Dagur: Maður fær bara kjánahroll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2014 07:00 Dagur Sigurðsson er í tvöföldu þjálfarahlutverki í vetur. fréttablaðið/getty Síðustu mánuðir Dags Sigurðssonar hafa verið annasamir en auk þess að stýra þýska úrvalsdeildarfélaginu Füchse Berlin, líkt og hann hefur gert síðan 2009 með góðum árangri, var hann þann 12. ágúst sl. ráðinn landsliðsþjálfari Þýskalands. Þar er honum ætlað það verkefni að koma Þýskalandi úr þeim öldudal sem liðið hefur verið í síðustu misserin. Ráðningu Dags var vel tekið á flestum vígstöðvum en þó var ákvörðun þýska handboltasambandsins að ráða þjálfara sem væri enn starfandi í þýsku úrvalsdeildinni gagnrýnd. Það kom Degi sjálfum ekki á óvart. „Við buðum upp á umræðuna með þessari ákvörðun,“ segir Dagur við Fréttablaðið en hann lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin í lok tímabilsins. Erlingur Richardsson tekur við starfinu en gengið var frá ráðningu hans í síðustu viku. „En á meðan ég verð með bæði liðin þá verður þessi umræða alltaf lifandi. Þetta var þó ákvörðun sem var tekin í sátt allra aðila – Füchse Berlin, þýska sambandsins og í raun deildarinnar líka – og því hafa hin liðin í deildinni ekki gagnrýnt þetta.“Maður hlýtur að lifa veturinn af Hann segir að sér hafi gengið ágætlega að sinna báðum verkefnum. „Við í landsliðinu fórum ágætlega stað í okkar riðli [í undankeppni EM 2016] en nú er einbeitingin hjá Füchse Berlin fram að áramótum. Eftir mótið í Katar verða svo 3-4 mánuðir eftir af tímabilinu og maður hlýtur að lifa það af,“ segir hann í léttum dúr. Í júlí bárust þær fregnir að Þýskaland, sem tapaði fyrir Póllandi í umspilskeppninni í júní, færi þrátt fyrir allt á HM í Katar eftir að keppnisréttur Eyjaálfu var afturkallaður. Forráðamenn HSÍ á Íslandi voru ósáttir enda hafði Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilgreint Ísland sem fyrstu varaþjóð álfunnar. Þrátt fyrir mikil mótmæli og kæru HSÍ varð ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ekki haggað. Það var því mikið fagnað hér á landi þegar IHF ákvað síðla í nóvember að veita Íslandi sæti í keppninni eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu sig úr keppni. Liðin óskuðu reyndar svo eftir því að komast aftur inn en IHF vísaði því umsvifalaust frá.Ekkert svakalegt plott í gangi „Ég er gríðarlega sáttur við að Ísland verði með,“ segir Dagur. „Þetta sýnir kannski að það var ekkert svakalegt plott í gangi þegar Þýskaland komst inn – enda hefur nú komið í ljós að sjónvarpsrétturinn í Þýskalandi er í uppnámi,“ segir Dagur en samningar náðust ekki á milli rétthafa keppninnar og þýsku ríkisstöðvanna ZDF og ARD. Hefur það verið harkalega gagnrýnt í Þýskalandi. Ísland fór inn í C-riðil í stað Barein og Þýskaland í D-riðil í stað Ástralíu. Eins og gefur að skilja eru riðlarnir því mun sterkari fyrir vikið en liðin úr þessum riðlum munu svo mætast í 16-liða úrslitum keppninnar.Geðþóttaákvarðanir teknar „Menn taka geðþóttaákvarðanir í þessum efnum og þessum liðum sem komu inn er einfaldlega raðað í riðla eftir hentisemi. Maður fær bara kjánahroll með því að tala um þetta,“ segir Dagur. Næstu verkefni íslenska landsliðsins verða æfingaleikir gegn Degi og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöll dagana 4. og 5. janúar. „Það er mjög spennandi og verður örugglega léttara yfir heimsókninni fyrst bæði lið eru að fara til Katar. Maður kemur þá ekki heim sem einhver svikari,“ segir Dagur og hlær. Handbolti Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Sjá meira
Síðustu mánuðir Dags Sigurðssonar hafa verið annasamir en auk þess að stýra þýska úrvalsdeildarfélaginu Füchse Berlin, líkt og hann hefur gert síðan 2009 með góðum árangri, var hann þann 12. ágúst sl. ráðinn landsliðsþjálfari Þýskalands. Þar er honum ætlað það verkefni að koma Þýskalandi úr þeim öldudal sem liðið hefur verið í síðustu misserin. Ráðningu Dags var vel tekið á flestum vígstöðvum en þó var ákvörðun þýska handboltasambandsins að ráða þjálfara sem væri enn starfandi í þýsku úrvalsdeildinni gagnrýnd. Það kom Degi sjálfum ekki á óvart. „Við buðum upp á umræðuna með þessari ákvörðun,“ segir Dagur við Fréttablaðið en hann lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin í lok tímabilsins. Erlingur Richardsson tekur við starfinu en gengið var frá ráðningu hans í síðustu viku. „En á meðan ég verð með bæði liðin þá verður þessi umræða alltaf lifandi. Þetta var þó ákvörðun sem var tekin í sátt allra aðila – Füchse Berlin, þýska sambandsins og í raun deildarinnar líka – og því hafa hin liðin í deildinni ekki gagnrýnt þetta.“Maður hlýtur að lifa veturinn af Hann segir að sér hafi gengið ágætlega að sinna báðum verkefnum. „Við í landsliðinu fórum ágætlega stað í okkar riðli [í undankeppni EM 2016] en nú er einbeitingin hjá Füchse Berlin fram að áramótum. Eftir mótið í Katar verða svo 3-4 mánuðir eftir af tímabilinu og maður hlýtur að lifa það af,“ segir hann í léttum dúr. Í júlí bárust þær fregnir að Þýskaland, sem tapaði fyrir Póllandi í umspilskeppninni í júní, færi þrátt fyrir allt á HM í Katar eftir að keppnisréttur Eyjaálfu var afturkallaður. Forráðamenn HSÍ á Íslandi voru ósáttir enda hafði Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilgreint Ísland sem fyrstu varaþjóð álfunnar. Þrátt fyrir mikil mótmæli og kæru HSÍ varð ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ekki haggað. Það var því mikið fagnað hér á landi þegar IHF ákvað síðla í nóvember að veita Íslandi sæti í keppninni eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu sig úr keppni. Liðin óskuðu reyndar svo eftir því að komast aftur inn en IHF vísaði því umsvifalaust frá.Ekkert svakalegt plott í gangi „Ég er gríðarlega sáttur við að Ísland verði með,“ segir Dagur. „Þetta sýnir kannski að það var ekkert svakalegt plott í gangi þegar Þýskaland komst inn – enda hefur nú komið í ljós að sjónvarpsrétturinn í Þýskalandi er í uppnámi,“ segir Dagur en samningar náðust ekki á milli rétthafa keppninnar og þýsku ríkisstöðvanna ZDF og ARD. Hefur það verið harkalega gagnrýnt í Þýskalandi. Ísland fór inn í C-riðil í stað Barein og Þýskaland í D-riðil í stað Ástralíu. Eins og gefur að skilja eru riðlarnir því mun sterkari fyrir vikið en liðin úr þessum riðlum munu svo mætast í 16-liða úrslitum keppninnar.Geðþóttaákvarðanir teknar „Menn taka geðþóttaákvarðanir í þessum efnum og þessum liðum sem komu inn er einfaldlega raðað í riðla eftir hentisemi. Maður fær bara kjánahroll með því að tala um þetta,“ segir Dagur. Næstu verkefni íslenska landsliðsins verða æfingaleikir gegn Degi og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöll dagana 4. og 5. janúar. „Það er mjög spennandi og verður örugglega léttara yfir heimsókninni fyrst bæði lið eru að fara til Katar. Maður kemur þá ekki heim sem einhver svikari,“ segir Dagur og hlær.
Handbolti Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Sjá meira