Ætla þau ekki að gera neitt? Björt Ólafsdóttir skrifar 30. október 2014 07:00 Mörgum brá við að hlusta á læknahóp og hjúkrunarfræðing á Landspítalanum tala í Kastljósi í síðustu viku um alvarlega stöðu hans. Hingað til hafa stjórnendur verið orðvarir til þess að skapa ekki óöryggi og kvíða í samfélaginu. En það er orðið morgunljóst að starfsfólk Landspítalana getur ekki tryggt öryggi sjúklinga sinna svo vel sé og starfsfólk hvorki getur né á að bera þá ábyrgð. Staðan á LSH hefur verið okkur stjórnmálamönnum vel kunn alveg síðan fyrir kosningar og auðvitað mun lengur. Stjórnendur og starfsfólk spítalans hefur treyst því að við virðum sérfræðikunnáttu þeirra og tökum mark á henni. Annað hvort búa ríkjandi stjórnvöld ekki yfir nægilegum skilningi á aðstæðum, eða þá að þeim er hreinlega sama. Ég veit eiginlega ekki hvort er verra. Á þinginu hefur þessi alvarlega staða margoft verið rædd. Margir hafa lýst yfir þungum áhyggjum, og margir þingmenn hafa nálgast málið lausnamiðað og reynt að aðstoða við verkefnið. Fyrst er auðvitað að skyggnast fyrir um hvað stjórnvöld sjá fyrir sér, en erfiðast er að fá svör um hvað eigi að gera. Heilbrigðisráðherra hefur rætt um að selja ríkiseignir til þess að fjármagna uppbyggingu spítalans. Fjármálaráðherra hefur slegið í og úr með þá leið eftir aðstæðum en báðir hafa þeir talað um það í ræðum á Alþingi, að það sem standi helst uppbyggingu LSH fyrir þrifum sé að á síðasta kjörtímabili hafi það verið sett í lög að framkvæmdin eigi að vera á hendi hins opinbera. Á síðasta þingi var hins vegar samþykkt samhljóða þingsályktunartillaga um að skoða hinar ýmsu leiðir í fjármögnun LSH. Þarna stendur því enginn hnífur í kúnni.Rætt á yfirborðinu En málið er ekki rætt nema á yfirborðinu og á meðan við bíðum og hlustum á bergmálið af sjálfum okkur en engin svör, fer að teiknast upp ákveðin mynd. Eina fjármagnið sem stjórnvöld eru að setja í uppbyggingu á LSH á yfirstandandi fjárlögum fer í uppbyggingu sjúkrahótels sem stjórnvöld hafa boðið út til einkareksturs. Þar er forgangsröðunin. Hún getur haft sínar skýringar, og einkarekstur og fjölbreytt þjónustuform geta verið skynsamleg, en slíkt getur líka verið glapræði. Á meðan ekkert er gert í málefnum LSH fer alltaf að verða meira aðkallandi að ræða, hvort einkaframkvæmdin sé Sjálfstæðisflokknum svo heilög að opinberi reksturinn verði fyrst keyrður í kaf. Svo verði einkavætt með hraði? Ef þetta er stefnan, þá er það alvarlegt mál. Þannig æfingar geta kostað mikið fé. Stefna stjórnvalda þarf umfram allt að vera uppi á borðum. Og í allri umræðu um aðhald í ríkisfjármálum, vil ég í öllu falli vinsamlegast biðja menn að taka eyðileggingu á einu stykki spítala og daglegt fjáraustur í óhagræði með í reikninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Mörgum brá við að hlusta á læknahóp og hjúkrunarfræðing á Landspítalanum tala í Kastljósi í síðustu viku um alvarlega stöðu hans. Hingað til hafa stjórnendur verið orðvarir til þess að skapa ekki óöryggi og kvíða í samfélaginu. En það er orðið morgunljóst að starfsfólk Landspítalana getur ekki tryggt öryggi sjúklinga sinna svo vel sé og starfsfólk hvorki getur né á að bera þá ábyrgð. Staðan á LSH hefur verið okkur stjórnmálamönnum vel kunn alveg síðan fyrir kosningar og auðvitað mun lengur. Stjórnendur og starfsfólk spítalans hefur treyst því að við virðum sérfræðikunnáttu þeirra og tökum mark á henni. Annað hvort búa ríkjandi stjórnvöld ekki yfir nægilegum skilningi á aðstæðum, eða þá að þeim er hreinlega sama. Ég veit eiginlega ekki hvort er verra. Á þinginu hefur þessi alvarlega staða margoft verið rædd. Margir hafa lýst yfir þungum áhyggjum, og margir þingmenn hafa nálgast málið lausnamiðað og reynt að aðstoða við verkefnið. Fyrst er auðvitað að skyggnast fyrir um hvað stjórnvöld sjá fyrir sér, en erfiðast er að fá svör um hvað eigi að gera. Heilbrigðisráðherra hefur rætt um að selja ríkiseignir til þess að fjármagna uppbyggingu spítalans. Fjármálaráðherra hefur slegið í og úr með þá leið eftir aðstæðum en báðir hafa þeir talað um það í ræðum á Alþingi, að það sem standi helst uppbyggingu LSH fyrir þrifum sé að á síðasta kjörtímabili hafi það verið sett í lög að framkvæmdin eigi að vera á hendi hins opinbera. Á síðasta þingi var hins vegar samþykkt samhljóða þingsályktunartillaga um að skoða hinar ýmsu leiðir í fjármögnun LSH. Þarna stendur því enginn hnífur í kúnni.Rætt á yfirborðinu En málið er ekki rætt nema á yfirborðinu og á meðan við bíðum og hlustum á bergmálið af sjálfum okkur en engin svör, fer að teiknast upp ákveðin mynd. Eina fjármagnið sem stjórnvöld eru að setja í uppbyggingu á LSH á yfirstandandi fjárlögum fer í uppbyggingu sjúkrahótels sem stjórnvöld hafa boðið út til einkareksturs. Þar er forgangsröðunin. Hún getur haft sínar skýringar, og einkarekstur og fjölbreytt þjónustuform geta verið skynsamleg, en slíkt getur líka verið glapræði. Á meðan ekkert er gert í málefnum LSH fer alltaf að verða meira aðkallandi að ræða, hvort einkaframkvæmdin sé Sjálfstæðisflokknum svo heilög að opinberi reksturinn verði fyrst keyrður í kaf. Svo verði einkavætt með hraði? Ef þetta er stefnan, þá er það alvarlegt mál. Þannig æfingar geta kostað mikið fé. Stefna stjórnvalda þarf umfram allt að vera uppi á borðum. Og í allri umræðu um aðhald í ríkisfjármálum, vil ég í öllu falli vinsamlegast biðja menn að taka eyðileggingu á einu stykki spítala og daglegt fjáraustur í óhagræði með í reikninginn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar