Grátkór Landspítala Lýður Árnason skrifar 27. október 2014 07:00 Á dögunum var athyglisvert Kastljósviðtal við sex starfsmenn Landspítalans þar sem vandi sjúkrahússins var reifaður sem og heilbrigðiskerfisins í heild. Þörfin fyrir nýtt sjúkrahús kom glögglega fram hjá öllum viðmælendum og var heilbrigðisráðherra því hjartanlega sammála kvöldið eftir og bætti við að ekkert væri að vanbúnaði nema fjármagnið. Á Íslandi búa 330 þúsund manns. Eitt breiðstræti í Berlín. Á Íslandi eru valdamiklar ættir, valdamiklir hagsmunahópar og valdamiklir viðhlæjendur. En á Íslandi eru líka auðlindir sem miðað við íbúafjölda ættu auðveldlega að tryggja almenna velsæld, þ.m.t. almennilega útbúinn spítala. Gætum að því að hægt væri að byggja nýjan spítala á tveimur árum fyrir leigugjöld af kvóta sem útgerðin innheimtir í dag. En hvers vegna gera stjórnmálamenn ekkert í málinu? Í mínum huga er svarið augljóst: Valdamiklar ættir og hagsmunahópar geta í krafti tengsla og fjármagns ráðið ansi miklu um val fulltrúa á þingi og sveitastjórnum. Þetta samspil tryggir áframhaldandi aðgengi að auðlindum, aðgengi að fjármagni, aðgengi að fjölmiðlum, aðgengi að fræðimönnum, aðgengi að sérfræðingum og aðgengi að lögfræðingum. Ný stjórnarskrá var atlaga að þessari samfélagsómynd og skýrir hvers vegna stjórnvöldum var svo í mun að hún næði ekki fram að ganga. Við sexmenningana frá Landspítalanum vil ég segja þetta: Þjóðarbúið er stórskuldugt, líkast skuldar hver fæddur Íslendingur meira en tvær milljónir. Við kúrum í skjóli gjaldeyrishafta. RÚV á ekki fyrir skuldum. Læknar eru í verkfalli, tónlistarkennarar eru í verkfalli og verkalýðshreyfingin farin að grafa upp stríðsaxirnar. Matarskattur var hækkaður á dögunum og máltíð dagsins verðlögð á 248 krónur meðan dagpeningarnir ykkar eru 11 þúsund krónur. Þið getið kannski vælt út nýjan Landspítala en það verður þá upp á krít sem þýðir á venjulegu máli að velta vandanum á undan sér. Annar kostur og varanlegri er sá að kjósa í burtu þá ráðamenn sem halda auðlindum þjóðarinnar frá almennri velsæld. Til þess höfum við stofugang á fjögurra ára fresti. Hafið það hugfast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum var athyglisvert Kastljósviðtal við sex starfsmenn Landspítalans þar sem vandi sjúkrahússins var reifaður sem og heilbrigðiskerfisins í heild. Þörfin fyrir nýtt sjúkrahús kom glögglega fram hjá öllum viðmælendum og var heilbrigðisráðherra því hjartanlega sammála kvöldið eftir og bætti við að ekkert væri að vanbúnaði nema fjármagnið. Á Íslandi búa 330 þúsund manns. Eitt breiðstræti í Berlín. Á Íslandi eru valdamiklar ættir, valdamiklir hagsmunahópar og valdamiklir viðhlæjendur. En á Íslandi eru líka auðlindir sem miðað við íbúafjölda ættu auðveldlega að tryggja almenna velsæld, þ.m.t. almennilega útbúinn spítala. Gætum að því að hægt væri að byggja nýjan spítala á tveimur árum fyrir leigugjöld af kvóta sem útgerðin innheimtir í dag. En hvers vegna gera stjórnmálamenn ekkert í málinu? Í mínum huga er svarið augljóst: Valdamiklar ættir og hagsmunahópar geta í krafti tengsla og fjármagns ráðið ansi miklu um val fulltrúa á þingi og sveitastjórnum. Þetta samspil tryggir áframhaldandi aðgengi að auðlindum, aðgengi að fjármagni, aðgengi að fjölmiðlum, aðgengi að fræðimönnum, aðgengi að sérfræðingum og aðgengi að lögfræðingum. Ný stjórnarskrá var atlaga að þessari samfélagsómynd og skýrir hvers vegna stjórnvöldum var svo í mun að hún næði ekki fram að ganga. Við sexmenningana frá Landspítalanum vil ég segja þetta: Þjóðarbúið er stórskuldugt, líkast skuldar hver fæddur Íslendingur meira en tvær milljónir. Við kúrum í skjóli gjaldeyrishafta. RÚV á ekki fyrir skuldum. Læknar eru í verkfalli, tónlistarkennarar eru í verkfalli og verkalýðshreyfingin farin að grafa upp stríðsaxirnar. Matarskattur var hækkaður á dögunum og máltíð dagsins verðlögð á 248 krónur meðan dagpeningarnir ykkar eru 11 þúsund krónur. Þið getið kannski vælt út nýjan Landspítala en það verður þá upp á krít sem þýðir á venjulegu máli að velta vandanum á undan sér. Annar kostur og varanlegri er sá að kjósa í burtu þá ráðamenn sem halda auðlindum þjóðarinnar frá almennri velsæld. Til þess höfum við stofugang á fjögurra ára fresti. Hafið það hugfast.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar