Dagur: Maður fær bara kjánahroll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2014 07:00 Dagur Sigurðsson er í tvöföldu þjálfarahlutverki í vetur. fréttablaðið/getty Síðustu mánuðir Dags Sigurðssonar hafa verið annasamir en auk þess að stýra þýska úrvalsdeildarfélaginu Füchse Berlin, líkt og hann hefur gert síðan 2009 með góðum árangri, var hann þann 12. ágúst sl. ráðinn landsliðsþjálfari Þýskalands. Þar er honum ætlað það verkefni að koma Þýskalandi úr þeim öldudal sem liðið hefur verið í síðustu misserin. Ráðningu Dags var vel tekið á flestum vígstöðvum en þó var ákvörðun þýska handboltasambandsins að ráða þjálfara sem væri enn starfandi í þýsku úrvalsdeildinni gagnrýnd. Það kom Degi sjálfum ekki á óvart. „Við buðum upp á umræðuna með þessari ákvörðun,“ segir Dagur við Fréttablaðið en hann lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin í lok tímabilsins. Erlingur Richardsson tekur við starfinu en gengið var frá ráðningu hans í síðustu viku. „En á meðan ég verð með bæði liðin þá verður þessi umræða alltaf lifandi. Þetta var þó ákvörðun sem var tekin í sátt allra aðila – Füchse Berlin, þýska sambandsins og í raun deildarinnar líka – og því hafa hin liðin í deildinni ekki gagnrýnt þetta.“Maður hlýtur að lifa veturinn af Hann segir að sér hafi gengið ágætlega að sinna báðum verkefnum. „Við í landsliðinu fórum ágætlega stað í okkar riðli [í undankeppni EM 2016] en nú er einbeitingin hjá Füchse Berlin fram að áramótum. Eftir mótið í Katar verða svo 3-4 mánuðir eftir af tímabilinu og maður hlýtur að lifa það af,“ segir hann í léttum dúr. Í júlí bárust þær fregnir að Þýskaland, sem tapaði fyrir Póllandi í umspilskeppninni í júní, færi þrátt fyrir allt á HM í Katar eftir að keppnisréttur Eyjaálfu var afturkallaður. Forráðamenn HSÍ á Íslandi voru ósáttir enda hafði Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilgreint Ísland sem fyrstu varaþjóð álfunnar. Þrátt fyrir mikil mótmæli og kæru HSÍ varð ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ekki haggað. Það var því mikið fagnað hér á landi þegar IHF ákvað síðla í nóvember að veita Íslandi sæti í keppninni eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu sig úr keppni. Liðin óskuðu reyndar svo eftir því að komast aftur inn en IHF vísaði því umsvifalaust frá.Ekkert svakalegt plott í gangi „Ég er gríðarlega sáttur við að Ísland verði með,“ segir Dagur. „Þetta sýnir kannski að það var ekkert svakalegt plott í gangi þegar Þýskaland komst inn – enda hefur nú komið í ljós að sjónvarpsrétturinn í Þýskalandi er í uppnámi,“ segir Dagur en samningar náðust ekki á milli rétthafa keppninnar og þýsku ríkisstöðvanna ZDF og ARD. Hefur það verið harkalega gagnrýnt í Þýskalandi. Ísland fór inn í C-riðil í stað Barein og Þýskaland í D-riðil í stað Ástralíu. Eins og gefur að skilja eru riðlarnir því mun sterkari fyrir vikið en liðin úr þessum riðlum munu svo mætast í 16-liða úrslitum keppninnar.Geðþóttaákvarðanir teknar „Menn taka geðþóttaákvarðanir í þessum efnum og þessum liðum sem komu inn er einfaldlega raðað í riðla eftir hentisemi. Maður fær bara kjánahroll með því að tala um þetta,“ segir Dagur. Næstu verkefni íslenska landsliðsins verða æfingaleikir gegn Degi og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöll dagana 4. og 5. janúar. „Það er mjög spennandi og verður örugglega léttara yfir heimsókninni fyrst bæði lið eru að fara til Katar. Maður kemur þá ekki heim sem einhver svikari,“ segir Dagur og hlær. Handbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Síðustu mánuðir Dags Sigurðssonar hafa verið annasamir en auk þess að stýra þýska úrvalsdeildarfélaginu Füchse Berlin, líkt og hann hefur gert síðan 2009 með góðum árangri, var hann þann 12. ágúst sl. ráðinn landsliðsþjálfari Þýskalands. Þar er honum ætlað það verkefni að koma Þýskalandi úr þeim öldudal sem liðið hefur verið í síðustu misserin. Ráðningu Dags var vel tekið á flestum vígstöðvum en þó var ákvörðun þýska handboltasambandsins að ráða þjálfara sem væri enn starfandi í þýsku úrvalsdeildinni gagnrýnd. Það kom Degi sjálfum ekki á óvart. „Við buðum upp á umræðuna með þessari ákvörðun,“ segir Dagur við Fréttablaðið en hann lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin í lok tímabilsins. Erlingur Richardsson tekur við starfinu en gengið var frá ráðningu hans í síðustu viku. „En á meðan ég verð með bæði liðin þá verður þessi umræða alltaf lifandi. Þetta var þó ákvörðun sem var tekin í sátt allra aðila – Füchse Berlin, þýska sambandsins og í raun deildarinnar líka – og því hafa hin liðin í deildinni ekki gagnrýnt þetta.“Maður hlýtur að lifa veturinn af Hann segir að sér hafi gengið ágætlega að sinna báðum verkefnum. „Við í landsliðinu fórum ágætlega stað í okkar riðli [í undankeppni EM 2016] en nú er einbeitingin hjá Füchse Berlin fram að áramótum. Eftir mótið í Katar verða svo 3-4 mánuðir eftir af tímabilinu og maður hlýtur að lifa það af,“ segir hann í léttum dúr. Í júlí bárust þær fregnir að Þýskaland, sem tapaði fyrir Póllandi í umspilskeppninni í júní, færi þrátt fyrir allt á HM í Katar eftir að keppnisréttur Eyjaálfu var afturkallaður. Forráðamenn HSÍ á Íslandi voru ósáttir enda hafði Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilgreint Ísland sem fyrstu varaþjóð álfunnar. Þrátt fyrir mikil mótmæli og kæru HSÍ varð ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ekki haggað. Það var því mikið fagnað hér á landi þegar IHF ákvað síðla í nóvember að veita Íslandi sæti í keppninni eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu sig úr keppni. Liðin óskuðu reyndar svo eftir því að komast aftur inn en IHF vísaði því umsvifalaust frá.Ekkert svakalegt plott í gangi „Ég er gríðarlega sáttur við að Ísland verði með,“ segir Dagur. „Þetta sýnir kannski að það var ekkert svakalegt plott í gangi þegar Þýskaland komst inn – enda hefur nú komið í ljós að sjónvarpsrétturinn í Þýskalandi er í uppnámi,“ segir Dagur en samningar náðust ekki á milli rétthafa keppninnar og þýsku ríkisstöðvanna ZDF og ARD. Hefur það verið harkalega gagnrýnt í Þýskalandi. Ísland fór inn í C-riðil í stað Barein og Þýskaland í D-riðil í stað Ástralíu. Eins og gefur að skilja eru riðlarnir því mun sterkari fyrir vikið en liðin úr þessum riðlum munu svo mætast í 16-liða úrslitum keppninnar.Geðþóttaákvarðanir teknar „Menn taka geðþóttaákvarðanir í þessum efnum og þessum liðum sem komu inn er einfaldlega raðað í riðla eftir hentisemi. Maður fær bara kjánahroll með því að tala um þetta,“ segir Dagur. Næstu verkefni íslenska landsliðsins verða æfingaleikir gegn Degi og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöll dagana 4. og 5. janúar. „Það er mjög spennandi og verður örugglega léttara yfir heimsókninni fyrst bæði lið eru að fara til Katar. Maður kemur þá ekki heim sem einhver svikari,“ segir Dagur og hlær.
Handbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira