Landsbankinn þarf að skýra mál sitt Baldur Björnsson skrifar 17. júlí 2014 07:00 Tímabært er að forráðamenn Landsbankans geri opinberlega grein fyrir því hvers vegna í ósköpunum bankinn kaus að leggja Húsasmiðjuna inn á fjárhagslega líknardeild fremur en láta hana að fara sömu leið og önnur gjaldþrota fyrirtæki eftir bankahrunið. Þessi björgunaraðgerð Landsbankans var vægast sagt vafasöm á sínum tíma, en með árunum hefur betur og betur komið í ljós hvað hún var stórkostlega vanhugsuð. Steininn tók úr í síðustu viku, þegar upplýst var að Húsasmiðjan hefði viðurkennt stórfelld samkeppnislagabrot meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og síðar Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna.Gjaldþrot var rökrétt Þegar Landsbankinn yfirtók eignarhald Húsasmiðjunnar hafði fleira hrunið en bankarnir. Nýbyggingamarkaðurinn hafði skroppið saman um 90% og ekki útlit fyrir endurreisn hans næstu árin. Húsasmiðjan stóð verst allra byggingavöruverslana, skuldaði Landsbankanum yfir 10 milljarða króna og birgjum háar fjárhæðir. Fyrirtækið var að sjálfsögðu gjaldþrota. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði Landsbankinn afskrifað hluta krafna sinna og óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Birgjar og aðrir lánveitendur hefðu tekið skellinn, eins og eðlilegt má teljast. En þess í stað tók Landsbankinn Húsasmiðjuna í fangið, skar birgjana niður úr snörunni og varpaði áhættunni á herðar landsmanna, núverandi eigenda bankans.Áfram tap Húsasmiðjunnar Landsbankinn afskrifaði 11,2 milljarða króna af skuldum Húsasmiðjunnar og lagði fyrirtækinu til rekstrarfé. Steindauður byggingamarkaður hafði hins vegar enga þörf fyrir óbreytt umsvif byggingavöruverslana, enda tapaði Húsasmiðjan tæpum tveimur milljörðum króna meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og Framtakssjóðsins, sem er að mestu í eigu lífeyrisjóðanna.Milljarður í skatta og sektir Forráðamenn Landsbankans höfðu vafalítið vitneskju um fyrirhugaða mörg hundruð milljóna króna endurálagningu skatta á Húsasmiðjuna þegar þeir ákváðu að halda lífinu í henni. Meðan fyrirtækið var í eigu bankans og Framtakssjóðs áttu umfangsmikil samkeppnislagabrot sér stað innan Húsasmiðjunnar. Þau lögbrot leiddu til 325 milljóna króna sektargreiðslu. Samtals hefur því bæst við rúmlega milljarðs króna kostnaður af að halda lífinu í Húsasmiðjunni, til viðbótar við tapreksturinn og afskriftirnar.Landsmenn borga brúsann Landsbankinn kom Húsasmiðjunni yfir á Framtakssjóð Íslands, sem svo seldi fyrirtækið í árslok 2011. Kaupandinn yfirtók skuldir, aðallega vegna birgða, og borgaði 800 milljónir króna (sem hann fékk reyndar með 20% afslætti gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans). Þessar 800 milljónir duga hvergi nærri fyrir skatta- og sektargreiðslum og því þarf Landsbankinn – þ.e. við landsmenn sem eigum bankann – að borga það sem upp á vantar.Var vitað um lögbrotin? Landsbankanum ber skylda til að upplýsa opinberlega hversu miklu hann hefur tapað samanlagt á því að halda lífi í Húsasmiðjunni. Bankinn þarf sömuleiðis, ásamt Framtakssjóðnum, að upplýsa hvort umfangsmikil samkeppnislagabrot Húsasmiðjunnar voru með vitund eða samþykki fulltrúa þeirra í stjórn Húsasmiðjunnar, en þeir voru fimm talsins. Eða er kannski ekkert að marka þá fullyrðingu Framtakssjóðsins, í reglum hans um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar, að hann leggi áherslu á að þau fyrirtæki sem fjárfest er í starfi samkvæmt lögum og reglum? Eru þessar reglur bara til að sýnast? Samanlagt milljarðatap Landsbankans og Framtakssjóðsins á lífgjöf Húsasmiðjunnar er útreiknanlegt og er smám saman að koma í ljós. Erfiðara verður að reikna út það samfélagslega tap sem hlotist hefur af samráði Húsasmiðjunnar og Byko til að koma í veg fyrir samkeppni á byggingavörumarkaði. Ekki aðeins hefur þetta samráð leitt til þess að neytendur borga hærra verð fyrir byggingavörur, heldur hafa afborganir lána þeirra hækkað fyrir vikið. En kannski þykja það ekki vond tíðindi þegar banki á í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tímabært er að forráðamenn Landsbankans geri opinberlega grein fyrir því hvers vegna í ósköpunum bankinn kaus að leggja Húsasmiðjuna inn á fjárhagslega líknardeild fremur en láta hana að fara sömu leið og önnur gjaldþrota fyrirtæki eftir bankahrunið. Þessi björgunaraðgerð Landsbankans var vægast sagt vafasöm á sínum tíma, en með árunum hefur betur og betur komið í ljós hvað hún var stórkostlega vanhugsuð. Steininn tók úr í síðustu viku, þegar upplýst var að Húsasmiðjan hefði viðurkennt stórfelld samkeppnislagabrot meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og síðar Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna.Gjaldþrot var rökrétt Þegar Landsbankinn yfirtók eignarhald Húsasmiðjunnar hafði fleira hrunið en bankarnir. Nýbyggingamarkaðurinn hafði skroppið saman um 90% og ekki útlit fyrir endurreisn hans næstu árin. Húsasmiðjan stóð verst allra byggingavöruverslana, skuldaði Landsbankanum yfir 10 milljarða króna og birgjum háar fjárhæðir. Fyrirtækið var að sjálfsögðu gjaldþrota. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði Landsbankinn afskrifað hluta krafna sinna og óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Birgjar og aðrir lánveitendur hefðu tekið skellinn, eins og eðlilegt má teljast. En þess í stað tók Landsbankinn Húsasmiðjuna í fangið, skar birgjana niður úr snörunni og varpaði áhættunni á herðar landsmanna, núverandi eigenda bankans.Áfram tap Húsasmiðjunnar Landsbankinn afskrifaði 11,2 milljarða króna af skuldum Húsasmiðjunnar og lagði fyrirtækinu til rekstrarfé. Steindauður byggingamarkaður hafði hins vegar enga þörf fyrir óbreytt umsvif byggingavöruverslana, enda tapaði Húsasmiðjan tæpum tveimur milljörðum króna meðan fyrirtækið var í eigu Landsbankans og Framtakssjóðsins, sem er að mestu í eigu lífeyrisjóðanna.Milljarður í skatta og sektir Forráðamenn Landsbankans höfðu vafalítið vitneskju um fyrirhugaða mörg hundruð milljóna króna endurálagningu skatta á Húsasmiðjuna þegar þeir ákváðu að halda lífinu í henni. Meðan fyrirtækið var í eigu bankans og Framtakssjóðs áttu umfangsmikil samkeppnislagabrot sér stað innan Húsasmiðjunnar. Þau lögbrot leiddu til 325 milljóna króna sektargreiðslu. Samtals hefur því bæst við rúmlega milljarðs króna kostnaður af að halda lífinu í Húsasmiðjunni, til viðbótar við tapreksturinn og afskriftirnar.Landsmenn borga brúsann Landsbankinn kom Húsasmiðjunni yfir á Framtakssjóð Íslands, sem svo seldi fyrirtækið í árslok 2011. Kaupandinn yfirtók skuldir, aðallega vegna birgða, og borgaði 800 milljónir króna (sem hann fékk reyndar með 20% afslætti gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans). Þessar 800 milljónir duga hvergi nærri fyrir skatta- og sektargreiðslum og því þarf Landsbankinn – þ.e. við landsmenn sem eigum bankann – að borga það sem upp á vantar.Var vitað um lögbrotin? Landsbankanum ber skylda til að upplýsa opinberlega hversu miklu hann hefur tapað samanlagt á því að halda lífi í Húsasmiðjunni. Bankinn þarf sömuleiðis, ásamt Framtakssjóðnum, að upplýsa hvort umfangsmikil samkeppnislagabrot Húsasmiðjunnar voru með vitund eða samþykki fulltrúa þeirra í stjórn Húsasmiðjunnar, en þeir voru fimm talsins. Eða er kannski ekkert að marka þá fullyrðingu Framtakssjóðsins, í reglum hans um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar, að hann leggi áherslu á að þau fyrirtæki sem fjárfest er í starfi samkvæmt lögum og reglum? Eru þessar reglur bara til að sýnast? Samanlagt milljarðatap Landsbankans og Framtakssjóðsins á lífgjöf Húsasmiðjunnar er útreiknanlegt og er smám saman að koma í ljós. Erfiðara verður að reikna út það samfélagslega tap sem hlotist hefur af samráði Húsasmiðjunnar og Byko til að koma í veg fyrir samkeppni á byggingavörumarkaði. Ekki aðeins hefur þetta samráð leitt til þess að neytendur borga hærra verð fyrir byggingavörur, heldur hafa afborganir lána þeirra hækkað fyrir vikið. En kannski þykja það ekki vond tíðindi þegar banki á í hlut.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun