Páll Óskar í gervi krumma Sólveig Gísladóttir skrifar 30. október 2014 12:00 Páll Óskar er ógnvænlegur krummi. Mynd/Ernir Páll Óskar heldur Halloween-ball á Rúbín í Öskjuhlíð á laugardagskvöldið. Hann tjaldar öllu sem til er í skreytingum en ekki síður í búningum. Hann mun ljúka kvöldinu sem sótsvartur krummi. Allir eiga sér eitthvert annað sjálf. Ég er sjálfur samanskrúfaður úr mörgum karakterum, er bæði kona og maður, köttur og hrafn, súperhetja og trúður. Á hrekkjavökunni nota ég tækifærið til að fá útrás fyrir þessa hlið á mér,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur fyrir Halloween-balli um helgina.„Dags daglega er ég ofsalega jarðbundinn í klæðavali, jafnvel þurr og leiðinlegur í jogginggalla. En, þegar sjóið byrjar umturnast ég algerlega og legg gríðarlega vinnu í það,“ segir Páll Óskar sem veit engin böll skemmtilegri en hrekkjavöku- og Eurovisionböll. Undirbúningurinn fyrir ballið er mikill og ekki síst líkamlegur og andlegur en Páll Óskar er á leiðinni í tveggja tíma nudd og nálastungur þegar blaðamaður hefur uppi á honum. „Ég þarf að liðka líkamann til enda er það strangt ferli þegar stórar helgar eru fram undan. Það gengur ekki að hoppa upp á svið í óspurðum fréttum,“ segir hann og hlær. „Við vorum byrjuð að skreyta á þriðjudaginn og erum að umbreyta Rúbín í vampírukastala.“ Tónlistarmaðurinn á langa helgi fram undan því hann mun standa fyrir einkahrekkjavökupartíi á föstudagskvöldið og svo tekur við pásulaus skemmtidagskrá á Rúbín frá ellefu til fjögur um nóttina á laugardaginn. Einn búningur nægir ekki fyrir slíkt maraþonkvöld.Páll Óskar í gervi krumma.Mynd/Ernir„Ég verð í þremur búningum. Byrja sem glamúrgaur með kórónu, lepp, handaskraut og axlarskart úr semelíusteinum sem var hannað sérstaklega fyrir mig. Í þessu þeyti ég skífum þar til ég er orðinn mjúkur eins og smjör. Þegar ég stíg á svið breytist ég í Pál Óskar og bæði ég og dansararnir verðum klæddir silfri frá toppi til táar. Þegar sjóinu lýkur er ég orðinn gegnumblautur og skipti því um búning og lýk kvöldinu sem hrafn,“ lýsir Páll Óskar en vinur hans, Kókó Viktorsson, á heiðurinn að krummajakkafötunum sem hann klæðist á myndinni og eru alsett svörtum fjöðrum. „Það er ekki krafa að vera í búningi á ballinu en það er miklu skemmtilegra. Svo verðum við líka með förðunardömur á staðnum sem geta hresst upp á sminkið,“ segir hann glettinn. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Páll Óskar heldur Halloween-ball á Rúbín í Öskjuhlíð á laugardagskvöldið. Hann tjaldar öllu sem til er í skreytingum en ekki síður í búningum. Hann mun ljúka kvöldinu sem sótsvartur krummi. Allir eiga sér eitthvert annað sjálf. Ég er sjálfur samanskrúfaður úr mörgum karakterum, er bæði kona og maður, köttur og hrafn, súperhetja og trúður. Á hrekkjavökunni nota ég tækifærið til að fá útrás fyrir þessa hlið á mér,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur fyrir Halloween-balli um helgina.„Dags daglega er ég ofsalega jarðbundinn í klæðavali, jafnvel þurr og leiðinlegur í jogginggalla. En, þegar sjóið byrjar umturnast ég algerlega og legg gríðarlega vinnu í það,“ segir Páll Óskar sem veit engin böll skemmtilegri en hrekkjavöku- og Eurovisionböll. Undirbúningurinn fyrir ballið er mikill og ekki síst líkamlegur og andlegur en Páll Óskar er á leiðinni í tveggja tíma nudd og nálastungur þegar blaðamaður hefur uppi á honum. „Ég þarf að liðka líkamann til enda er það strangt ferli þegar stórar helgar eru fram undan. Það gengur ekki að hoppa upp á svið í óspurðum fréttum,“ segir hann og hlær. „Við vorum byrjuð að skreyta á þriðjudaginn og erum að umbreyta Rúbín í vampírukastala.“ Tónlistarmaðurinn á langa helgi fram undan því hann mun standa fyrir einkahrekkjavökupartíi á föstudagskvöldið og svo tekur við pásulaus skemmtidagskrá á Rúbín frá ellefu til fjögur um nóttina á laugardaginn. Einn búningur nægir ekki fyrir slíkt maraþonkvöld.Páll Óskar í gervi krumma.Mynd/Ernir„Ég verð í þremur búningum. Byrja sem glamúrgaur með kórónu, lepp, handaskraut og axlarskart úr semelíusteinum sem var hannað sérstaklega fyrir mig. Í þessu þeyti ég skífum þar til ég er orðinn mjúkur eins og smjör. Þegar ég stíg á svið breytist ég í Pál Óskar og bæði ég og dansararnir verðum klæddir silfri frá toppi til táar. Þegar sjóinu lýkur er ég orðinn gegnumblautur og skipti því um búning og lýk kvöldinu sem hrafn,“ lýsir Páll Óskar en vinur hans, Kókó Viktorsson, á heiðurinn að krummajakkafötunum sem hann klæðist á myndinni og eru alsett svörtum fjöðrum. „Það er ekki krafa að vera í búningi á ballinu en það er miklu skemmtilegra. Svo verðum við líka með förðunardömur á staðnum sem geta hresst upp á sminkið,“ segir hann glettinn.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira