Utan vallar: Þetta er ekkert grín Guðjón Guðmundsson skrifar 29. október 2014 06:30 Íslenska landsliðið í handbolta mætir í kvöld Ísraelsmönnum í undankeppni EM 2016 og á sunnudag mætir liðið Svartfellingum, en lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Póllandi 2016. Í annað sinn frá árinu 2000 náði Ísland ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Katar í janúar. Strákarnir töpuðu fyrir Bosníu í umspili í sumar, en það virtist enginn sjá fyrir. Leikirnir við Bosníu hafa aldrei verið gerðir upp, en í upphafi skyldi endinn skoða. Undirbúningur fyrir leikina gegn Bosníumönnum var í skötulíki, jafnvel þótt íslenska liðið hafi leikið vináttuleiki gegn Austurríki og síðan Portúgal hér heima. Leikirnir gegn Portúgal voru líklega tímaskekkja, en leikmenn Íslands mættu örþreyttir í það verkefni eftir að hafa verið undir álagi með félagsliðum sínum víða um Evrópu. Steininn tók hins vegar úr á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Bosníu þar sem kunnur grínari úr sjónvarpinu hélt uppi stuðinu á fundinum fyrir einn mikilvægasta landsleik liðsins síðustu ár.Blaðamenn horfðu forviða á skemmtikraftinn láta vaða á súðum og svo virtist sem þjálfarar íslenska landsliðsins hefðu ekki haft hugmynd um uppákomuna. Blaðamenn sem voru á fundinum voru orðlausir en höfðu hins vegar ekki vit á því að standa upp, þakka fyrir sig og ganga út. Það er góðra gjalda vert að auka útbreiðslu handboltans og vekja áhuga á liðinu með ýmsum hætti, en þegar svona leikir bíða er slíkt ótækt. Það er tími og staður fyrir sprell og að sama skapi tími og staður fyrir alvöruna. Íslenska landsliðið í handbolta hefur verið aðalsmerki íslenskra íþróttakappliða í rúman áratug. Árangur liðsins hefur verið magnaður og leikmenn íslenska liðsins nánast þjóðareign. Tapið fyrir Bosníu var ekki leikmönnunum einum að kenna, heldur klikkaði allt í tengslum við rítúalið í kringum leikinn. Slík mistök má ekki gera aftur. Leikmenn Íslands ætla sér í lokakeppni EM í Póllandi. Leikmenn þess í dag eru margir hverjir í betra formi en oftast áður. Ætti því að vera hvatning fyrir þá sem standa á þröskuldinum og bíða þess að fá tækifæri. Ég er sannfærður um að íslenska landsliðið kemur tvíeflt til baka. Það þarf ekki bara stuðning frá HSÍ heldur þinn stuðning. Vegna þess að án áhorfenda gerir íslenska landsliðið ekkert á heimavelli. Það yrði sannarlega áfall ef Íslandi kæmist ekki í lokakeppnina í Póllandi, en ég er sannfærður um að það tekst. Það gerist samt ekki af sjálfu sér. Eins og kom fram í spjalli mínu við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða landsliðsins, í vikunni, þá vita strákarnir mæta vel að þeir brugðust. Ekki bara þjóðinni heldur fyrst og fremst sjálfum sér. Þeir eru hungraðir, og ef þig langar að sjá þetta frábæra lið svara fyrir sig, þá verður þú í Höllinni í kvöld. Strákarnir hafa fyrir löngu unnið sér inn þinn stuðning. Handbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta mætir í kvöld Ísraelsmönnum í undankeppni EM 2016 og á sunnudag mætir liðið Svartfellingum, en lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Póllandi 2016. Í annað sinn frá árinu 2000 náði Ísland ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Katar í janúar. Strákarnir töpuðu fyrir Bosníu í umspili í sumar, en það virtist enginn sjá fyrir. Leikirnir við Bosníu hafa aldrei verið gerðir upp, en í upphafi skyldi endinn skoða. Undirbúningur fyrir leikina gegn Bosníumönnum var í skötulíki, jafnvel þótt íslenska liðið hafi leikið vináttuleiki gegn Austurríki og síðan Portúgal hér heima. Leikirnir gegn Portúgal voru líklega tímaskekkja, en leikmenn Íslands mættu örþreyttir í það verkefni eftir að hafa verið undir álagi með félagsliðum sínum víða um Evrópu. Steininn tók hins vegar úr á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Bosníu þar sem kunnur grínari úr sjónvarpinu hélt uppi stuðinu á fundinum fyrir einn mikilvægasta landsleik liðsins síðustu ár.Blaðamenn horfðu forviða á skemmtikraftinn láta vaða á súðum og svo virtist sem þjálfarar íslenska landsliðsins hefðu ekki haft hugmynd um uppákomuna. Blaðamenn sem voru á fundinum voru orðlausir en höfðu hins vegar ekki vit á því að standa upp, þakka fyrir sig og ganga út. Það er góðra gjalda vert að auka útbreiðslu handboltans og vekja áhuga á liðinu með ýmsum hætti, en þegar svona leikir bíða er slíkt ótækt. Það er tími og staður fyrir sprell og að sama skapi tími og staður fyrir alvöruna. Íslenska landsliðið í handbolta hefur verið aðalsmerki íslenskra íþróttakappliða í rúman áratug. Árangur liðsins hefur verið magnaður og leikmenn íslenska liðsins nánast þjóðareign. Tapið fyrir Bosníu var ekki leikmönnunum einum að kenna, heldur klikkaði allt í tengslum við rítúalið í kringum leikinn. Slík mistök má ekki gera aftur. Leikmenn Íslands ætla sér í lokakeppni EM í Póllandi. Leikmenn þess í dag eru margir hverjir í betra formi en oftast áður. Ætti því að vera hvatning fyrir þá sem standa á þröskuldinum og bíða þess að fá tækifæri. Ég er sannfærður um að íslenska landsliðið kemur tvíeflt til baka. Það þarf ekki bara stuðning frá HSÍ heldur þinn stuðning. Vegna þess að án áhorfenda gerir íslenska landsliðið ekkert á heimavelli. Það yrði sannarlega áfall ef Íslandi kæmist ekki í lokakeppnina í Póllandi, en ég er sannfærður um að það tekst. Það gerist samt ekki af sjálfu sér. Eins og kom fram í spjalli mínu við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða landsliðsins, í vikunni, þá vita strákarnir mæta vel að þeir brugðust. Ekki bara þjóðinni heldur fyrst og fremst sjálfum sér. Þeir eru hungraðir, og ef þig langar að sjá þetta frábæra lið svara fyrir sig, þá verður þú í Höllinni í kvöld. Strákarnir hafa fyrir löngu unnið sér inn þinn stuðning.
Handbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira