin að formi til SPB sem endurlánaði þau til viðskiptabankanna þriggja í aðdraganda hrunsins. Seðlabankanum var ekki heimilt að lána bönkunum beint samkvæmt lögum og eigin reglum nema sem „neyðarlán“. Þegar lánin voru veitt voru aðeins fáir sparisjóðir í hópi eigenda SPB sem hafði þá reyndar skipt um nafn og hét Icebank. Aðrir aðilar áttu þá verulegan hlut í bankanum eða 30–40%. Staðreyndir málsins voru þáverandi stjórnendum Seðlabankans að sjálfsögðu ljósar enda var eigið fé SPB ekki nema lítið brot af lánsfjárhæðunum. Öllum hlutaðeigendum var auðvitað fullkunnugt um að lánin voru ekki til nota fyrir SPB og að sparisjóðirnir fengu enga hlutdeild í þeim. SPB var einfaldlega notaður sem milliliður í fálmkenndum tilraunum Seðlabankans til að bjarga viðskiptabönkunum þremur.„Gjaldþrot“ Seðlabankans Fall sparisjóðanna hefur því ekkert með uppgjör Seðlabankans og slitastjórnar SPB að gera. Það er furðulegt, að rannsóknarnefnd á vegum Alþingis, sem hafði mjög rúman tíma og gríðarlegt fjármagn til ráðstöfunar, skuli komast að svo rangri niðurstöðu. Málið allt gefur hins vegar tilefni til að spyrja hvers vegna hefur aðkoma Seðlabanka Íslands að þessu máli og „gjaldþrot“ hans ekki verið rannsakað? Kostnaður sem „þegar hefur fallið til“ vegna erfiðleika og falls sparisjóðanna, 33 eða 35 milljarðar króna eftir því hvar er stungið niður í skýrslunni, er að langmestu leyti tilkominn vegna sparisjóðsins í Keflavík og umdeildra aðgerða ríkisvaldsins til að halda honum á lífi. Þetta hefði auðvitað átt að koma fram með skýrum hætti í niðurstöðukafla skýrslunnar. Við þetta má bæta sem dæmi um afleit vinnubrögð að talan 215 milljarðar króna, sem nefndin telur svo ranglega til tjóns vegna sparisjóðanna, er einnig röng. Til frádráttar hefði nefnilega átt að telja lögfræðikostnað, dráttarvexti, andvirði veða, endurgjald samkvæmt kröfulýsingu og andvirði eigna, samtals hvorki meira né minna en um 125 milljarðar króna. Það er mjög bagalegt að grundvallarniðurstöður nefndarinnar skuli vera svo rangar sem raun ber vitni. Það er því hægt að fullyrða að þessi kostnaðarsama „rannsóknarvinna“ nefndarinnar dragi upp rammskakka mynd af stöðu sparisjóða í kjölfar hrunsins.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun