Nýrnaþegi í innlögn á baðherberginu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Óboðleg sjúkravist. „Fæturnir eru þar sem klósettið er og höfuðið er þar sem sturtan er,“ segir Hildur Þóra. vísir/vilhelm Síðustu verkfallslotu fyrir áramót lauk í gær, fimmtudag 11. desember, og enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. Ástandið á spítölum landsins er víða mjög slæmt. Í gær var nýrnaþegi sem þurfti að vera í einangrun vegna sýkingarhættu, lagður inn á baðherbergi deildar 13-E á Landspítalanum við Hringbraut. Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á deild 13 E, segir algengt að baðherbergið sé notað fyrir sjúklinga. „Ef allar aðrar stofur eru uppteknar sem við notum í einangrun, þá notum við baðherbergið. Við höfum líka þurft að nota setustofuna og ganginn. Deildin er nýtt 105%. Það er alltaf fullt í hverju einasta plássi og það eru mjög oft sjúklingar á ganginum en ástandið hefur verið sérlega erfitt nú í verkfalli lækna. Þetta getur ekki gengið svona til lengdar,“ segir Hildur Þóra. Hún segir að starfsfólk Landspítalans reyni að gera vistina eins bærilega og mögulegt er. „En auðvitað er þetta óboðlegt, segir hún og lýsir vistinni: „Fæturnir eru þar sem klósettið er og höfuðið er þar sem sturtan er,“ segir Hildur Þóra.Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir.vísir/stefánÍ gær fjallaði Fréttablaðið um áhrif verkfallsins á hjartadeild Landspítalans þar sem sjúklingar hafa beðið frá mánudegi eftir nauðsynlegum rannsóknum og aðgerðum. Þá var rætt við Guðna Pál Viktorsson, ungan mann sem lagður var inn á mánudagskvöld vegna einkenna frá hjarta en hefur ekki farið í nauðsynlegar rannsóknir og veit því ekki enn hvað amar að honum. „Það er svívirðilegt, nú er staðan sú að öryggi sjúklinga er ekki tryggt,“ segir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, um fregnir af ástandinu á spítölum landsins nú í vikunni. „Þetta eru ekki bara nauðsynlegar rannsóknir sem sjúklingar bíða eftir, þær eru í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegar,“ ítrekar Ólafur og nefnir sem dæmi gangráðsísetningar og hjartaþræðingar sem aðgerðir sem geti bjargað lífi fólks. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir ekki enn komið fram nýtt efni sem gefi tilefni til fundar. „Auðvitað er verið að vinna í þessu á öllum vígstöðvum. Það finna allir til skyldunnar að leysa þessa deilu, en það er efnið sem ræður því hvort og hvenær er boðað til fundar.“ Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Síðustu verkfallslotu fyrir áramót lauk í gær, fimmtudag 11. desember, og enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. Ástandið á spítölum landsins er víða mjög slæmt. Í gær var nýrnaþegi sem þurfti að vera í einangrun vegna sýkingarhættu, lagður inn á baðherbergi deildar 13-E á Landspítalanum við Hringbraut. Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á deild 13 E, segir algengt að baðherbergið sé notað fyrir sjúklinga. „Ef allar aðrar stofur eru uppteknar sem við notum í einangrun, þá notum við baðherbergið. Við höfum líka þurft að nota setustofuna og ganginn. Deildin er nýtt 105%. Það er alltaf fullt í hverju einasta plássi og það eru mjög oft sjúklingar á ganginum en ástandið hefur verið sérlega erfitt nú í verkfalli lækna. Þetta getur ekki gengið svona til lengdar,“ segir Hildur Þóra. Hún segir að starfsfólk Landspítalans reyni að gera vistina eins bærilega og mögulegt er. „En auðvitað er þetta óboðlegt, segir hún og lýsir vistinni: „Fæturnir eru þar sem klósettið er og höfuðið er þar sem sturtan er,“ segir Hildur Þóra.Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir.vísir/stefánÍ gær fjallaði Fréttablaðið um áhrif verkfallsins á hjartadeild Landspítalans þar sem sjúklingar hafa beðið frá mánudegi eftir nauðsynlegum rannsóknum og aðgerðum. Þá var rætt við Guðna Pál Viktorsson, ungan mann sem lagður var inn á mánudagskvöld vegna einkenna frá hjarta en hefur ekki farið í nauðsynlegar rannsóknir og veit því ekki enn hvað amar að honum. „Það er svívirðilegt, nú er staðan sú að öryggi sjúklinga er ekki tryggt,“ segir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, um fregnir af ástandinu á spítölum landsins nú í vikunni. „Þetta eru ekki bara nauðsynlegar rannsóknir sem sjúklingar bíða eftir, þær eru í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegar,“ ítrekar Ólafur og nefnir sem dæmi gangráðsísetningar og hjartaþræðingar sem aðgerðir sem geti bjargað lífi fólks. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir ekki enn komið fram nýtt efni sem gefi tilefni til fundar. „Auðvitað er verið að vinna í þessu á öllum vígstöðvum. Það finna allir til skyldunnar að leysa þessa deilu, en það er efnið sem ræður því hvort og hvenær er boðað til fundar.“
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira