Utan vallar: Þetta er ekkert grín Guðjón Guðmundsson skrifar 29. október 2014 06:30 Íslenska landsliðið í handbolta mætir í kvöld Ísraelsmönnum í undankeppni EM 2016 og á sunnudag mætir liðið Svartfellingum, en lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Póllandi 2016. Í annað sinn frá árinu 2000 náði Ísland ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Katar í janúar. Strákarnir töpuðu fyrir Bosníu í umspili í sumar, en það virtist enginn sjá fyrir. Leikirnir við Bosníu hafa aldrei verið gerðir upp, en í upphafi skyldi endinn skoða. Undirbúningur fyrir leikina gegn Bosníumönnum var í skötulíki, jafnvel þótt íslenska liðið hafi leikið vináttuleiki gegn Austurríki og síðan Portúgal hér heima. Leikirnir gegn Portúgal voru líklega tímaskekkja, en leikmenn Íslands mættu örþreyttir í það verkefni eftir að hafa verið undir álagi með félagsliðum sínum víða um Evrópu. Steininn tók hins vegar úr á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Bosníu þar sem kunnur grínari úr sjónvarpinu hélt uppi stuðinu á fundinum fyrir einn mikilvægasta landsleik liðsins síðustu ár.Blaðamenn horfðu forviða á skemmtikraftinn láta vaða á súðum og svo virtist sem þjálfarar íslenska landsliðsins hefðu ekki haft hugmynd um uppákomuna. Blaðamenn sem voru á fundinum voru orðlausir en höfðu hins vegar ekki vit á því að standa upp, þakka fyrir sig og ganga út. Það er góðra gjalda vert að auka útbreiðslu handboltans og vekja áhuga á liðinu með ýmsum hætti, en þegar svona leikir bíða er slíkt ótækt. Það er tími og staður fyrir sprell og að sama skapi tími og staður fyrir alvöruna. Íslenska landsliðið í handbolta hefur verið aðalsmerki íslenskra íþróttakappliða í rúman áratug. Árangur liðsins hefur verið magnaður og leikmenn íslenska liðsins nánast þjóðareign. Tapið fyrir Bosníu var ekki leikmönnunum einum að kenna, heldur klikkaði allt í tengslum við rítúalið í kringum leikinn. Slík mistök má ekki gera aftur. Leikmenn Íslands ætla sér í lokakeppni EM í Póllandi. Leikmenn þess í dag eru margir hverjir í betra formi en oftast áður. Ætti því að vera hvatning fyrir þá sem standa á þröskuldinum og bíða þess að fá tækifæri. Ég er sannfærður um að íslenska landsliðið kemur tvíeflt til baka. Það þarf ekki bara stuðning frá HSÍ heldur þinn stuðning. Vegna þess að án áhorfenda gerir íslenska landsliðið ekkert á heimavelli. Það yrði sannarlega áfall ef Íslandi kæmist ekki í lokakeppnina í Póllandi, en ég er sannfærður um að það tekst. Það gerist samt ekki af sjálfu sér. Eins og kom fram í spjalli mínu við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða landsliðsins, í vikunni, þá vita strákarnir mæta vel að þeir brugðust. Ekki bara þjóðinni heldur fyrst og fremst sjálfum sér. Þeir eru hungraðir, og ef þig langar að sjá þetta frábæra lið svara fyrir sig, þá verður þú í Höllinni í kvöld. Strákarnir hafa fyrir löngu unnið sér inn þinn stuðning. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta mætir í kvöld Ísraelsmönnum í undankeppni EM 2016 og á sunnudag mætir liðið Svartfellingum, en lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Póllandi 2016. Í annað sinn frá árinu 2000 náði Ísland ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Katar í janúar. Strákarnir töpuðu fyrir Bosníu í umspili í sumar, en það virtist enginn sjá fyrir. Leikirnir við Bosníu hafa aldrei verið gerðir upp, en í upphafi skyldi endinn skoða. Undirbúningur fyrir leikina gegn Bosníumönnum var í skötulíki, jafnvel þótt íslenska liðið hafi leikið vináttuleiki gegn Austurríki og síðan Portúgal hér heima. Leikirnir gegn Portúgal voru líklega tímaskekkja, en leikmenn Íslands mættu örþreyttir í það verkefni eftir að hafa verið undir álagi með félagsliðum sínum víða um Evrópu. Steininn tók hins vegar úr á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Bosníu þar sem kunnur grínari úr sjónvarpinu hélt uppi stuðinu á fundinum fyrir einn mikilvægasta landsleik liðsins síðustu ár.Blaðamenn horfðu forviða á skemmtikraftinn láta vaða á súðum og svo virtist sem þjálfarar íslenska landsliðsins hefðu ekki haft hugmynd um uppákomuna. Blaðamenn sem voru á fundinum voru orðlausir en höfðu hins vegar ekki vit á því að standa upp, þakka fyrir sig og ganga út. Það er góðra gjalda vert að auka útbreiðslu handboltans og vekja áhuga á liðinu með ýmsum hætti, en þegar svona leikir bíða er slíkt ótækt. Það er tími og staður fyrir sprell og að sama skapi tími og staður fyrir alvöruna. Íslenska landsliðið í handbolta hefur verið aðalsmerki íslenskra íþróttakappliða í rúman áratug. Árangur liðsins hefur verið magnaður og leikmenn íslenska liðsins nánast þjóðareign. Tapið fyrir Bosníu var ekki leikmönnunum einum að kenna, heldur klikkaði allt í tengslum við rítúalið í kringum leikinn. Slík mistök má ekki gera aftur. Leikmenn Íslands ætla sér í lokakeppni EM í Póllandi. Leikmenn þess í dag eru margir hverjir í betra formi en oftast áður. Ætti því að vera hvatning fyrir þá sem standa á þröskuldinum og bíða þess að fá tækifæri. Ég er sannfærður um að íslenska landsliðið kemur tvíeflt til baka. Það þarf ekki bara stuðning frá HSÍ heldur þinn stuðning. Vegna þess að án áhorfenda gerir íslenska landsliðið ekkert á heimavelli. Það yrði sannarlega áfall ef Íslandi kæmist ekki í lokakeppnina í Póllandi, en ég er sannfærður um að það tekst. Það gerist samt ekki af sjálfu sér. Eins og kom fram í spjalli mínu við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða landsliðsins, í vikunni, þá vita strákarnir mæta vel að þeir brugðust. Ekki bara þjóðinni heldur fyrst og fremst sjálfum sér. Þeir eru hungraðir, og ef þig langar að sjá þetta frábæra lið svara fyrir sig, þá verður þú í Höllinni í kvöld. Strákarnir hafa fyrir löngu unnið sér inn þinn stuðning.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn