Nær helmingur blindra og sjónskertra hefur atvinnu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 „Maður stjórnar þessu sjálfur. Það skilar miklu að hugsa í lausnum í stað þess að hugsa í vandamálum,“ segir Hlynur Þór Agnarsson, sem er með 10 til 30 prósenta sjón. Hann er sölufulltrúi hjá Vodafone og tónlistarkennari. fréttablaðið/gva Að minnsta kosti 47,3 prósent blindra og sjónskertra á atvinnualdri á Íslandi eru í vinnu samkvæmt úttekt Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Ekki er vitað um virkni 13 prósenta hópsins. Fjallað verður um stöðuna á ráðstefnu hjá Blindrafélaginu í dag. Halldór Sævar Guðbergsson, atvinnu- og virkniráðgjafi á miðstöðinni, segir atvinnuþátttökuna hjá þessum hópi mikla hér á landi borið saman við önnur lönd. „Almenn atvinnuþátttaka hér á landi er hins vegar mest allra OECD-ríkja eða um 80 prósent. Borið saman við okkar niðurstöðu virðumst við eiga nokkuð langt í land með að jafna atvinnuþátttöku blindra og sjónskertra við almenna atvinnuþátttöku hjá þjóðinni. Mögulega þarf að verða almenn viðhorfsbreyting. Starfsmannastjórar og mannauðsráðgjafar leita að hinum fullkomna starfskrafti og það er harka á vinnumarkaðnum. Ef menn horfa út fyrir kassann sjá þeir að blindir og sjónskertir eru góðir starfskraftar.“Halldór sævar GuðbergssonHlynur Þór Agnarsson, sölufulltrúi hjá Vodafone og tónlistarkennari, sem er með 10 til 30 prósenta sjón, er meðal þeirra sem í dag flytja framsögu á ráðstefnunni. Hann segir viðhorf starfsfélaganna jákvæð gagnvart sjónskerðingu hans. „Ég hef húmor fyrir sjálfum mér og sagði snemma frá sjónskerðingu minni sem ég fæddist með. Ég segi reynslusögur af því sem ég hef lent í vegna sjónskerðingarinnar og aðrir hafa þá farið að gera grín að þessu með mér.“ Að sögn Hlyns háir sjónskerðingin honum ekki mikið í starfi. „Ég vinn aðallega við úthringingar og er við tölvu allan daginn. Ég er með stækkunarbúnað sem nýtist mér vel. Ég gæti fengið meiri aðstoð en ég er þrjóskur og sjálfstæður og vil ögra sjálfum mér.“ Hlynur tekur það fram að hann reyni að láta sjónskerðinguna há sér sem minnst í daglegu lífi. „Maður stjórnar þessu sjálfur. Það skilar miklu að hugsa í lausnum í stað þess að hugsa í vandamálum. Það er mjög auðvelt að detta í vandamálapakkann og hugsa sem svo að maður geti ekki þetta og ekki hitt.“ Í samantekt Þjónustumiðstöðvarinnar segir að forvitnilegt sé að kanna hvaða þættir geti staðið í vegi fyrir atvinnuþátttöku blindra og sjónskertra. Meðal ástæðna gæti verið skortur á atvinnutækifærum, ekki nógu gott aðgengi og skortur á starfsendurhæfingu. Bent er á að ein ástæðan gæti verið tregða atvinnurekenda til að fjárfesta í hjálpartækjum en samkvæmt núgildandi lögum er gert ráð fyrir að atvinnurekandi greiði fyrir slíkan búnað, eins og til dæmis tölvuhugbúnað sem sé alla jafna dýr. Halldór Sævar bendir á að eitt af verkefnum næstu ára sé að rannsaka mikinn mun á atvinnuþátttöku karla og kvenna meðal blindra og sjónskertra á aldrinum 18 til 67 ára. Hjá konum sé hún 32 prósent en 60 prósent hjá körlum. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Að minnsta kosti 47,3 prósent blindra og sjónskertra á atvinnualdri á Íslandi eru í vinnu samkvæmt úttekt Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Ekki er vitað um virkni 13 prósenta hópsins. Fjallað verður um stöðuna á ráðstefnu hjá Blindrafélaginu í dag. Halldór Sævar Guðbergsson, atvinnu- og virkniráðgjafi á miðstöðinni, segir atvinnuþátttökuna hjá þessum hópi mikla hér á landi borið saman við önnur lönd. „Almenn atvinnuþátttaka hér á landi er hins vegar mest allra OECD-ríkja eða um 80 prósent. Borið saman við okkar niðurstöðu virðumst við eiga nokkuð langt í land með að jafna atvinnuþátttöku blindra og sjónskertra við almenna atvinnuþátttöku hjá þjóðinni. Mögulega þarf að verða almenn viðhorfsbreyting. Starfsmannastjórar og mannauðsráðgjafar leita að hinum fullkomna starfskrafti og það er harka á vinnumarkaðnum. Ef menn horfa út fyrir kassann sjá þeir að blindir og sjónskertir eru góðir starfskraftar.“Halldór sævar GuðbergssonHlynur Þór Agnarsson, sölufulltrúi hjá Vodafone og tónlistarkennari, sem er með 10 til 30 prósenta sjón, er meðal þeirra sem í dag flytja framsögu á ráðstefnunni. Hann segir viðhorf starfsfélaganna jákvæð gagnvart sjónskerðingu hans. „Ég hef húmor fyrir sjálfum mér og sagði snemma frá sjónskerðingu minni sem ég fæddist með. Ég segi reynslusögur af því sem ég hef lent í vegna sjónskerðingarinnar og aðrir hafa þá farið að gera grín að þessu með mér.“ Að sögn Hlyns háir sjónskerðingin honum ekki mikið í starfi. „Ég vinn aðallega við úthringingar og er við tölvu allan daginn. Ég er með stækkunarbúnað sem nýtist mér vel. Ég gæti fengið meiri aðstoð en ég er þrjóskur og sjálfstæður og vil ögra sjálfum mér.“ Hlynur tekur það fram að hann reyni að láta sjónskerðinguna há sér sem minnst í daglegu lífi. „Maður stjórnar þessu sjálfur. Það skilar miklu að hugsa í lausnum í stað þess að hugsa í vandamálum. Það er mjög auðvelt að detta í vandamálapakkann og hugsa sem svo að maður geti ekki þetta og ekki hitt.“ Í samantekt Þjónustumiðstöðvarinnar segir að forvitnilegt sé að kanna hvaða þættir geti staðið í vegi fyrir atvinnuþátttöku blindra og sjónskertra. Meðal ástæðna gæti verið skortur á atvinnutækifærum, ekki nógu gott aðgengi og skortur á starfsendurhæfingu. Bent er á að ein ástæðan gæti verið tregða atvinnurekenda til að fjárfesta í hjálpartækjum en samkvæmt núgildandi lögum er gert ráð fyrir að atvinnurekandi greiði fyrir slíkan búnað, eins og til dæmis tölvuhugbúnað sem sé alla jafna dýr. Halldór Sævar bendir á að eitt af verkefnum næstu ára sé að rannsaka mikinn mun á atvinnuþátttöku karla og kvenna meðal blindra og sjónskertra á aldrinum 18 til 67 ára. Hjá konum sé hún 32 prósent en 60 prósent hjá körlum.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira