Ætla þau ekki að gera neitt? Björt Ólafsdóttir skrifar 30. október 2014 07:00 Mörgum brá við að hlusta á læknahóp og hjúkrunarfræðing á Landspítalanum tala í Kastljósi í síðustu viku um alvarlega stöðu hans. Hingað til hafa stjórnendur verið orðvarir til þess að skapa ekki óöryggi og kvíða í samfélaginu. En það er orðið morgunljóst að starfsfólk Landspítalana getur ekki tryggt öryggi sjúklinga sinna svo vel sé og starfsfólk hvorki getur né á að bera þá ábyrgð. Staðan á LSH hefur verið okkur stjórnmálamönnum vel kunn alveg síðan fyrir kosningar og auðvitað mun lengur. Stjórnendur og starfsfólk spítalans hefur treyst því að við virðum sérfræðikunnáttu þeirra og tökum mark á henni. Annað hvort búa ríkjandi stjórnvöld ekki yfir nægilegum skilningi á aðstæðum, eða þá að þeim er hreinlega sama. Ég veit eiginlega ekki hvort er verra. Á þinginu hefur þessi alvarlega staða margoft verið rædd. Margir hafa lýst yfir þungum áhyggjum, og margir þingmenn hafa nálgast málið lausnamiðað og reynt að aðstoða við verkefnið. Fyrst er auðvitað að skyggnast fyrir um hvað stjórnvöld sjá fyrir sér, en erfiðast er að fá svör um hvað eigi að gera. Heilbrigðisráðherra hefur rætt um að selja ríkiseignir til þess að fjármagna uppbyggingu spítalans. Fjármálaráðherra hefur slegið í og úr með þá leið eftir aðstæðum en báðir hafa þeir talað um það í ræðum á Alþingi, að það sem standi helst uppbyggingu LSH fyrir þrifum sé að á síðasta kjörtímabili hafi það verið sett í lög að framkvæmdin eigi að vera á hendi hins opinbera. Á síðasta þingi var hins vegar samþykkt samhljóða þingsályktunartillaga um að skoða hinar ýmsu leiðir í fjármögnun LSH. Þarna stendur því enginn hnífur í kúnni.Rætt á yfirborðinu En málið er ekki rætt nema á yfirborðinu og á meðan við bíðum og hlustum á bergmálið af sjálfum okkur en engin svör, fer að teiknast upp ákveðin mynd. Eina fjármagnið sem stjórnvöld eru að setja í uppbyggingu á LSH á yfirstandandi fjárlögum fer í uppbyggingu sjúkrahótels sem stjórnvöld hafa boðið út til einkareksturs. Þar er forgangsröðunin. Hún getur haft sínar skýringar, og einkarekstur og fjölbreytt þjónustuform geta verið skynsamleg, en slíkt getur líka verið glapræði. Á meðan ekkert er gert í málefnum LSH fer alltaf að verða meira aðkallandi að ræða, hvort einkaframkvæmdin sé Sjálfstæðisflokknum svo heilög að opinberi reksturinn verði fyrst keyrður í kaf. Svo verði einkavætt með hraði? Ef þetta er stefnan, þá er það alvarlegt mál. Þannig æfingar geta kostað mikið fé. Stefna stjórnvalda þarf umfram allt að vera uppi á borðum. Og í allri umræðu um aðhald í ríkisfjármálum, vil ég í öllu falli vinsamlegast biðja menn að taka eyðileggingu á einu stykki spítala og daglegt fjáraustur í óhagræði með í reikninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Mörgum brá við að hlusta á læknahóp og hjúkrunarfræðing á Landspítalanum tala í Kastljósi í síðustu viku um alvarlega stöðu hans. Hingað til hafa stjórnendur verið orðvarir til þess að skapa ekki óöryggi og kvíða í samfélaginu. En það er orðið morgunljóst að starfsfólk Landspítalana getur ekki tryggt öryggi sjúklinga sinna svo vel sé og starfsfólk hvorki getur né á að bera þá ábyrgð. Staðan á LSH hefur verið okkur stjórnmálamönnum vel kunn alveg síðan fyrir kosningar og auðvitað mun lengur. Stjórnendur og starfsfólk spítalans hefur treyst því að við virðum sérfræðikunnáttu þeirra og tökum mark á henni. Annað hvort búa ríkjandi stjórnvöld ekki yfir nægilegum skilningi á aðstæðum, eða þá að þeim er hreinlega sama. Ég veit eiginlega ekki hvort er verra. Á þinginu hefur þessi alvarlega staða margoft verið rædd. Margir hafa lýst yfir þungum áhyggjum, og margir þingmenn hafa nálgast málið lausnamiðað og reynt að aðstoða við verkefnið. Fyrst er auðvitað að skyggnast fyrir um hvað stjórnvöld sjá fyrir sér, en erfiðast er að fá svör um hvað eigi að gera. Heilbrigðisráðherra hefur rætt um að selja ríkiseignir til þess að fjármagna uppbyggingu spítalans. Fjármálaráðherra hefur slegið í og úr með þá leið eftir aðstæðum en báðir hafa þeir talað um það í ræðum á Alþingi, að það sem standi helst uppbyggingu LSH fyrir þrifum sé að á síðasta kjörtímabili hafi það verið sett í lög að framkvæmdin eigi að vera á hendi hins opinbera. Á síðasta þingi var hins vegar samþykkt samhljóða þingsályktunartillaga um að skoða hinar ýmsu leiðir í fjármögnun LSH. Þarna stendur því enginn hnífur í kúnni.Rætt á yfirborðinu En málið er ekki rætt nema á yfirborðinu og á meðan við bíðum og hlustum á bergmálið af sjálfum okkur en engin svör, fer að teiknast upp ákveðin mynd. Eina fjármagnið sem stjórnvöld eru að setja í uppbyggingu á LSH á yfirstandandi fjárlögum fer í uppbyggingu sjúkrahótels sem stjórnvöld hafa boðið út til einkareksturs. Þar er forgangsröðunin. Hún getur haft sínar skýringar, og einkarekstur og fjölbreytt þjónustuform geta verið skynsamleg, en slíkt getur líka verið glapræði. Á meðan ekkert er gert í málefnum LSH fer alltaf að verða meira aðkallandi að ræða, hvort einkaframkvæmdin sé Sjálfstæðisflokknum svo heilög að opinberi reksturinn verði fyrst keyrður í kaf. Svo verði einkavætt með hraði? Ef þetta er stefnan, þá er það alvarlegt mál. Þannig æfingar geta kostað mikið fé. Stefna stjórnvalda þarf umfram allt að vera uppi á borðum. Og í allri umræðu um aðhald í ríkisfjármálum, vil ég í öllu falli vinsamlegast biðja menn að taka eyðileggingu á einu stykki spítala og daglegt fjáraustur í óhagræði með í reikninginn.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun