Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Björgvin Guðmundsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. Almenningi er misboðið vegna þess, að nú eru þessir sömu forustumenn að svíkja þetta kosningaloforð. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að afturkalla aðildarumsókn að ESB undirstrikar kosningasvikin, þar eð afturkalla á umsóknina án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin mótmælir þessum svikum harðlega. 8.000 manna mótmælafundur á Austurvelli 1. mars sl. var hápunktur mótmælanna. Það voru yfirleitt í kringum 5.000 manns, sem sóttu mótmælafundi búsáhaldabyltingarinnar. Sú mótmælaalda hrakti ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá völdum. Mótmælin nú rísa hærra en í búsáhaldabyltingunni. Þau geta því hæglega hrakið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr valdastólum. Ríkisstjórn hans reynir áreiðanlega að bjarga eigin skinni með því að draga þingsályktunartillöguna til baka. En ekki er víst að það dugi. Þjóðin vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og hún vill fá hana strax.Í opna skjöldu Ríkisstjórnin reynir að snúa mótmælunum gegn kosningasvikunum upp í umræður um afstöðu til ESB, þ.e. hvort þjóðin vilji ganga í ESB eða ekki. En málið snýst ekki um þá spurningu. Málið snýst um það, hvort forustumenn í stjórnmálum geti blákalt svikið ákveðin kosningaloforð. Það er aðalatriðið í hugum flestra en sumir vilja einnig að málið fjalli um það, hvort ljúka eigi aðildarviðræðum og fá aðildarsamning upp á borðið. Fylgið hrynur af stjórnarflokkunum vegna svika á kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson sagði, að hann hefði ekki átt von á svo miklum átökum sem orðið hafa um málið. Nei, þeir hafa sennilega hvorugir, hvorki Bjarni né Sigmundur, átt von á svo miklum mótmælum sem raun ber vitni. Mótmælin rísa hátt vegna þess, að um mjög gróf svik á kosningaloforðum er að ræða en einnig vegna þess, að þjóðin hefur miklu meiri áhuga á því að taka þátt í ákvarðanatöku en áður. Þjóðin lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er.Tillagan var stórgölluð Orðalag þingsályktunartillögunnar hefur einnig verið harðlega gagnrýnt. Til dæmis er í tillögunni reynt að binda hendur stjórnvalda framtíðarinnar með því að segja, að samningaviðræður við ESB verði ekki hafnar á ný nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin vilji stefna að aðild að ESB. Ég tel, að það standist ekki að binda þannig hendur Alþingis og ríkisstjórnar í framtíðinni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB getur einungis fjallað um aðildarsamning eða spurninguna um það, hvort halda eigi viðræðum áfram og ljúka þeim eða ekki. Greinargerð tillögunnar var einnig stórgölluð. Þar voru fullyrðingar um, að vissir þingmenn sem greiddu atkvæði með því að sækja um aðild að ESB á sínum tíma hefðu ekki fylgt sannfæringu sinni. Greinargerðin hefur nú verið lagfærð. En ljóst er, að slíkar fullyrðingar um tiltekna þingmenn eiga ekki heima í stjórnartillögu.Sérlausn í sjávarútvegsmálum? Ég er talsverður Evrópusinni en þó ekki svo mikill, að ég samþykki hvaða aðildarsamning sem er. Ef samningurinn um sjávarútvegsmál verður ekki nægilega hagstæður fyrir Ísland, mun ég greiða ákvæði á móti inngöngu í ESB. En ég er hóflega bjartsýnn á það, að við fáum sérlausn í sjávarútvegsmálum, sem fullnægi hagsmunum Íslands. Ég bind vonir við, að Ísland og fiskimiðin við landið verði samþykkt sem sérstakt sjálfstjórnarsvæði ESB í sjávarútvegsmálum. Verði það samþykkt er okkur borgið. Það hefur ekkert ríki, sem er jafn háð sjávarútvegi og Ísland, sótt um aðild að ESB. Sú staðreynd mun hafa mikil áhrif, þegar sjávarútvegskaflinn í viðræðum Íslands við ESB verður afgreiddur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Sjá meira
Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. Almenningi er misboðið vegna þess, að nú eru þessir sömu forustumenn að svíkja þetta kosningaloforð. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að afturkalla aðildarumsókn að ESB undirstrikar kosningasvikin, þar eð afturkalla á umsóknina án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin mótmælir þessum svikum harðlega. 8.000 manna mótmælafundur á Austurvelli 1. mars sl. var hápunktur mótmælanna. Það voru yfirleitt í kringum 5.000 manns, sem sóttu mótmælafundi búsáhaldabyltingarinnar. Sú mótmælaalda hrakti ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá völdum. Mótmælin nú rísa hærra en í búsáhaldabyltingunni. Þau geta því hæglega hrakið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr valdastólum. Ríkisstjórn hans reynir áreiðanlega að bjarga eigin skinni með því að draga þingsályktunartillöguna til baka. En ekki er víst að það dugi. Þjóðin vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og hún vill fá hana strax.Í opna skjöldu Ríkisstjórnin reynir að snúa mótmælunum gegn kosningasvikunum upp í umræður um afstöðu til ESB, þ.e. hvort þjóðin vilji ganga í ESB eða ekki. En málið snýst ekki um þá spurningu. Málið snýst um það, hvort forustumenn í stjórnmálum geti blákalt svikið ákveðin kosningaloforð. Það er aðalatriðið í hugum flestra en sumir vilja einnig að málið fjalli um það, hvort ljúka eigi aðildarviðræðum og fá aðildarsamning upp á borðið. Fylgið hrynur af stjórnarflokkunum vegna svika á kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson sagði, að hann hefði ekki átt von á svo miklum átökum sem orðið hafa um málið. Nei, þeir hafa sennilega hvorugir, hvorki Bjarni né Sigmundur, átt von á svo miklum mótmælum sem raun ber vitni. Mótmælin rísa hátt vegna þess, að um mjög gróf svik á kosningaloforðum er að ræða en einnig vegna þess, að þjóðin hefur miklu meiri áhuga á því að taka þátt í ákvarðanatöku en áður. Þjóðin lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er.Tillagan var stórgölluð Orðalag þingsályktunartillögunnar hefur einnig verið harðlega gagnrýnt. Til dæmis er í tillögunni reynt að binda hendur stjórnvalda framtíðarinnar með því að segja, að samningaviðræður við ESB verði ekki hafnar á ný nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin vilji stefna að aðild að ESB. Ég tel, að það standist ekki að binda þannig hendur Alþingis og ríkisstjórnar í framtíðinni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB getur einungis fjallað um aðildarsamning eða spurninguna um það, hvort halda eigi viðræðum áfram og ljúka þeim eða ekki. Greinargerð tillögunnar var einnig stórgölluð. Þar voru fullyrðingar um, að vissir þingmenn sem greiddu atkvæði með því að sækja um aðild að ESB á sínum tíma hefðu ekki fylgt sannfæringu sinni. Greinargerðin hefur nú verið lagfærð. En ljóst er, að slíkar fullyrðingar um tiltekna þingmenn eiga ekki heima í stjórnartillögu.Sérlausn í sjávarútvegsmálum? Ég er talsverður Evrópusinni en þó ekki svo mikill, að ég samþykki hvaða aðildarsamning sem er. Ef samningurinn um sjávarútvegsmál verður ekki nægilega hagstæður fyrir Ísland, mun ég greiða ákvæði á móti inngöngu í ESB. En ég er hóflega bjartsýnn á það, að við fáum sérlausn í sjávarútvegsmálum, sem fullnægi hagsmunum Íslands. Ég bind vonir við, að Ísland og fiskimiðin við landið verði samþykkt sem sérstakt sjálfstjórnarsvæði ESB í sjávarútvegsmálum. Verði það samþykkt er okkur borgið. Það hefur ekkert ríki, sem er jafn háð sjávarútvegi og Ísland, sótt um aðild að ESB. Sú staðreynd mun hafa mikil áhrif, þegar sjávarútvegskaflinn í viðræðum Íslands við ESB verður afgreiddur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun