Landið á hausnum ef Steingrímur J réði ferðinni Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2014 20:28 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að landið væri á hausnum ef Steingrímur J. Sigfússon hefi náð sínu fram, en það hitnaði í kolunum þegar þingmenn ræddu brotthvarf útgerðarfélagsins Vísis frá þremur stöðum á landsbyggðinni. Kristján L. Möller sjöundi þingmaður Norðausturkjördæmis spurði forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður sama kjördæmis á Alþingi í dag, um hvað ríkisstjórnin og hann hyggðust gera vegna þess ástands sem væri að skapast í atvinnumálum á Húsavík og á Djúpavogi vegna brotthvarfs útgerðarfyrirtækisins Vísis frá byggðarlögunum. „Á Djúpavogi stendur þetta þannig að 4.000 tonna afli er að fara úr byggðarlaginu, úr vinnslu í fiskvinnsluhúsinu á þessum stað og fimmtíu manns eru að missa vinnuna,“ sagði Kristján. Svipuð staða væri uppi á Húsavík og á þingeyri og nú boðaði útgerðin stuðning við hreppaflutninga fólks til Grindavíkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir með Kristjáni að staðan væri alvarleg á þessum stöðum og kallaði á sértækar aðgerðir ef ekki tækist að leysa úr málum og hann hefði greint sveitarstjórnarmönnum frá þessu og fylgdist með málum. „En stjórnmálamenn verða hins vegar að gefa sveitarstjórfólki á hverjum stað líka svigrúm til að vinna að lausn mála, í stað þess að skipa fólki að leysa þau á tiltekinn hátt,“ sagði forsætisráðherra. Þegar nokkuð var liðið á fyrirspurnina fauk bæði í forsætisráðherra og nokkra þingmenn. Forsætisráðherra sagði að sem betur fer hefði núverandi stjórn fallið frá áformum fyrri stjórnar um allt að 20 milljarða veiðigjald sem krefðist samþjöppunar hjá útgerðinni. „Þá þyrftu menn ekki að vera að velta fyrir sér stöðunni á tveimur stöðum, heldur stöðunni um allt land. Sem betur fer erum við enn í aðstöðu til þess að bregðast við vandanum á þessum tveimur stöðum vegna þess að kerfið er ennþá til þess fallið að leysa þessa stöðu. Það var komið í veg fyrir allsherjar hrun með því að koma í veg fyrir stefnu síðustu ríkisstjórnar,“ sagði forsætisráðherra undir nokkrum framíköllum úr þingsal. Þegar Sigmundur Davíð var síðan á leið úr ræðustóli í sæti sitt kallaði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna úr sama kjörtæmdi og forsætisráðherra að Sigmundi: „Er þetta það eina sem þú hefur að segja við fólkið á þessum stöðum?“ Forsætisráðherra sagði þá: Þú ætlaðir að setja .... en tókst ekki að klára setningu sína því Steingrímur kallaði að honum: „Haf þú þig austur, farðu austur og hittu fólkið.“ Sem Sigmundur Davíð svarði með kalli úr sæti sínu: „Landið væri á hausnum ef þú hefðir náð þínu fram.“ Af þessu loknu steig Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í ræðustól. „Já virðulegur forseti, það er ástæða til að byrja á því að óska hæstvirtum forsætisráðherra gleðilegs sumars,“ sagði Helgi. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að landið væri á hausnum ef Steingrímur J. Sigfússon hefi náð sínu fram, en það hitnaði í kolunum þegar þingmenn ræddu brotthvarf útgerðarfélagsins Vísis frá þremur stöðum á landsbyggðinni. Kristján L. Möller sjöundi þingmaður Norðausturkjördæmis spurði forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður sama kjördæmis á Alþingi í dag, um hvað ríkisstjórnin og hann hyggðust gera vegna þess ástands sem væri að skapast í atvinnumálum á Húsavík og á Djúpavogi vegna brotthvarfs útgerðarfyrirtækisins Vísis frá byggðarlögunum. „Á Djúpavogi stendur þetta þannig að 4.000 tonna afli er að fara úr byggðarlaginu, úr vinnslu í fiskvinnsluhúsinu á þessum stað og fimmtíu manns eru að missa vinnuna,“ sagði Kristján. Svipuð staða væri uppi á Húsavík og á þingeyri og nú boðaði útgerðin stuðning við hreppaflutninga fólks til Grindavíkur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók undir með Kristjáni að staðan væri alvarleg á þessum stöðum og kallaði á sértækar aðgerðir ef ekki tækist að leysa úr málum og hann hefði greint sveitarstjórnarmönnum frá þessu og fylgdist með málum. „En stjórnmálamenn verða hins vegar að gefa sveitarstjórfólki á hverjum stað líka svigrúm til að vinna að lausn mála, í stað þess að skipa fólki að leysa þau á tiltekinn hátt,“ sagði forsætisráðherra. Þegar nokkuð var liðið á fyrirspurnina fauk bæði í forsætisráðherra og nokkra þingmenn. Forsætisráðherra sagði að sem betur fer hefði núverandi stjórn fallið frá áformum fyrri stjórnar um allt að 20 milljarða veiðigjald sem krefðist samþjöppunar hjá útgerðinni. „Þá þyrftu menn ekki að vera að velta fyrir sér stöðunni á tveimur stöðum, heldur stöðunni um allt land. Sem betur fer erum við enn í aðstöðu til þess að bregðast við vandanum á þessum tveimur stöðum vegna þess að kerfið er ennþá til þess fallið að leysa þessa stöðu. Það var komið í veg fyrir allsherjar hrun með því að koma í veg fyrir stefnu síðustu ríkisstjórnar,“ sagði forsætisráðherra undir nokkrum framíköllum úr þingsal. Þegar Sigmundur Davíð var síðan á leið úr ræðustóli í sæti sitt kallaði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna úr sama kjörtæmdi og forsætisráðherra að Sigmundi: „Er þetta það eina sem þú hefur að segja við fólkið á þessum stöðum?“ Forsætisráðherra sagði þá: Þú ætlaðir að setja .... en tókst ekki að klára setningu sína því Steingrímur kallaði að honum: „Haf þú þig austur, farðu austur og hittu fólkið.“ Sem Sigmundur Davíð svarði með kalli úr sæti sínu: „Landið væri á hausnum ef þú hefðir náð þínu fram.“ Af þessu loknu steig Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar í ræðustól. „Já virðulegur forseti, það er ástæða til að byrja á því að óska hæstvirtum forsætisráðherra gleðilegs sumars,“ sagði Helgi.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira