Fékk gæsahúð þegar fyrsta markið kom Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2014 06:00 Þórey og Þórey. Nöfnurnar spila báðar í hægra horninu fyrir íslenska landsliðið. fréttablaðið/stefán Hornamaðurinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í síðustu leikjum. Hún var valin í hópinn í fyrsta sinn fyrir leiki liðsins í forkeppni HM 2015 og hefur nýtt þær mínútur sem hún hefur fengið vel. Hún skoraði þrjú mörk í leikjunum gegn Ítalíu og Makedóníu og getur enn bætt við árangurinn þegar Ísland mætir Makedóníu ytra á morgun. „Það hefur verið ótrúlega gaman að koma inn í landsliðshópinn enda stelpurnar skemmtilegar,“ segir Þórey Anna í samtali við Fréttablaðið. „Það kom mér mjög á óvart þegar ég fékk símtalið og mér var tilkynnt að ég hefði verið valin í landsliðið – ég reiknaði ekki með því að það myndi gerast fyrr en eftir 1-2 ár í fyrsta lagi,“ segir hún og bætir við að það hafi verið ólýsanleg tilfinning að klæðast landsliðstreyjunni. „Ég fékk gæsahúð þegar ég skoraði svo fyrsta markið og ætlaði ekki að trúa eigin augum,“ segir hún og brosir.Skoraði fjórtán mörk í bæjarslag Þórey Anna er uppalinn FH-ingur og vakti mikla athygli í ársbyrjun 2013 er hún skoraði fjórtán mörk í naumum sigri liðsins á erkifjendunum í Haukum, 31-30. Hún var þá nýorðin fimmtán ára gömul. Það sem meira er – móðir hennar, Gunnur Sveinsdóttir, var einnig á skýrslu FH í leiknum en hún var þá 32 ára. Gunnur sagði í viðtali við Fréttablaðið stuttu síðar að þær væru ólíkar sem leikmenn. „Hún er örvhent og ég er rétthent. En hún er miklu betri en ég,“ sagði hún þá. Þórey Anna kláraði grunnskólapróf um vorið og hélt þá utan til Noregs þar sem hún er nú að verða hálfnuð með nám í íþróttaframhaldsskóla. Einnig spilar hún með Rælingen í norsku B-deildinni, þar sem hún hefur vakið eftirtekt norsku úrvalsdeildarliðanna.Sterkari og fljótari „Það er eitthvað verið að kíkja á mann en ekkert meira en það,“ segir hún hógvær. „Ég ætla að klára skólann fyrst og svo sé ég til hvað ég geri.“ Hún segir að sér líki vistin vel í Noregi. „Það hefur verið mjög gaman og góð reynsla fyrir mig. Ég er í góðum skóla og tel að ég hafi bætt mig mikið sem leikmaður – er sterkari, fljótari og betri í handbolta,“ segir hún en Þórey Anna byrjar daginn á því að fara á æfingu í skólanum áður en hún sinnir náminu. Eftir skóladaginn þarf hún svo að fara með lest í einn og hálfan tíma til að mæta á æfingu hjá Rælingen. „Ég geri ýmislegt til að drepa tímann – læri, les eða hlusta á tónlist. Þetta bara fylgir,“ segir Þórey Anna sem býr í íbúð ásamt tveimur skólasystrum sínum. „Það gengur ágætlega – oftast,“ segir hún og hlær. Þórey ætlar að halda námi áfram eftir útskrift. „Það er alveg klárt að ég ætla að vera í háskóla samhliða handboltanum en það er óákveðið hvar. Ég er að reyna að gera upp hug minn í því en það gengur mjög illa,“ segir hún í léttum dúr.Er svolítið eins og systir mín Þórey Rósa Stefánsdóttir er byrjunarliðsmaður í hægra horni íslenska landsliðsins en hefur deilt stöðunni með nöfnu sinni, Þóreyju Önnu, í síðustu leikjum. „Það er auðvitað gott að hafa samkeppni en það er líka gott að vinna með henni. Við vorum herbergisfélagar í síðustu ferð og hún er svolítið eins og litla systir mín,“ segir hún og brosir. „Hún er spennandi leikmaður og það er líka gott að vinna með henni. Hún er afar ákveðin, þorir að fara í sín færi og í ákveðnar hreyfingar. Hún er ekkert að halda aftur af sér og það er ekki gefið þegar maður er að koma inn í sín fyrstu landsliðsverkefni sautján ára gömul,“ segir hún. „Það er gott að vita að staðan verði í góðum höndum þegar ég hætti – en ekki alveg strax,“ segir hún og hlær. Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Hornamaðurinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í síðustu leikjum. Hún var valin í hópinn í fyrsta sinn fyrir leiki liðsins í forkeppni HM 2015 og hefur nýtt þær mínútur sem hún hefur fengið vel. Hún skoraði þrjú mörk í leikjunum gegn Ítalíu og Makedóníu og getur enn bætt við árangurinn þegar Ísland mætir Makedóníu ytra á morgun. „Það hefur verið ótrúlega gaman að koma inn í landsliðshópinn enda stelpurnar skemmtilegar,“ segir Þórey Anna í samtali við Fréttablaðið. „Það kom mér mjög á óvart þegar ég fékk símtalið og mér var tilkynnt að ég hefði verið valin í landsliðið – ég reiknaði ekki með því að það myndi gerast fyrr en eftir 1-2 ár í fyrsta lagi,“ segir hún og bætir við að það hafi verið ólýsanleg tilfinning að klæðast landsliðstreyjunni. „Ég fékk gæsahúð þegar ég skoraði svo fyrsta markið og ætlaði ekki að trúa eigin augum,“ segir hún og brosir.Skoraði fjórtán mörk í bæjarslag Þórey Anna er uppalinn FH-ingur og vakti mikla athygli í ársbyrjun 2013 er hún skoraði fjórtán mörk í naumum sigri liðsins á erkifjendunum í Haukum, 31-30. Hún var þá nýorðin fimmtán ára gömul. Það sem meira er – móðir hennar, Gunnur Sveinsdóttir, var einnig á skýrslu FH í leiknum en hún var þá 32 ára. Gunnur sagði í viðtali við Fréttablaðið stuttu síðar að þær væru ólíkar sem leikmenn. „Hún er örvhent og ég er rétthent. En hún er miklu betri en ég,“ sagði hún þá. Þórey Anna kláraði grunnskólapróf um vorið og hélt þá utan til Noregs þar sem hún er nú að verða hálfnuð með nám í íþróttaframhaldsskóla. Einnig spilar hún með Rælingen í norsku B-deildinni, þar sem hún hefur vakið eftirtekt norsku úrvalsdeildarliðanna.Sterkari og fljótari „Það er eitthvað verið að kíkja á mann en ekkert meira en það,“ segir hún hógvær. „Ég ætla að klára skólann fyrst og svo sé ég til hvað ég geri.“ Hún segir að sér líki vistin vel í Noregi. „Það hefur verið mjög gaman og góð reynsla fyrir mig. Ég er í góðum skóla og tel að ég hafi bætt mig mikið sem leikmaður – er sterkari, fljótari og betri í handbolta,“ segir hún en Þórey Anna byrjar daginn á því að fara á æfingu í skólanum áður en hún sinnir náminu. Eftir skóladaginn þarf hún svo að fara með lest í einn og hálfan tíma til að mæta á æfingu hjá Rælingen. „Ég geri ýmislegt til að drepa tímann – læri, les eða hlusta á tónlist. Þetta bara fylgir,“ segir Þórey Anna sem býr í íbúð ásamt tveimur skólasystrum sínum. „Það gengur ágætlega – oftast,“ segir hún og hlær. Þórey ætlar að halda námi áfram eftir útskrift. „Það er alveg klárt að ég ætla að vera í háskóla samhliða handboltanum en það er óákveðið hvar. Ég er að reyna að gera upp hug minn í því en það gengur mjög illa,“ segir hún í léttum dúr.Er svolítið eins og systir mín Þórey Rósa Stefánsdóttir er byrjunarliðsmaður í hægra horni íslenska landsliðsins en hefur deilt stöðunni með nöfnu sinni, Þóreyju Önnu, í síðustu leikjum. „Það er auðvitað gott að hafa samkeppni en það er líka gott að vinna með henni. Við vorum herbergisfélagar í síðustu ferð og hún er svolítið eins og litla systir mín,“ segir hún og brosir. „Hún er spennandi leikmaður og það er líka gott að vinna með henni. Hún er afar ákveðin, þorir að fara í sín færi og í ákveðnar hreyfingar. Hún er ekkert að halda aftur af sér og það er ekki gefið þegar maður er að koma inn í sín fyrstu landsliðsverkefni sautján ára gömul,“ segir hún. „Það er gott að vita að staðan verði í góðum höndum þegar ég hætti – en ekki alveg strax,“ segir hún og hlær.
Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira