Gamlir gimsteinar endurútgefnir ytra Þórður Ingi Jónsson skrifar 30. október 2014 00:01 Gamalt og gott - Gömul íslensk tónlist fær annan séns áratugum eftir að hún kom fyrst út. Gamlar og góðar íslenskar hljómsveitir lifa oft ágætu lífi í útlöndum þar sem erlend plötufyrirtæki endurútgefa íslenskt „költ“-efni, sem erfitt eða ómögulegt er að finna. Mikið af þessu efni er íslenskt sækadelíu- og hipparokk frá áttunda áratugnum með sveitum eins og Pelican, Icecross og Trúbroti. „Þetta er náttúrulega eitthvert svona hliðarsafnaradæmi,“ segir Dr. Gunni tónlistarspekúlant. „Eitthvert lið sem hefur gaman af svona „psych“-músík frá þessum tíma. Þetta íslenska dót hefur allt verið „bootleggað“ hægri vinstri og gefið út. Þannig að allt þetta dót er að fá annan séns mörgum áratugum síðar því þetta kom út á Íslandi á sínum tíma og seldist ekki neitt.“Dr. GunniSafnarar borga oft fúlgur fjár fyrir upprunalegar plötur með gömlu íslensku rokki. Mikið af þessu efni, svo sem íslenska pönkið og nýbylgjan, hefur verið endurútgefið hérlendis á geisladiskum en í ár gaf Smekkleysa aftur út Gott bít með listapönksveitinni Fan Houtens kókó. Þá stendur mögulega til hjá Smekkleysu að gefa aftur út meira af tónlist frá þessu tímabili. „Fyrir mörgum árum vorum við að færa þann hluta af katalógnum yfir á CD sem kom upphaflega út bara á vínyl,“ segir Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu. „Síðan er hugmynd að reyna í náinni framtíð að endurútgefa sumt af þessu dóti á vínyl. Svo erum við búin að vera að vinna í samantekt á sögulegri útgáfu á þessu efni.“Svanfríður - What's Hidden ThereRykið dustað af íslensku költiFréttablaðið tók saman nokkrar endurútgáfur sem erlend fyrirtæki hafa selt á undanförnum árum. Þýska útgáfan Shadoks Music hefur meðal annars gefið út efni með Trúbroti, Óðmönnum og proggrokksveitinni Svanfríði. „Hefði orðið fræg og vinsæl plata ef hún hefði verið gefin út í Bretlandi,“ segir á síðu útgáfunnar um plötu SvanfríðarWhat‘s Hidden There frá 1972, sem er jafnframt sögð vera „ein besta proggrokk/neðanjarðarplatan sem kom frá Skandinavíu“.IcecrossNokkrir íslenskir rokkarar tóku upp þessa plötu í Kaupmannahöfn snemma á áttunda áratugnum en hún féll í gleymsku lengi vel. Í dag er hún gríðarlegt „költ“ meðal málmhausa og er sveitin sögð hafa verið á undan sínum tíma, „proto-metal“ eða „formetall“. Hún hefur meðal annars verið endurútgefin af bandarísku útgáfunni Rockadrome. „Ég keypti Icecross-plötuna í Safnarabúðinni í kringum 1990 á 10 kall stykkið. Hún lá þar í bunkum og enginn hafði áhuga á þessu. Ég var þá kominn í samband við einhvern gaur í Hollandi sem ég seldi þetta til á uppsprengdu verði, síðan seldi hann þetta áfram á uppsprengdu verði. Síðan hefur þetta költ spurst út smátt og smátt,“ segir Dr. Gunni.Poppsaga, Iceland's Pop Scene 1972-1977„Ég hef verið að hjálpa bresku útgáfufyrirtæki, RPM International, við að skrifa „liner notes“ á plöturnar. Safndiskurinn Poppsaga er með íslenskri tónlist frá í kringum 1975 og svo er nú væntanleg heildarútgáfa af verkum Pelican frá þessu sama merki,“ segir Dr. Gunni og bætir við að enn sé áhugi hjá útgáfunni fyrir að gefa út meira af íslensku efni frá þessum áratug.Thor's Hammer - If You Knew: Icelandic Punk & Beat '65-'67Kanadíska pönkútgáfan Ugly Pop Records hefur endurútgefið tónlist Thor’s Hammer. Tónlistin er skilgreind sem „proto-pönk“, eða „forpönk“. Hugtakið er oft notað yfir tónlist þeirra hráu bílskúrssveita sem spruttu upp á sjöunda áratugnum eftir tilkomu Bítlanna. „Íslenskar bílskúrsgoðsagnir sem krydduðu norræna takta sína með einhverju hráasta og villtasta ’60s fuzzpönki sem heyrst hefur!“ segir á umslaginu. Umbarumbamba með Thor's Hammer frá 1966 er gríðarlega sjaldgæf plata. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Gamlar og góðar íslenskar hljómsveitir lifa oft ágætu lífi í útlöndum þar sem erlend plötufyrirtæki endurútgefa íslenskt „költ“-efni, sem erfitt eða ómögulegt er að finna. Mikið af þessu efni er íslenskt sækadelíu- og hipparokk frá áttunda áratugnum með sveitum eins og Pelican, Icecross og Trúbroti. „Þetta er náttúrulega eitthvert svona hliðarsafnaradæmi,“ segir Dr. Gunni tónlistarspekúlant. „Eitthvert lið sem hefur gaman af svona „psych“-músík frá þessum tíma. Þetta íslenska dót hefur allt verið „bootleggað“ hægri vinstri og gefið út. Þannig að allt þetta dót er að fá annan séns mörgum áratugum síðar því þetta kom út á Íslandi á sínum tíma og seldist ekki neitt.“Dr. GunniSafnarar borga oft fúlgur fjár fyrir upprunalegar plötur með gömlu íslensku rokki. Mikið af þessu efni, svo sem íslenska pönkið og nýbylgjan, hefur verið endurútgefið hérlendis á geisladiskum en í ár gaf Smekkleysa aftur út Gott bít með listapönksveitinni Fan Houtens kókó. Þá stendur mögulega til hjá Smekkleysu að gefa aftur út meira af tónlist frá þessu tímabili. „Fyrir mörgum árum vorum við að færa þann hluta af katalógnum yfir á CD sem kom upphaflega út bara á vínyl,“ segir Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu. „Síðan er hugmynd að reyna í náinni framtíð að endurútgefa sumt af þessu dóti á vínyl. Svo erum við búin að vera að vinna í samantekt á sögulegri útgáfu á þessu efni.“Svanfríður - What's Hidden ThereRykið dustað af íslensku költiFréttablaðið tók saman nokkrar endurútgáfur sem erlend fyrirtæki hafa selt á undanförnum árum. Þýska útgáfan Shadoks Music hefur meðal annars gefið út efni með Trúbroti, Óðmönnum og proggrokksveitinni Svanfríði. „Hefði orðið fræg og vinsæl plata ef hún hefði verið gefin út í Bretlandi,“ segir á síðu útgáfunnar um plötu SvanfríðarWhat‘s Hidden There frá 1972, sem er jafnframt sögð vera „ein besta proggrokk/neðanjarðarplatan sem kom frá Skandinavíu“.IcecrossNokkrir íslenskir rokkarar tóku upp þessa plötu í Kaupmannahöfn snemma á áttunda áratugnum en hún féll í gleymsku lengi vel. Í dag er hún gríðarlegt „költ“ meðal málmhausa og er sveitin sögð hafa verið á undan sínum tíma, „proto-metal“ eða „formetall“. Hún hefur meðal annars verið endurútgefin af bandarísku útgáfunni Rockadrome. „Ég keypti Icecross-plötuna í Safnarabúðinni í kringum 1990 á 10 kall stykkið. Hún lá þar í bunkum og enginn hafði áhuga á þessu. Ég var þá kominn í samband við einhvern gaur í Hollandi sem ég seldi þetta til á uppsprengdu verði, síðan seldi hann þetta áfram á uppsprengdu verði. Síðan hefur þetta költ spurst út smátt og smátt,“ segir Dr. Gunni.Poppsaga, Iceland's Pop Scene 1972-1977„Ég hef verið að hjálpa bresku útgáfufyrirtæki, RPM International, við að skrifa „liner notes“ á plöturnar. Safndiskurinn Poppsaga er með íslenskri tónlist frá í kringum 1975 og svo er nú væntanleg heildarútgáfa af verkum Pelican frá þessu sama merki,“ segir Dr. Gunni og bætir við að enn sé áhugi hjá útgáfunni fyrir að gefa út meira af íslensku efni frá þessum áratug.Thor's Hammer - If You Knew: Icelandic Punk & Beat '65-'67Kanadíska pönkútgáfan Ugly Pop Records hefur endurútgefið tónlist Thor’s Hammer. Tónlistin er skilgreind sem „proto-pönk“, eða „forpönk“. Hugtakið er oft notað yfir tónlist þeirra hráu bílskúrssveita sem spruttu upp á sjöunda áratugnum eftir tilkomu Bítlanna. „Íslenskar bílskúrsgoðsagnir sem krydduðu norræna takta sína með einhverju hráasta og villtasta ’60s fuzzpönki sem heyrst hefur!“ segir á umslaginu. Umbarumbamba með Thor's Hammer frá 1966 er gríðarlega sjaldgæf plata.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira