Erum dálítið að sofna á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 06:30 Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason. Fréttablaðið/Stefán Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson upplifðu kynslóðaskiptin í landsliðinu fyrir 24 árum. Þeir hafa báðir áhyggjur af því að meðalaldur íslenska liðsins sé farinn að nálgast 31 ár. „Við þurfum að girða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir þá til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar kemur að því,“ segir Bjarki Sigurðsson og nefnir sérstaklega 1990-árganginn sem vann silfur á HM 19 ára árið 2009. Bjarki vill sjá B-landslið. „Það kemur að því að þessir leikmenn í dag lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið,“ segir Bjarki. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár eru hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum,“ segir Valdimar Grímsson sem telur að við höfum gleymt okkur í velgengni síðustu ára. „Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum. Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við litum upp til sem bestu handboltaþjóðar í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komast ekki inn. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekki íslenska landsliðið á stórmótum,“ segir Valdimar. Valdimar segir reynslu mikilvæga en hann vill sjá yngri mennina fá að spila þegar allt er undir. „Við erum með gríðarlega skemmtilega unga stráka inn á milli og þeir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar og nefnir sem dæmi vinstri hornastöðu liðsins.Vill sjá Guðjón Val sitja meira „Ef við tökum sem dæmi Guðjón Val (Sigurðsson) sem er frábær leikmaður. Við erum með tvo frábæra hornamenn á eftir honum en þeir eru ekki ennþá búnir að fá að spila leik sem skiptir máli þar sem Guðjón er bara á bekknum og kemur bara inn ef þeir eru að klikka. Í staðinn fyrir að fara hina leiðina og leyfa þeim bara að taka konfektið þegar það er búið að klára leikinn. Ég veit að Guðjón Valur er það mikill keppnismaður að hann vill aldrei sitja eins og ég var í gamla daga. Maður vill aldrei sitja en við skiljum þetta alveg samt. Það þarf að rækta upp menn. Ég veit að hann móðgast ekki og þarna erum við með okkar efnilegustu leikmenn í einmitt þessari stöðu í dag,“ sagði Valdimar. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson upplifðu kynslóðaskiptin í landsliðinu fyrir 24 árum. Þeir hafa báðir áhyggjur af því að meðalaldur íslenska liðsins sé farinn að nálgast 31 ár. „Við þurfum að girða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir þá til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar kemur að því,“ segir Bjarki Sigurðsson og nefnir sérstaklega 1990-árganginn sem vann silfur á HM 19 ára árið 2009. Bjarki vill sjá B-landslið. „Það kemur að því að þessir leikmenn í dag lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið,“ segir Bjarki. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár eru hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum,“ segir Valdimar Grímsson sem telur að við höfum gleymt okkur í velgengni síðustu ára. „Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum. Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við litum upp til sem bestu handboltaþjóðar í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komast ekki inn. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekki íslenska landsliðið á stórmótum,“ segir Valdimar. Valdimar segir reynslu mikilvæga en hann vill sjá yngri mennina fá að spila þegar allt er undir. „Við erum með gríðarlega skemmtilega unga stráka inn á milli og þeir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar og nefnir sem dæmi vinstri hornastöðu liðsins.Vill sjá Guðjón Val sitja meira „Ef við tökum sem dæmi Guðjón Val (Sigurðsson) sem er frábær leikmaður. Við erum með tvo frábæra hornamenn á eftir honum en þeir eru ekki ennþá búnir að fá að spila leik sem skiptir máli þar sem Guðjón er bara á bekknum og kemur bara inn ef þeir eru að klikka. Í staðinn fyrir að fara hina leiðina og leyfa þeim bara að taka konfektið þegar það er búið að klára leikinn. Ég veit að Guðjón Valur er það mikill keppnismaður að hann vill aldrei sitja eins og ég var í gamla daga. Maður vill aldrei sitja en við skiljum þetta alveg samt. Það þarf að rækta upp menn. Ég veit að hann móðgast ekki og þarna erum við með okkar efnilegustu leikmenn í einmitt þessari stöðu í dag,“ sagði Valdimar.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30