Hvað varð um heilbrigðiskerfið? Guðrún Bryndís Karlsdóttir skrifar 31. október 2014 07:00 Draumurinn um nýjan Landspítala er búinn að umturna heilbrigðiskerfinu, það gleymdist bara að láta vita af því. Fyrir tuttugu árum eða þar um bil hófst þessi draumsýn einhverra sem enginn veit lengur hver er.Sjúkrahúsin í Reykjavík Einu sinni voru þrjú sjúkrahús starfrækt í Reykjavík, hvert og eitt með sitt sérkenni, sérhæfingu og samkeppni um gæði þjónustu, mannskap og fjármagn. Uppbygging heilbrigðisþjónustunnar miðaðist við landið allt, það var ákveðið að sérhæfðasta þjónustan væri í Reykjavík, bæði vegna samgangna og vegna þess að á höfuðborgarsvæðinu búa flestir landsmenn. Tækjabúnaður og aðstaða á stóru sjúkrahúsunum miðaðist því við það hversu mikla þjónustu þarf að veita á landsvísu.Landsbyggðarsjúkrahúsin Úti á landi voru misstór sjúkrahús með heilsugæslu, þjónustan miðaðist við hvaða þjónustu var skynsamlegt að veita. Stærð sjúkrahúsa og starfsemi tók mið af hversu afskekktur byggðarkjarninn var, hvað varðar landfræðilega legu og öryggi samgangna. Sjúkrahúsin voru flest vel útbúin tækjum sem fyrirtæki og hollvinasamtök gáfu, til að tryggja heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Öryggið fólst í því að sjúklingar fengu eins mikla þjónustu á sínu sjúkrahúsi og skynsamlegt var að veita, en sendir „suður“ ef ástæða þótti til. Til að spara fólki ferðir komu farandsérfræðingar og sinntu sjúklingum, sama átti við um aðgerðir: Þegar þörf var á, var skurðstofan mönnuð af teymi farandsérfræðinga. Þetta fyrirkomulag var byggt upp til að heilbrigðisþjónustan myndaði öryggisnet fyrir landsmenn.Sameiningar sjúkrahúsa Þegar Reykvíkingar höfðu lokið við byggingu Borgarspítalans, hófust sameiningar sjúkrahúsa. Fyrsta tilraunin var gerð á sameiningu Landakots og Borgarspítala, aðferðin var einföld: Það kom út skýrsla, fjárveitingar til Landakots voru skertar og Landakot sameinað Borgarspítala. Skömmu síðar var Borgarspítali sameinaður Landspítala. Sameiningarnar áttu að skila rekstrarhagræði, samþjöppun þekkingar, betri nýtingu aðstöðu og ýmislegu öðru tilfallandi. Þegar Ríkisendurskoðun gerði úttektir á sameiningum, kom í ljós að hagræðið fólst í því að það var hægt að fækka eldhúsum og að alls konar stjórnunarkostnaður bættist við, ásamt því að sameinuð sjúkrahús þurftu meiri pening en ekki minni – án þess að hægt væri að sjá að þjónustan hefði aukist. Landspítalinn svaraði þessari úttekt með skýrslu og niðurstaðan var nokkurn veginn á þá leið að það þyrfti að byggja nýjan spítala.Nýr Landspítali fyrir alla Næstu árin var mikill uppgangur í nefndum, erlendum ráðgjöfum og skýrslum um nýjan spítala. Í upphafi var gert ráð fyrir því að halda áfram að veita heilbrigðisþjónustu úti á landi. Upp úr aldamótum skoðuðu nefndir þann möguleika að byggja eitt sjúkrahús, fá um leið háskólasjúkrahús og aðlaga heilbrigðiskerfið að starfsemi þess. Einhvers staðar í einhverjum nefndum, af einhverju fólki var ákveðið að byggja eitt stórt sjúkrahús við Hringbraut fyrir alla landsmenn, þannig fengju allir sömu þjónustu á sama stað. Undanfarin ár hefur heilbrigðiskerfinu verið breytt til að uppfylla þær breytingar sem gerðar voru á heilbrigðislöggjöfinni árið 2007. Í skjóli kreppufjárlaga var breytingum laumað inn svo lítið bæri á, afleiðingarnar sem þessar breytingar hafa eru ekki teknar til greina og umræðan er falin á bakvið háværa umræðu um „ástandið á LSH“ – ástand sem hefur þá einu lausn að byggja Þjóðarsjúkrahús utan um heilbrigðiskerfi allra landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Draumurinn um nýjan Landspítala er búinn að umturna heilbrigðiskerfinu, það gleymdist bara að láta vita af því. Fyrir tuttugu árum eða þar um bil hófst þessi draumsýn einhverra sem enginn veit lengur hver er.Sjúkrahúsin í Reykjavík Einu sinni voru þrjú sjúkrahús starfrækt í Reykjavík, hvert og eitt með sitt sérkenni, sérhæfingu og samkeppni um gæði þjónustu, mannskap og fjármagn. Uppbygging heilbrigðisþjónustunnar miðaðist við landið allt, það var ákveðið að sérhæfðasta þjónustan væri í Reykjavík, bæði vegna samgangna og vegna þess að á höfuðborgarsvæðinu búa flestir landsmenn. Tækjabúnaður og aðstaða á stóru sjúkrahúsunum miðaðist því við það hversu mikla þjónustu þarf að veita á landsvísu.Landsbyggðarsjúkrahúsin Úti á landi voru misstór sjúkrahús með heilsugæslu, þjónustan miðaðist við hvaða þjónustu var skynsamlegt að veita. Stærð sjúkrahúsa og starfsemi tók mið af hversu afskekktur byggðarkjarninn var, hvað varðar landfræðilega legu og öryggi samgangna. Sjúkrahúsin voru flest vel útbúin tækjum sem fyrirtæki og hollvinasamtök gáfu, til að tryggja heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Öryggið fólst í því að sjúklingar fengu eins mikla þjónustu á sínu sjúkrahúsi og skynsamlegt var að veita, en sendir „suður“ ef ástæða þótti til. Til að spara fólki ferðir komu farandsérfræðingar og sinntu sjúklingum, sama átti við um aðgerðir: Þegar þörf var á, var skurðstofan mönnuð af teymi farandsérfræðinga. Þetta fyrirkomulag var byggt upp til að heilbrigðisþjónustan myndaði öryggisnet fyrir landsmenn.Sameiningar sjúkrahúsa Þegar Reykvíkingar höfðu lokið við byggingu Borgarspítalans, hófust sameiningar sjúkrahúsa. Fyrsta tilraunin var gerð á sameiningu Landakots og Borgarspítala, aðferðin var einföld: Það kom út skýrsla, fjárveitingar til Landakots voru skertar og Landakot sameinað Borgarspítala. Skömmu síðar var Borgarspítali sameinaður Landspítala. Sameiningarnar áttu að skila rekstrarhagræði, samþjöppun þekkingar, betri nýtingu aðstöðu og ýmislegu öðru tilfallandi. Þegar Ríkisendurskoðun gerði úttektir á sameiningum, kom í ljós að hagræðið fólst í því að það var hægt að fækka eldhúsum og að alls konar stjórnunarkostnaður bættist við, ásamt því að sameinuð sjúkrahús þurftu meiri pening en ekki minni – án þess að hægt væri að sjá að þjónustan hefði aukist. Landspítalinn svaraði þessari úttekt með skýrslu og niðurstaðan var nokkurn veginn á þá leið að það þyrfti að byggja nýjan spítala.Nýr Landspítali fyrir alla Næstu árin var mikill uppgangur í nefndum, erlendum ráðgjöfum og skýrslum um nýjan spítala. Í upphafi var gert ráð fyrir því að halda áfram að veita heilbrigðisþjónustu úti á landi. Upp úr aldamótum skoðuðu nefndir þann möguleika að byggja eitt sjúkrahús, fá um leið háskólasjúkrahús og aðlaga heilbrigðiskerfið að starfsemi þess. Einhvers staðar í einhverjum nefndum, af einhverju fólki var ákveðið að byggja eitt stórt sjúkrahús við Hringbraut fyrir alla landsmenn, þannig fengju allir sömu þjónustu á sama stað. Undanfarin ár hefur heilbrigðiskerfinu verið breytt til að uppfylla þær breytingar sem gerðar voru á heilbrigðislöggjöfinni árið 2007. Í skjóli kreppufjárlaga var breytingum laumað inn svo lítið bæri á, afleiðingarnar sem þessar breytingar hafa eru ekki teknar til greina og umræðan er falin á bakvið háværa umræðu um „ástandið á LSH“ – ástand sem hefur þá einu lausn að byggja Þjóðarsjúkrahús utan um heilbrigðiskerfi allra landsmanna.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar